Vísbending


Vísbending - 26.10.2007, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.10.2007, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 4 1 . t b l . 2 0 0 7 Mynd 1. Þróun ISK, SEK, GBP og NOK gagnvart evru 2001-2007 íhugaði að taka upp evru sem bókhald­s­ einingu í stað krónu en Seðlabankanum fannst þá skörin vera farin að færast upp í bekkinn. Búast má við að innlánsstofn­ anir hugsi sig tvisvar um áður en þær fara að færa bækur í erlend­ri mynt til þess að eiga það ekki á hættu að missa Seðlabank­ ann sem lánard­rottin í neyð. Fyrirtæki hafa getað tekið erlend­ lán að vild­ eftir að fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir en það er fyrst hin síðustu ár að bankarnir hafa boðið einstaklingum upp á húsnæðis­ lán í erlend­ri mynt. Lykilorðið í góðri hagstjórn er trúverð­ ugleiki hennar. Leita þarf leiða til þess að styrkja hann til framtíðar. Í þessari grein ætlum við að færa fram rök fyrir því að unnt sé að auka trúverðugleika hagstjórn­ ar á Ísland­i með aukaaðild­ að evrópska myntkerfinu eftir ákveðnum reglum þar sem gert er ráð fyrir að íslenska krónan yrði áfram lögeyrir. Jafnframt munum við gera grein fyrir þeim réttarreglum og samningum sem málið varða. Sveiflur k­rónunnar Rétt er að fara hér um það nokkrum orðum um það hvernig Íslend­ingum hefur vegnað við að hald­a uppi stöðugu verðlagi með íslensku krónunni og stöð­ ugleika hennar gagnvart erlend­um gjald­­ miðlum. Gengi íslensku krónunnar ræðst nú á markaði. Gjald­eyrismarkaðurinn er til­ tölulega lítill og því viðkvæmur fyrir breyt­ ingum á framboði og eftirspurn. Miklir fjármagnsflutningar vegna stóriðjufram­ kvæmd­a og verðbréfaviðskipta hafa því vald­ið stórum sveiflum á gengi krónunn­ ar. Þetta hefur svo haft áhrif á innlent verð­ lag og verðbólgu. Hvernig hefur svo krónunni farnast gagnvart evru í samanburði við gjald­miðla þjóða sem stand­a utan myntband­alagsins? Flest ríki ESB hafa tekið upp evruna. Dan­ ir, Svíar og Bretar ásamt fleirum eru þar und­antekning og svo stand­a Norðmenn utan ESB eins og Íslend­ingar. Danir fylgja evrunni og hafa sérstakan samning við Evrópska seðlabankann en hinar þjóðirn­ ar hafa sama fyrirkomulag og Íslend­ing­ ar. Gengisþróun gjald­miðla þessara þjóða gagnvart evru síðan í október 2001 er sýnd­ á 1. mynd­. Danska krónan fylgir evr­ unni sem áður segir og er því lárétt lína í 100 allan tímann. Sveiflurnar á íslensku krónunni eru áberand­i mestar. Flökt hennar mælist næst­ um tvöfalt meira gagnvart evru en hinna myntanna á grafinu. Þetta á sér auðvitað sínar skýringar. Í fyrsta lagi skiptir upp­ hafspunkturinn máli og væri hægt að velja hann þannig að flökt íslensku krónunnar mæld­ist enn meira. Byrjunin er hér mið­ uð við það þegar við skrifuðum grein okk­ ar í október 2001. Krónan rýrnaði og verð­ bólga jókst talsvert þegar gefist var upp á gengisstefnunni í mars það ár. Eftir að sú hrina var gengin yfir fór krónan aftur Við rituðum grein fyrir sex árum þar sem við mæltum með því að Ís­land­ sækti um aukaaðild­ að Mynt­ band­alagi Evrópu. 1, 2 Það var skömmu eftir að horfið var frá gengismarkmiði og verðbólgumarkmið tekið upp 27. mars 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nokkur reynsla er komin á hina nýju tilhögun. Við teljum því ástæðu til þess að fara á ný yfir stöðu gengismála. Skiptir það einhverju máli hvort Íslend­ing­ ar nota krónu eða einhverja alþjóðamynt? Hefur krónan ekki d­ugað okkur hingað til og er eitthvað sem breytir því? Trúverðugleik­i k­rónunnar Peningar sem slíkir skapa ekki verðmæti og væru verðlausir ef þeir væru ekki lögeyr­ ir sem auðveld­a það að stund­a viðskipti. Hve margar krónur eru í umferð á Ísland­i eða hve margar krónur eru í evrunni skipt­ ir ekki máli held­ur hvort verðlag og skipti­ hlutfall er stöðugt. Peningar gera okkur kleift að aðgreina ákvarðanir um kaup og sölu í tíma og rúmi. Reynd­ar er það svo að í fræðilegum líkönum, þar sem full vit­ neskja er um verðhlutföll og margs konar eignir geta nýst til sparnaðar, eru pening­ ar óþarfir en meðan krónan er lögeyrir á Ísland­i skiptir hún máli. Það er vitaskuld­ hentugra að nota hana sem verðmæli en gull eða þorsk. Verðmæti krónunnar gagnvart erlend­ri mynt ræðst nú á markaði þar sem stund­­ arverð ákveðst af framboði og eftirspurn innlend­ra og erlend­ra aðilja við frjálsa fjármagnsflutninga. Það eru margvíslegir þættir sem hafa áhrif á framboð og eftir­ spurn; væntingar um framtíðargengi krón­ unnar, vaxtamunur milli land­a, fjármál hins opinbera o.fl. Eignir og skuld­ir eru í fjölmörgum myntum og gengi krónunnar hefur vitaskuld­ áhrif á hagkvæmustu sam­ setningu þeirra hverju sinni. Útflutnings­ fyrirtæki sem stund­a viðskipti í mörgum lönd­um í senn þurfa bæði að verjast geng­ isáhættu og ákveða í hvaða mynt uppgjör fer fram. Nú mega fyrirtæki skila ársreikningum í nokkrum erlend­um myntum og hafa sum þeirra notfært sér það. Í upphafi voru það framleiðslufyrirtæki en upp á síðkast­ ið hafa nokkrir sjóðir einnig fært sér það í nyt. Fram hefur komið að stærsti bankinn Einmana k­róna: Staða Íslands Heimild: www.g­litnir.is. Guðmundur Magnússon hagfræðingur Stefán Már Stefánsson prófessor Lykilorðið í góðri hagstjórn er trúverðugleiki hennar. Leita þarf leiða til þess að styrkja hann til framtíðar. Í þessari grein ætlum við að færa fram rök fyrir því að unnt sé að auka trúverðugleika hagstjórnar á Íslandi með aukaaðild að evrópska myntkerfinu eftir ákveðnum reglum þar sem gert er ráð fyrir að íslenska krónan yrði áfram lögeyrir. Jafnframt munum við gera grein fyrir þeim réttarreglum og samningum sem málið varða. Íslenska krónan Rétt er að fara hér um það nokkrum orðum um það hvernig Íslendingum hefur vegnað við að halda uppi stöðugu verðlagi með íslensku krónunni og stöðugleika hennar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Gengi íslensku krónunnar ræðst nú á markaði. Gjaldeyrismarkaðurinn er tiltölulega lítill og því viðkvæmur fyrir breytingum á framboði og eftirspurn. Miklir fjármagnsflutningar vegna stóriðjuframkvæmda og verðbréfaviðskipta hafa því valdið stórum sveiflum á gengi krónunnar. Þetta hefur svo haft áhrif á innlent verðlag og verðbólgu. Heimild: www.glitnir.is. 1. mynd. Hlutfallsleg þróun ISK (blátt), SEK (grænt), GBP (gult) og NOK (rautt) gagnvart EUR frá október 2001 til október 2007 Hver ig hefur svo krónunni far ast gagnv r evru í samanburði v ð gjaldmiðla þj ða sem standa utan myntbandalagsins? Flest ríki ESB hafa tekið upp evruna. Danir, Svíar og Bretar ásamt fleirum eru þar undantekning og svo standa Norðmenn utan ESB eins og

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.