Vísbending


Vísbending - 16.11.2007, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.11.2007, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 4 4 . t b l . 2 0 0 7 Mynd 1. Sala á iPod 2001-2007 Ein­s dauði er an­n­ars epli Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur Þegar þetta er skrifað eru nákvæm-lega sex­ ár upp á dag frá því að fyrsti iPodinn kom á markað í Bandaríkjunum, 23. október 2001. Eftir- leikinn þekkja allir og tæplega 120 millj- ónir eintaka af iPod hafa verið seldar und- anfarin sex­ ár. Apple hefur grætt á þessari þróun og ekki sér fyrir endann á hve hátt gengi hlutabréfa félagsins verður. Þannig jókst hagnaður þess um ríflega 60% á síð- asta ársfjórðungi, félagið er á fleygiferð á NASDAQ-markaðnum og gengi þess er í sögulegu hámarki. Napster-kynslóðin hóf hljóðláta bylt- ingu. Í kringum síðustu aldamót vantaði lausn til að hlusta á MP3-tónlistarskrár á handhægan máta án þess að þurfa að ganga um með fartölvu. Til að koma byltingunni á næsta þrep þurfti öfluga geymsluleið og handhægan máta til að hlusta á stafræna tónlist. Ipodinn var kall og svar tímans og einfaldaði gríðarlega ferl- ið í heild sinni. Geisladiskurinn galt fyrir þessa þróun dýru verði. Það er alltaf erfitt að spá - sérstaklega um framtíðina. Þess vegna hefur reynst vel að rýna í sögulegar tölur og það leynir sér ekki að sala á geisladiskum er í frjálsu falli. Það sem af er þessu ári hefur salan dregist saman um 10% í Bretlandi, um 15% í Bandaríkjunum, 25% í Frakklandi og um 35% í Kanada. Tónlistarsölurisinn HMV tilkynnti nýverið um að hagnaður félagsins hefði dregist saman um helming á fyrri hluta ársins og Ric­hard Branson - vinalegi milljarðamæringurinn - hefur ákveðið að selja Virgin mega búðirnar, eftir þrálátan taprekstur að undanförnu. Á­ sama tíma hafa sölutölur Apple rokið upp, að því er virðist í öfugu hlutfalli við sölutap plötuútgefanda. Ipodinn leikur lykilhlutverk í þessari hljóðlátu byltingu sem er að æra plötuúgefendur. Váleg tíðindi berast af fleiri vígstöðv- um tónlistarútgefanda. Í nýlegri úttekt breska blaðsins The ­Times er sýnt fram á klippt og skorið að við kaupum ekki að- eins færri geisladiska nú en við gerðum fyr- ir tveimur áratugum heldur borgum við einnig minna fyrir þá sem við kaupum en við gerðum áður. Verðlag á geisladiskum hefur að meðaltali hækkað hægar en almennt verðlag. Auðvitað eru eignarrétt- arbrot við dreifingu tónlist- ar ólíðandi og til lengdar drepur það alla nýsköpun ef enginn greiðir fyrir afnot af hugverkum annarra. Bylt- ingar krefjast hins vegar alltaf fórnarkostnaðar og svo virðist sem brot á höf- undarréttarlögum hafi verið nauðsynleg til að liðka fyrir nýjum dreifileiðum tónlistar og koma þeim að í almanna- vitund. Slíkt mun hins veg- ar breytast og tónlistarmenn eru sjálfir farnir að móta hegðun hlustenda. Til lengd- ar borgar alltaf einhver. Tónlistarmaðurinn Princ­e dreifði fyrr á þessu ári 2,5 milljónum eintaka af nýjustu breiðskífu sinni frítt með bresku sunnu- dagsblaði. Bara frítt. Skömmu seinna til- kynnti hann um fjölda tónleika og það seldist auðvitað upp á þá alla. Tekjumódel- ið hjá Princ­e breyttist einfaldlega. Útgáfu- fyrirtækið var tekið út fyrir sviga og stytt út á móti nefnara. Það vakti einnig talsverða athygli þegar hljómsveitin Radiohead fór áþekka leið. Hún tilkynnti nýverið að aðdáendur gætu hlaðið nýrri plötu niður af vefsíðu hljóm- sveitarinnar. Ekki nóg með það, heldur réðu menn einnig hversu hátt verð þeir greiddu fyrir hana - ef þeir vildu greiða fyrir hana á annað borð. Bleik er brugð- ið. Fyrir fram hefðu einhverjir spáð því að þetta væri glapræði hjá hljómsveitinni. Fáir, ef nokkrir, myndu láta fé af hendi rakna. Raunin varð hins vegar allt önnur. Á­ fyrsta sólar- hringnum seldi hljómsveit- in 1,2 milljónir platna um vefsíðu sína fyrir rétt um 5 milljónir punda, ef marka má umfjöllun breskra fjöl- miðla. Til samanburðar seldi sama hljómsveit rétt ríflega 300.000 eintök af síðustu breiðskífu sinni fyrsta daginn í Bandaríkj- unum. Ein vefsíða leysir útgáfufyrirtækið af hólmi. Það segir sig auðvit- að sjálft að ekki eru allar hljómsveitir í sömu að- stöðu og Radiohead og Princ­e, sem eiga mun greiðari leið en flestir aðrir inn í iPoda manna vegna sögu sinnar - sem m.a. var búin til af tónlistarútgefendum. Hins veg- ar er ljóst að svartagallsraus þeirra sem héldu því fram að Netið myndi ganga af tónlistinni dauðri var ekki á rökum reist. Þvert á móti geta tónlistarmenn átt von á auknum tekjum nú þegar fjárfrekur milli- liðurinn er óþarfur. Markaðurinn leysir alltaf vandann. Þetta sýnir hins vegar að það má treysta markaðnum - hann er til- búinn að greiða fyrir góða tónlist þótt dreifileiðin hafi breyst, meira að segja þeg- ar kaupendur eru bólugrafnir unglingar með takmarkaða markaðsþekkingu sem halda jafnvel að hin ósýnilega hönd þessa sama markaðar sé tölvuleikur! V Eins dauði er annars epli Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson Þegar þetta er skrifað eru nákvæmlega sex ár upp á dag frá því að fyrsti iPodinn kom á markað í Bandaríkjunum, 23. október 2001. Eftirleikinn þekkja allir og tæplega 120 milljónir eintaka af iPod hafa verið seldar undanfarin sex ár. Apple hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og ekki sér fyrir enda n á ve hátt gengi hlutabréfa félagsins ver ur. Þannig jókst hagnaður þess um ríflega 60% á síðasta ársfjórðungi, félagið er á fleygiferð á NASDAQ-markaðnum og gengi þess er í sögulegu hámarki. Naps er-kynslóðin hóf hljóðláta byltingu. Í kringum síðustu aldamót vantaði lausn til að hlusta á MP3-tónlistarskrár á handhægan máta án þess að þurfa að ganga um með fartölvu. Til að koma byltingunni á næsta þrep þurfti öfluga geymsluleið og handhægan máta til að hlusta á stafræna tónlist. Ipodinn var kall og svar tímans og einfaldaði gríðarlega ferlið í heild sinni. Geisladiskurinn galt fyrir þessa þróun dýru verði. Það er alltaf erfitt að spá – sérstaklega um framtíðina. Þess vegna hefur reynst vel að rýna í sögulegar tölur og það leynir sér ekki að sala á geisladiskum er í frjálsu falli. Það sem af er þessu ári hefur salan dregist saman um 10% í Bretlandi, um 15% í Bandaríkjunum, 25% í Frakklandi og um 35% í Canada. Tónlistarsölurisinn HMV tilkynnti nýverið um að hagnaður félagsins hefði dregist saman um helming á fyrri hluta ársins og Richa d Branson – vinal gi milljarðamæringurinn – hefur ákveðið að selja Virgin mega búðirnar, eftir þrálátan taprekstur að undanförnu. Á sama tíma hafa sölutölur Apple rokið upp, að því er virðist í öfugu hlutfalli við sölutap plötuútgefanda. Ipodinn leikur lykilhlutverk í þessari hljóðlátu byltingu sem er að æra plötuúgefendur. Mynd 1. Sala á iPod, 2001-2007 Váleg tíðindi berast af fleiri vígstöðvum tónlistarútgefanda. Í nýlegri úttekt breska blaðsins The Times er sýnt fram á klippt og skorið að við kaupum ekki aðeins færri geisladiska nú en við gerðum fyrir tveimur áratugum heldur borgum við einnig minna fyrir þá sem við kaupum en við gerðum áður. Verðlag á geisladiskum hefur að meðaltali hækkað hægar en almennt verðlag. Nap­st­er-kyn- slóð­in hóf hljóð­- lát­a bylt­ingu. Í kringum síð­ust­u aldamót­ vant­- að­i lausn t­il að­ hlust­a á MP3- t­ónlist­arskrár á handhægan mát­a án þess að­ þurfa að­ ganga um með­ far- t­ölvu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.