Vísbending


Vísbending - 16.11.2007, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.11.2007, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 4 4 . t b l . 2 0 0 7  Ósjaldan er því haldið fram að Íslendingar séu rík þjóð. Er þá yfirleitt verið að vísa til þess að landsframleiðsla á mann sé meiri hér en hjá flestum öðrum. Þetta ríkidæmi virðist síðan hafa ýmislegt í för með sér. Kröfur um ýmsar umbætur verða auðvitað bæði skiljanlegri og hærri þegar smjör virðist drjúpa af hverju strái en einnig hefur ver- ið nefnt að þetta ríkidæmi leggi okkur sérstakar skyldur á herðar í samfélagi þjóð- anna. Allt er þetta gott og blessað en engu að síður held ég að það sé rétt að staldra að- eins við og velta nánar fyrir sér í hverju þetta ríkidæmi Íslendinga er fólgið og hvernig það er mælt. Gallinn er sá að fyrr- nefndur mælikvarði, verg landsframleiðsla á mann, segir ekki nema hluta sögunnar þegar verið er að meta ríkidæmi þjóða. Framleiðslan er flæðistærð, hún segir með öðrum orðum hve mikið er framleitt af vöru og þjónustu á ákveðnu tímabili. Mælikvarðinn segir minna um mikilvæga þætti eins og það hvernig við framleiðum eða hver framleiðslan var í fortíðinni eða verður í framtíðinni. Það þarf ekki mikla yfirlegu til að sjá að ef við ætluðum að bera saman ríki- dæmi tveggja einstaklinga væri vafasamt að líta einungis til tekna þeirra á ákveðnu tímabili. Einstaklingur sem á miklar eign- ir, t.d. húseignir, og hefur 300 þúsund krónur í mánaðarlaun er ríkari, í efnahags- legum skilningi, en sá sem á ekkert, eða minna en það, en hefur 400 þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Sam­an­burður við ön­n­ur lön­d Með þetta í huga er áhugavert að velta fyr- ir sér efnahagslegu ríkidæmi Íslendinga. Ísland hefur lengstum verið harðbýlt land, langt í burtu frá meginlandi Evrópu og Ameríku. Þjóðin er fámenn í stóru landi og ber ýmislegt enn þess merki. Enn finn- ast einbreiðar brýr á hringveginum, lítið er um byggingar og önnur mannvirki frá fyrri öldum og svo mætti lengi telja. Iðnvæðing hófst enda síðar á Íslandi en í flestum öðrum löndum Evrópu. Síðasta öld var eitt mesta uppbyggingartímabil í sögu þjóðarinnar, sjávarútvegurinn var iðnvæddur, seinni heimsstyrjöldin og her- setan leiddu til uppbyggingar vega og flug- valla og þannig mætti lengi telja. Á­ seinni hluta aldarinnar dró úr höftum bæði innanlands og í viðskiptum við útlönd, Íslendingar skrifuðu undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og stórfelld einkavæðing og útrás íslenskra fyrirtækja fylgdu í kjölfarið. Tvennt má ekki gleymast í þessu sam- bandi. Í fyrsta lagi var líka uppgangur í mörgum öðrum löndum Evrópu eftir stríð (af skiljanlegum ástæðum) og í öðru lagi var Ísland trúlega fátækara en flest önnur lönd Vestur-Evrópu í byrjun 20. aldar. Til gamans hef ég tekið saman nokkrar tölur til að reyna að varpa ljósi á raunveru- legt ríkidæmi Íslendinga í samanburði við „­þær þjóðir sem við berum okkur venju- lega saman við“. Það er einkum tvennt sem mig langar til að skoða, annars vegar hvað við hlutum í arf, ef svo má að orði komast, og hins vegar hve miklar eignir Íslendingar eiga í útlöndum. Það verður ekki nóglega áréttað að þessar tölur ber ekki að taka of hátíðlega heldur er hér í besta falli um að ræða einhvers konar vís- bendingar. Skoðum fyrst samanburð á því hvað Ís- lendingar hafa hlotið í arf miðað við aðrar þjóðir. Þá á ég ekki við menningarlega eða félagslega arfleifð heldur efnahagslega arf- leifð. Löngum hefur fámenni þjóðarinnar gert allan samanburð annan en „­á mann“ gagnslausan og mun ég því notast við hann hér. Það er hins vegar vert að geta þess að slíkur mælikvarði fegrar trúlega myndina hvað Ísland varðar í samanburði við ýmis önnur lönd. Má þar nefna ýmis fögur mannvirki í borgum og bæjum, samgöngumannvirki og þess háttar fyrir- bæri sem bera í sér ákveðna eiginleika sem flokka má til almannagæða. Það er nánast ómögulegt að finna tölur um eignamyndun og eignir aftur í tímann sem eru sambærilegar milli þjóða. Hins vegar hefur hinn heimsþekkti hagsögu- fræðingur Maddison og samstarfsmenn hans tekið saman tölur um verga lands- framleiðslu margra landa langt aftur í tímann og sett á fast verðlag. Ef vel ætti að vera þyrfti að draga út úr þessum töl- um hlutfall fjárfestinga, eðli þeirra og líf- tíma, skuldir og ýmislegt fleira en þess er ekki kostur hér. Til gamans tók ég engu að síður saman hver væri uppsöfnuð fram- leiðsla nokkurra Evrópuríkja frá 1950 til ársins 2006 á föstu verðlagi. Í þessa heild- arsummu má síðan deila með mannfjöld- anum í hverju landi. Þannig fæst reyndar ekki út arfur hverrar þjóðar á mann en engu að síður má gera því skóna að þetta segi eitthvað um hve mikil framleiðslan hefur verið miðað við mannfjölda ef ekki Eru Íslen­din­g­ar rík þjóð? Gunnar Ólafur Haraldsson hagfræðingur framhald ­á ­bls. ­4 Reikn­að ­í ­Ban­daríkjadölum ­1990. ­Heimild: ­Út­reikn­in­g­ar ­höfun­dar. Mynd 1. Up­p­söfnuð­ VLF á mann í nokkrum löndum á t­ímabilinu 1950-2006 Það er nánast ómögulegt að finna tölur um eignamyndun og eignir aftur í tímann sem eru sambærilegar milli þjóða. Hins vegar hefur hinn heimsþekkti hagsögufræðingur Maddison og samstarfsmenn hans tekið saman tölur um verga landsframleiðslu margra landa langt aftur í tímann og sett á fast verðlag. Ef vel ætti að vera þyrfti að draga út úr þessum tölum hlutfall fjárfestinga, eðli þeirra og líftíma, skuldir og ýmislegt fleira en þess er ekki kostur hér. Til gamans tók ég engu að síður saman hver væri uppsöfnuð framleiðsla nokkurra Evrópuríkja frá 1950 til ársins 2006 á föstu verðlagi. Í þessa heildarsummu má síðan deila með mannfjöldanum í hverju landi. Þannig fæst reyndar ekki út arfur hverrar þjóðar á mann en engu að síður má gera því skóna að þetta segi eitthvað um hve mikil framleiðslan hefur verið miðað við mannfjölda ef ekki er mikill munur milli landa og tímabila á hlutfalli fjárfestinga, neyslu og fleiri hluta. Á mynd 1 má sjá hverju þessi æfing skilar. Mynd 1: Uppsöfnuð VLF á mann í nokkrum löndum á tímabilinu 1950-2006 Reiknað í Bandaríkjadölum 1990. Heimild: Útreikningar höfundar. Til samanburðar valdi ég Norðurlönd n og ýmis nnur lönd í Evrópu. Mælt á þennan vafasama mælikvarða eru það einungis Írar sem hafa framleitt minna en Íslendingar á tímabilinu miðað við mannfjölda. Þetta æt ti svo sem ekki að koma á óvart. Eftir seinni heimsstyrjöldina var uppbygging Evrópu nauðsynleg og víða þurfti að byggja borgir og samgöngumannvirki aftur frá grunni. Það sem vekur hins vegar athygli er hve mikill munurinn er. Samkvæmt þessu var framleiðslan um 20% meiri í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en hér á landi, mælt sem summa framleiðslu tímabilsins á hvern þegn í dag. Munurinn er enn meiri sé litið til ríkustu þjóðanna. Þá stöndum við einnig þjóðum eins og Frökkum og Ítölum að baki og eru það ekki þjóðir sem við höfum hingað til borið okkur mikið saman við. Enn og aftur vara ég við því að taka þessum tölum sem heilögum sannleik en samanburðurinn er engu að síður áhugaverður. Gaman hefði verið að líta lengra aftur í tímann en til þess skortir okkur gögn. Eignir í útlöndum Hitt fyrirbærið sem gaman er að gefa gaum eru eignir Íslendinga í útlöndum. Eins og flestir vita hefur bein erlend fjárfesting Íslendinga aukist hröðum skrefum á síðustu árum og af umræðunni mæt ti

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.