Vísbending


Vísbending - 02.05.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.05.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Mál fars ráð gjöf: Mál vísindastofnun Há skólans. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Meðan Sósíalistaflokkurinn var og hét héldu liðsmenn hans því oft fram að sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson myndi hafa stutt þeirra málstað gegn er- lendum her og inngöngunni í NATO. Þetta var harla broslegt á sinni tíð og nú er Jón hættur að krefjast þess að Ísland gangi úr NATO. Ragnar Arnalds segir nú í grein í Morgunblaðinu þann 30.4. að Bjarni Benediktsson hafi verið eindreginn andstæðingur þess að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Jafn- framt vitnar Ragnar í Benedikt Sveinsson, föður Bjarna og afa undirritaðs, málstað sínu til stuðnings. Auðvitað er útilokað að segja til um hvaða skoðanir löngu liðnir menn hefðu haft á málefnum líðandi stundar. Bjarni var forgöngumaður um að Ísland gengi í EFTA gegn harðri and- stöðu Ragnars. Bjarni sagði árið 1970 um ástæður inngöngu: „Efnahagsörðugleikar undanfarinna ára áttu þar ríkan hlut að til hvatningar ... “ Árið 1961 sagði hann um Efnahagsbandalagið: „Fylgjumst með því sem gerist og gætum þess, eftir því sem föng eru á, að eftir hagsmunum okkar og þörfum sé munað. Íslendingar mega ekki fremur í þessu en öðru verða aftur úr alþjóðlegri þróun. Við verðum að vera reiðubúin til þess að leggja af mörkum það, sem með sanngirni verður af okkur krafizt. En þar verður sanngirnin að vera á alla vegu.“ (Mbl. 2.12. 1961). Bjarni hafði hins vegar öðrum betra lag á því að festa sig ekki í kreddur. Á unga aldri hafði hann litla trú að samstarfi Íslendinga við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þegar hann hafði kynnst því taldi hann þjóðinni það ómissandi. Á hátíðafundi í tilefni af því að 100 ár voru frá fæðingu Bjarna fjallaði Þór Whitehead um hernáms- andstæðinginn Bjarna Ben. Bjarni var nefnilega andsnúinn hernámi Breta á Íslandi árið 1940 en hann varð borgarstjóri það ár. Hann gerði hernámsliðinu enga greiða og var andsnúinn flugvelli þeirra í Reykjavík. Þá hefðu þeir Bjarni og Ragnar Arnalds getað staðið saman um kröfuna: Herinn burt! Bjarni taldi hins vegar enga minnkun að því að skipta um skoðun er aðstæður breyttust. Það geta hyggnir stjórnmálamenn. bj 4 V í s b e n d i n g • 1 6 . t b l . 2 0 0 8 Bjarni Ben. og EBÁ hnjánum? Sturla Böðvarsson skrifar grein í Morg-unblaðið 2. maí 2008 um Ísland og Evrópusambandið. Sturla hefur efasemd- ir um að umsókn og innganga í ES sé heppileg á þessum tíma. Hann fjallar um málin af meiri hófsemi en margir efasemd- armenn. Þess vegna er gagnlegt að rekja og ræða röksemdir í greininni. 1. Sérstaða. Sturla byrjar á sérstöðu Ís- lendinga. „Þegar umræður um aðild okkar að Evrópusambandinu hafa nú gerst stríð- ari en áður er mikilvægt að meta aðstæður okkar rétt. Staða Íslands er á margan hátt einstök.“ Þetta er auðvitað rétt en ætli flestar aðildarþjóðanna séu ekki einstakar, hver með sínum hætti. Okkar er hins veg- ar að huga að sérstöðu Íslands því ekki verða aðrir til þess. 2. Virðing Alþingis. Næst víkur Sturla að Jóni Sigurðssyni og arfleifð hans. Jón Sigurðsson var mikill talsmaður frjálsra viðskipta og þess að þjóðir ættu samskipti á jafnréttisgrunni. Sturla: „Mun hið háa Alþingi, sem var stofnað á Þingvöllum árið 930 og hefur verið stolt okkar Íslendinga, njóta sæmd- ar og hafa þau áhrif sem því ber innan Evrópusambandsins?“ „Það virðist vera þann- ig að áköfustu áhugamenn um inngöngu í Evrópusambandið láta lönd og leið for- sendur fyrir fullveldi og sögulega stöðu okkar sem sjálfstæð þjóð með elsta þjóð- þing veraldar. Þeir varpa öllum gildum fyrir róða nema stundarhagsmunum okkar og mæla öll gæði í krónum eða evrum.“ Allar þjóðirnar halda sínum þjóðþing- um sem eru valdamikil. Evrópulöggjöfin hefur hins vegar áhrif á löggjöf landanna á þeim sviðum sem sambandið nær til. Nú þegar eru um 20% laga sem Alþingi setur með uppruna í EES-samningnum. 3. Töfralausn. „Það eru á lofti kraft- miklar kenningar um vaxandi velsæld til sjós og lands í skjóli Evrópusambands- ins. Þær kenningar eru settar fram af fólki sem við hlustum á og metum.“ Mikilvægt er að tala ekki eins og aðild að ES sé töfrasproti sem breyti öllu í einu vetfangi, hvorki til hins betra eða verra. Sturla segir: „Ýmsir virðast nú vilja leita eftir skjóli innan Evrópusambandsins þegar við höfum hreppt mótvind um stund og telja þá leið eina færa.“ Þetta á eflaust við um einhverja en þeir sem hafa kynnt sér málin vita að Íslend- ingar verða ekki teknir inn í ES daginn eftir að þeir sækja um aðild jafnvel þó að menn falli frá öllum fyrirvörum. Jafnvel hörðustu Evrópusinnar hljóta að gera sér grein fyrir því að ferillinn að aðild tekur nokkur ár og þá árar vonandi ekki eins og nú. 4. Kosningar. „Utanríkisráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, hefur varpað því fram að í næstu kosningum, sem verða ekki seinna en árið 2011, verði í raun og veru kosið um aðild okkar Íslendinga að Evrópusambandinu.“ Flestir stjórnmála- menn gera sér skýra grein fyrir því að af- staða til ES-aðildar er þvert á flokkalínur. Þess vegna er eðlilegt að efnt sé til þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. Líklega væri betra að hafa þær tvær en eina; fyrst um hvort hefja skuli viðræður og svo um inn- göngu undir þeim skilyrðum sem þá verða þekkt. Rétt væri að efna til fyrri atkvæða- greiðslunnar fyrir næstu alþingiskosningar. 5. Yfirstjórn auðlinda. „Aðild að Evrópusambandinu myndi kalla á breyt- ingar á auðlindanýtingu okkar.“ Þetta er alls ekki víst, en ákvörðun um heildarveiði hvers árs lægi hjá ráðherraráðinu en ekki sjávarútvegsráðherra eins og nú. Ráðið fengi hins vegar ráðleggingar frá Hafrann- sóknarstofnun og Vísindaráði ES. Líklegt verður að telja að ráð þessara vísindamanna vegi áfram mjög þungt. Eins og nú má búast við kvörtunum hagsmunaaðila þegar gripið verður til verndaraðgerða. 6. Væntingar. „Það ber umfram allt að varast að byggja upp óraunhæfar væntingar um stöðu okkar innan Evrópusambands- ins.“ Þetta er hárrétt hjá Sturlu en auðvitað gildir líka að andstæðingar aðildar eiga að fara með staðreyndir og haldbær rök. Að- eins þannig verður umræðan vitræn. 7. Rétti tíminn. „Við getum ekki og eigum ekki að koma á hnjánum til for- ystumanna Evrópusambandsins og óska inngöngu vegna efnahagslegra vandræða.“ Hér hittir Sturla naglann á höfuðið. Það væri beinlínis kjánalegt að koma til ES á hnjánum enda engin ástæða til. „Þeir sem halda að upptaka evru sé lausn alls vanda verða að huga að því að Evrópusambands- aðild fylgir ekki sjálfkrafa upptaka hins sameiginlega gjaldmiðils.“ Þetta er líka rétt en það er mjög æskilegt fyrir Íslend- inga að uppfylla skilyrðin, jafnvel þó að við hygðum ekki á aðild að myntsambandinu. Sturla segir ennfremur: „Lausn vanda okk- ar í efnahagsmálum er því áfram í okkar höndum um sinn.“ Þetta er laukétt. Aðild að ES getur ekki bjargað Íslendingum úr þeirri kreppu sem þeir eru í núna en hún gæti dregið úr áhrifum þeirrar næstu. 8. Fordómalaus umræða. Sturla segir loks: „Ég tel mikilvægt að stjórnmálamenn ræði fordómalaust þá stöðu sem uppi er.“ Gott væri ef stjórnmálamenn almennt hefðu sömu skoðun og Sturla. Mestu skipt- ir að allir kynni sér raunverulegar reglur og löggjöf ES og móti sér skynsamlega skoðun um hvaða áhrif aðild hafi í raun. V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.