Vísbending


Vísbending - 23.05.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.05.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Mál fars ráð gjöf: Mál vísindastofnun Há skólans. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 1 8 . t b l . 2 0 0 8 Greiningarfyrirtækið Moody‘s á líklega enga eign stærri en trúverð- ugleikann. Þeir sem nýta greiningar fyrir- tækisins gera það í þeirri trú að vinnu- brögð séu vönduð í hvívetna. Menn ættu að geta treyst því að fyrirtækið meti alltaf fyrirtæki eða skuldabréf með sama hætti án tillits til þess hver á í hlut. Þetta hefur ekki verið svo. Matsfyrirtækin eru hvorki alvitur né eru þau alltaf sjálfum sér samkvæm. Moody‘s komst að því fyrir rúmu ári síðan að fyrirtækið hafði ofmetið einkunnir á nokkrum evrópsk- um skuldabréfum. Í stað þess að lækka matið ákvað fyrirtækið að þegja yfir vill- unni í rúmt ár. Sagt er að það sé mann- legt að skjátlast og enn mannlegra að reyna að fela mistökin. Matsfyrirtæki hafa gert mörg mistök undanfarin ár. Moody‘ gaf öllum íslensku bönkunum hæstu einkunn í fyrra vegna þess að þeir væru með óbeina ríkisábyrgð. Nokkrum vikum seinna lækkaði fyrirtækið matið aftur þegar hlegið var að því um heim allan. Bandarísku húsbréfavöndlarnir voru taldir afar öryggir. Enginn virtist velta því fyrir sér að rusl verður áfram rusl þó að því sé vöndlað saman. Nýlegt dæmi sýnir hve trúverð- ugleiki skiptir miklu máli. Endurskoð- unarfyrirtækið Arthur Andersen rúllaði á hausinn á örfáum dögum vegna þess að ekkert stórfyrirtæki vildi skipta við endur skoðendurna sem höfðu skrifað upp á reikninga Enrons og settu svo óþægileg fylgiskjöl í tætarann. Þó voru margir bestu endurskoðendur heims starfsmenn þar, menn sem máttu ekki vamm sitt vita. Örfá skemmd epli (menn sem vildu fyrst og fremst upp- fylla kröfur yfirmanna Enrons) eyði- lögðu allt fyrirtækið. Ekki er gott að segja hverjar afleiðingarnar verða fyrir Moody‘s eða önnur matsfyrirtæki en atburðir undanfarinna daga kalla á nýjar aðferðir. Hérlendis er návígi mikið og oft kvartað undan því að umhverfið sé óvægið. Í raun hefur þó líklega verið tekið á fyrirtækjum með silkihönskum. Óþægilegum staðreyndum er sópað undir teppið og gagnrýnin umræða er tekin sem móðgun. Fjölmiðlar þurfa trúverðugleika, rétt eins og endurskoð- endur og matfyrir tæki. bj Æ, sagði ég öruggt? hagfræðingur Jónas H. Haralz Í ræðu sem aðalbankastjóri bandaríska seðlabankans (Federal Reserve) Alan Greenspan flutti í Washington 5. desember 1996 spurði hann hvernig unnt væri að vita hvenær órökstuddar ofurvæntingar (irrational exuberance) hefðu lyft verðmæti eigna í þær hæðir þar sem hrun hlyti að vera framundan. Þeir sem með stjórn peningamála færu gætu að vísu látið sig slíkt litlu skipta ef atburðarásin ógnaði ekki kjarna hagkerfisins sjálfs, framleiðslu, atvinnu og stöðugleika verðlags. En það mætti samt sem áður ekki vanmeta þau flóknu tengsl sem lægju á milli markaða fyrir hlutabréf og aðrar eignir og kjarna hagkerfisins. Ofurvæntingar Í ljósi þessara ummæla, sem urðu víðfræg vegna ofurvæntinganna, undruðust margir að bandaríski seðlabankinn, undir forystu Greenspans, skyldi ekki skerast í leikinn á næstu árum og leitast við að ná loftinu úr þeirri miklu verðbólu sem myndast hafði á hlutabréfamarkaði, ,,netbólunni“ svonefndu. Í sinni merku og áhugaverðu bók endurminninga, sem kom út seint á síðastliðnu ári (The Age of Turbulance), lýsir Greenspan því hvers vegna þetta var ekki gert. Það var í fyrsta lagi talið álitamál að hve miklu leyti verðhækkun hlutabréfa væri byggð á raunhæfum grunni mikillar framleiðniaukningar, og að hve miklu leyti á ofurvæntingum. Í öðru lagi, sem líklega skipti mestu máli, efuðust stjórnendur bankans um að árangur gæti náðst nema með mjög öflugum aðgerðum, það er gríðarlegri hækkun vaxta á skömmum tíma. Slíkt myndi hins vegar hafa stöðvað þann heilbrigða hagvöxt sem var meginmarkmið bankans. Lækningin gæti orðið skaðlegri en sjúkdómurinn sjálfur. Niðurstaðan varð því sú að bankinn skyldi halda sig við að tryggja stöðugleika í verðlagi afurða og þjónustu, en ekki freista þess að hafa áhrif á verðlag eigna. Þá myndi jafnframt verða unnt að beita skjótri lækkun vaxta og aukningu á framboði lausafjár ef hrun hlutabréfa leiddi til snöggs samdráttar í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að þessi afstaða hefði orðið ofan á árið 2000, brást bandaríski seðlabankinn við verðhækkunum á fasteignamarkaði með hækkun stýrivaxta í maí árið 2004. Frá þessu skýrir Greenspan síðar í bókinni, í kafla sem nefnist ,,Ráðgátan“ (,,The Conundrum“). Þá gerðist það að vextir tíu ára ríkisskuldabréfa fylgdu ekki eftir hækkun stýrivaxta bankans, heldur beinlínis lækkuðu í kjölfar slíkrar hækkunar. Þetta hafði aldrei gerst áður nema í lok tímabils vaxtahækkana, þegar verðbólguvæntingar höfðu verið komnar á niðurleið. Hið sama endurtók sig snemma árs 2005 að lokinni frekari hækkun stýrivaxta. Í þessu var sú ráðgáta fólgin sem Greenspan segir að hafi tekið nokkurn tíma að átta sig á. Lausn gátunnar var að um alþjóðlega atburðarás væri að ræða. Í stuttu máli sagt hefði tækniþróun og hnattvæðing leitt til minnkandi verðbólgu og lækkandi langtímavaxta um heim allan, sem gerði beitingu stýrivaxta ómarkvissa. Þetta hefði ekki gerst allt í einu heldur í áföngum frá þeim tíma sem umbreytingar efnahagsmála hófust í Kína í lok áttunda áratugarins og Ráðstjórnarríkin liðu undir lok og kalda stríðinu lauk um áratug síðar. Samfara þessu hefðu örar tækniframfarir á Vesturlöndum, tengdar tölvuþróun, komið til sögunnar og haft áhrif um heim allan. Þá hefðu orðið miklar umbætur í tilhögun og stjórn efnahagsmála hvarvetna í þróunarlöndum. Það léti nærri að meir en einn milljarður vinnandi manna í Kína, fyrrum austantjaldslöndum, Indlandi og öðrum þróunarlöndum hefði orðið hluti hins virka hagkerfis heimsins á þessum árum. Þeim fjölda hafa jafnframt fylgt miklir fjármunir inn á alþjóðlega fjármagnsmarkaði þar sem hneigð þessara þjóða til sparnaðar, og þá einkum Asíuþjóðanna, sé mun meiri en á Vesturlöndum. Verðbólga hefði, með örfáum undantekningum, hvarvetna látið undan síga, og í þróunarlöndum hefði hún að meðaltali lækkað úr 50% á tíunda áratugnum í 5% árið 2006, jafnframt því sem mörg þróunarlanda hefðu getað selt skuldabréf á hóflegum vöxtum í eigin gjaldmiðli. Röng lækning? Sé lausn ráðgátunnar sú sem Greenspan og félagar hans töldu sig komast að er ljóst að stjórn peningamála heimsins hefur í lok síðustu aldar og í upphafi hinnar nýju farið fram við óvenjuhagstæðar aðstæður. Mun erfiðara verður á komandi árum að halda þeim stöðugleika verðlags sem er ein af helstu forsendum góðs og varanlegs hagvaxtar en verið hefur á tímum hinna miklu umbreytinga. Síðasta kafla bókar sinnar ver Greenspan til þess að búa eftirmenn sína undir það tímabil. Eitt af því sem þá kemur til athugunar er það hvernig bregðast eigi við ofurvæntingum á eignamörkuðum. Frá íslenskum sjónarhóli vekur frásögn Greenspans og þau sjónarmið sem hann hefur fram að færa þá spurningu hvort ráðgátan hafi ekki verið sama eðlis hér á landi og í Bandaríkjunum. Hvort háir vextir sem áttu að slá á ofurvæntingar hafi ekki öllu heldur dregið að fljótandi alþjóðlegt fjármagn, fært bönkunum lausafé og blásið upp væntingar. Það er að minnsta kosti eitt af því sem huga verður að þegar skipan peningamála kemur til endurskoðunar. V Ráðgátan

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.