Vísbending


Vísbending - 06.06.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.06.2008, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 2 0 . t b l . 2 0 0 8 3 Fyrir hvað fá stjórnendur í rauninni greitt? Það er misskilningur að þeir fái greitt fyrir það eitt að mæta í vinnuna. Þeir fá fyrst og fremst greitt fyrir að geta tekið réttar ákvarðanir. Ákvörðun er að mörgu leyti magnað fyrirbæri. Hún kostar í raun lítið sem ekkert. Það eru afleiðingar hennar sem eru kostnaðarsamar eða ábatasamar. Ákvörðun sem tekin er í dag kann að skila miklum ávinningi í framtíðinni. Hún kann einnig að valda miklum vandræðum, kostnaði og tjóni. Ákvörðun er mikilvæg tímamót sem marka endalok vangaveltna og upphaf athafna með tilheyrandi útgjöldum. Það sætir því furðu hversu lítil áhersla er lögð á upplýsta ákvarðanatöku og hve litlum tíma er oft og tíðum varið til hennar. Oft er með ráðum gert að kasta höndum til ákvörðunartökunnar. Aðalatriðið er ekki að hámarka ávinningurinn eða lágmarka kostnaðinn heldur sérhags- munir. Galdurinn felst í að koma verk- efninu af stað í þeirri vissu að það verður ekki stöðvað sama hve vitlaust og óarðbært það er. Ákvarðanir sem mótast af sérhagsmunum, fífldirfsku og blekk- ingum með tilheyrandi framúrkeyrslu kostnaðar eru stórt vandamál hér á landi sem annarsstaðar. Ekki er víst að þessi bók geri mikið fyrir þá sem þannig hugsa. Þeir munu fara sínu fram eftir sem áður enda yfirleitt ekki að hætta sínum peningum heldur annarra manna fé. Öðru máli gegnir þegar ákvarðanir eru teknar með góðum ásetningi um ávin- ning en þekkinguna skortir. Þessi bók er ætluð þeim sem óska þess að taka betri ákvarðanir. Vandamál ákvörðunartöku er fyrst og fremst óvissan um niðurstöðuna. Ef engin er óvissan liggur ljóst fyrir hvað gera á. Ef óvissa ríkir um niðurstöðuna þýðir það jafnframt að fleiri en einn valkostur kemur til greina. Besti valkosturinn er sá sem gefur mestan ávinn- ing í aðra hönd þegar tekið hefur verið tillit til áhætt- unnar. Áhætta er sá atburður, eða atburðir, sem getur lagt stein í götu okkar og stefnt markmiðum okkar um ávinning í voða. Áhætta því er greind í aðstæður sem geta komið upp, lík- indin á að slíkt hendi og afleiðingarnar sem fylgja í kjölfarið ef aðstæð- urnar verða að veruleika. Tækifæri er á hinn bóginn sá atburður, eða atburðir, sem getur lagt okkur lið við að ná fram mark- miðum okkar. Tækifæri eru greind á sama hátt. Áhættu og tækifæri má því líta á sem tvær hliðar á sömu mynt. Því má líta svo á að þessi bók kenni í senn hvernig forðast má stærstu boðana og grípa bestu tækifærin. Leiða má rök að því að aldrei hafi upp- lýst ákvörðunartaka skipt okkur meira máli. Við lifum á öld risaverkefna og risaákvarðana. Þótt aðeins sé litið örstutt fram á veginn blasa við sum af stærstu viðfangsefnum Íslandssögunnar. Ákvarð- anir um gjaldmiðilinn, samfélagsgerðina og framtíðarsýn landsins í bráð og lengd eru aðkallandi. Þess utan eru í vinnslu eða undirbúningi risaverkefni á sviði sam- gangna, orkuvirkja, listastarfsemi og heil- brigðismála. Ekki verður annað sagt en sporin hræði. Mörgum kann að vera í fersku minni svonefnt Grímseyjarferjumál, REI málin, að ekki sé minnst á umdeildar ákvarðanir um stuðning við stríðs- rekstur í Írak, eftirlaunalög alþingismanna, einkavæðingu, frumvarp um fjölmiðla svo aðeins fáeinar ákvarðanir séu nefndar sem líklega hefðu þolað betri ígrundun. Mann- virkjagerð á vegum hins opinbera Áhætta, ákvarðanir og óvissa er síðan kapítuli út af fyrir sig en sáralitlar líkur eru á að slíkar fram- kvæmdir standist áætlanir. Þetta er skrifað 5. júní 2008. Þótt aðeins sé litið til frétta undanfarna daga blasa við tilefnin til að hafa áhyggjur við. Tónlistarhúsið glæsilega við Reykja- víkurhöfn gæti kostað upp undir tvöfalt það sem áætlað var upp- haflega. Hátæknisjúkra húsið átti upphaflega að kosta 50 milljarða en nú er rætt um mun hærri tölur! Deilt er af móð um opinberar framkvæmdir eins og vegagerð í kringum Tón- listarhúsið, flugvöllinn í Vatnsmýri, hafnarmann- virki á Landeyjarsandi, nýjan Herjólf, skipulag miðbæjarins, hvalveiðar, aflamark, Grímseyjar- ferju, Héðinsfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng, stjórn- sýslu í Reykjavík... list- inn er langur. Því miður segir reynsl- an okkur að margt af því sem núna ber hátt í umræðunni verði fórnar- lömb óupplýstrar ákvörð- unartöku. Góður ásetningur mun lúta í lægra haldi fyrir sérhagsmunum, skorti á faglegum vinnubrögðum, deilna um keisrans skegg og aukaatriði. Sérhags- munir eru erfiðir viðureignar en að greina aðalatriði frá aukaatriðum og ástunda betri vinnubrögð við ákvörðunartöku má vel bæta úr. Til þess er bókin Áhætta, ákvarðanir og óvissa ætluð. Bókin rekur sögu áhættustjórnunar og ákvörðunartökufræða til okkar samtíma. Hún útskýrir tilgang áhættustjórnunar og það verklag sem sem skal beita við ákvörðunartökuna. Sú grundvallartöl- fræði sem kunna þarf skil á er sett fram og útskýrð á einfaldan hátt. Ítarlega er farið í þá þætti í mannlegu fari sem hafa áhrif á ákvörðunartökuna og afvegaleiða ákvörðunartakann á stundum. Þá eru helstu verkfæri upplýstrar ákvörðunar- töku s.s. áhættumat, ákvörðunarlíkön, framhald á bls. 4 Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur Bók Þórðar Víkings Friðgeirs- sonar „Áhætta, ákvarðanir og óvissa“ er framlag höfundar til að segja óvönduðum ákvörðun- um stríð á hendur. Þótt bókin sé í grunninn kennslubók er hún ekki síður ætluð stjórnend- um, stjórnmálamönnum, athafna- mönnum og frumkvöðlum í leit að þekkingu til að gera betur. Útgefandi bókarinnar er JPV- útgáfa í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Bókin rekur sögu áhættustjórn- unar og ákvörð- unartökufræða til okkar samtíma. Hún útskýrir tilgang áhættu- stjórnunar og það verklag sem sem skal beita við ákvörðunar- tökuna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.