Vísbending


Vísbending - 27.06.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.06.2008, Blaðsíða 1
Mynd 1: Verðmæti Kaupþings, Glitnis og Landsbankans sem hlutfall af heildarverðmæti markaðarins. Bankarnir í kröppum sjó Frá !ví a" bankarnir voru einkavæddir um sí"ustu aldamót hafa !eir vaxi" gífurlega hvernig sem á !a" er liti". #etta hefur gerst me" miklum fjárfestingum í ö"rum fjármálafyrirtækjum og örum innri vexti. Eignir bankanna hafa vaxi" úr 96% af landsframlei"slu ári" 2000 í nífalda landsframlei"slu. #eir hafa einnig láti" a" sér kve"a á al!jó"amarka"i. Glitnir er nú me" starfsemi í 11 löndum, Landsbanki Íslands í 16 löndum og Kaup!ing í 13. Bankarnir eru allsrá"andi á marka"i eins og sést á mynd 1. #ar sést hve marka"svir"i !eirra er stórt hlutfall af heildarmarka"svir"i allra fyrirtækja á marka"i. Til a" átta sig betur á áhrifum bankanna má sko"a beta-gildi !eirra. Beta-gildi hlutabréfa s$nir sveiflur !eirra sem hlutfall af sveiflum marka"arins. Beta-gildi bankanna eru öll mjög nálægt einum e"a frá 0,88 hjá Glitni upp í 1,14 hjá Kaup!ingi. #a" !$"ir a" bankarnir og marka"urinn hafa sveiflast vel í takt. Yfirleitt eru beta-gildi túlku" sem áhætta á a" eiga í stöku fyrirtæki umfram áhættu marka"arins í heild. Í tilfelli bankanna s$nir !a" hins vegar a" !eir hafa, vegna stær"ar sinnar, afgerandi áhrif á marka"i. Mynd 1 s$nir hvernig sveiflur marka"arins fylgja vel sveiflum Kaup!ings. Augljóst er a" íslenski marka"urinn er enn mjög einhæfur. #a" getur veri" áhyggjuefni. Mynd 1: Ver!mæti Kaup"ings, Glitnis og Landsbankans sem hlutfall af heildarver!mæti marka!arins. Heimild: Kauphöll Íslands Mynd 2: Úrvalsvísitalan blá á vinstri skala. Gengi bréfa í Kaup"ing rau! á hægri skala. Heimild: Kauphöll Íslands. 27. júní 2008 23. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Stóru viðskipta-bankarnir allsráðandi. Einhæfur markaður áhyggjuefni. Minnkandi áhættusækni og fjölbreyttari fjár- mögnun gæti komið bönkunum til bjargar. Ákafi bankanna í húsnæðislánum gæti leitt til heimatilbúinnar undirmálslánakreppu. Sértækar aðgerðir ríkisstjórnar minna á tíma þegar efnahagsaðgerðir voru daglegt brauð. 3 Vikurit um viðskipt og efn hagsmál Bankarnir í kröppum sjó V í s b e n d i n g • 2 3 . t b l . 2 0 0 8 1 annarra banka og fjármálafyrirtækja í formi skul avafninga og höfðu þannig einn g lí inn hvata til þess. Þess í stað var fólks freistað með gylliboðum. Hugsunarhátturinn var gjarnan á þá leið að þar sem húsnæðisverð leitar alltaf upp á við og bankarnir fengu veð í fasteignunum, þá skipti ekki öllu máli þótt lánin yrðu ekki greidd. Fólki voru boðnir lægri vextir fyrst um sinn og það þurfti jafnvel ekki að borga af höfuðstólnum strax. Svo þegar vextirnir hækkuðu lenti fólk í greiðsluerfiðleikum. Húsnæðisverð lækkaði vegna mikilla vanskila og veðin dugðu því ekki upp í lánin. Talið er að rúmlega milljón manns hafi misst hús sín í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fjármálafyrirtæki sem höfðu keypt slík lán í skuldavafningum þurftu að afskrifa lánin fyrir hundruð milljarða dollara. Ekki liggur ljóst fyrir hverjir nákvæmlega eiga þessa skuldvafninga og hefur mikil óvissa ríkt á mörkuðum. Tiltrú fjárfesta á fjármálamarkaði hefur minnkað og hafa fjármagnseigendur flúið með peninga sína í hrávöru eins og olíu. Þannig hefur verið erfitt fyrir banka og fjármálafyrirtæki að fjármagna sig. Jafnvel þó að íslensku bankarnir hafi fæstir átt nokkur undirmálslán hefur Frá því að bankarnir voru einkavæddir um síðustu aldamót hafa þeir vaxið gífurlega hvernig sem á það er litið. Þetta hefur gerst með miklum fjárfestingum í öðrum fjármálafyrirtækjum og örum innri vexti. Eignir bankanna hafa vaxið úr 96% af landsframleiðslu árið 2000 í nífalda landsframleiðslu. Þeir hafa einnig látið að sér kveða á alþjóðamarkaði. Glitnir er nú með starfsemi í 11 löndum, Landsbanki Íslands í 16 löndum og Kaupþing í 13. Bankarnir eru allsráðandi á markaði eins og sést á mynd 1. Þar sést hve markaðsvirði þeirra er stórt hlutfall af heildarmarkaðsvirði allra fyrirtækja á markaði. Til að átta sig betur á áhrifum bankanna má skoða beta-gildi þeirra. Beta- gildi hlutabréfa sýnir sveiflur þeirra sem hlutfall af sveiflum markaðarins. Beta-gildi bankanna eru öll mjög nálægt einum eða frá 0,88 hjá Glitni upp í 1,14 hjá Kaupþingi. Það þýðir að bankarnir og markaðurinn hafa sveiflast vel í takt. Yfirleitt eru beta-gildi túlkuð sem áhætta á að eiga í stöku fyrirtæki umfram áhættu markaðarins í heild. Í tilfelli bankanna sýnir það hins vegar að þeir hafa, vegna stærðar sinnar, afgerandi áhrif á markaði. Mynd 1 sýnir hvernig sveiflur markaðarins fylgja vel sveiflum Kaupþings. Augljóst er að íslenski markaðurinn er enn mjög einhæfur. Það getur verið áhyggjuefni. Breyttar aðstæður Á seinni hluta ársins 2007 fór að draga til tíðinda þegar fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum og Evrópu þurftu að afskrifa hundruð milljarða dollara af svokölluðum undirmálslánum. Ljóst er að óeðlilega var staðið að lánveitingum. Undirmálslán eru lán til þeirra sem hafa takmarkaða eða óþekkta greiðslugetu. Eru þau til komin út af framboði á ódýru lánsfé frá Asíu. Þegar aðstæður eru slíkar í langan tíma lækkar ávöxtunarkrafa á áhættusömum fjárfestingum og þær verða algengari. Algengt var að veðmangarar veittu lán fyrir hönd bankanna. Þeir fengu borgað eftir fjölda og umfangi viðskipta og höfðu lítinn hvata til þess að efast um greiðslugetu lánsþega. Bankarnir seldu lánin áfram til þetta haft meiri áhrif á þá en flesta erlenda banka. Fyrir utan almenna vantrú á fjármálamörkuðum gætu ástæður þess til dæmis verið þær að bankarnir hafi stækkað hratt, að íslenskur markaður sé ungur, vantrú sé á krónuna og íslenskt efnahagslíf eða orðrómur sé um áhlaup vogunarsjóða. Útrás bankanna hefur að miklu leyti byggst á lágum vöxtum á alþjóðamörkuðum og mikilli áhættusækni. Þeir hafa verið mjög háðir erlendum fjármálamörkuðum. Það gerir fjárfesta hrædda um að bankarnir geti ekki fjármagnað sig vegna vantrúar fjárfesta. Heppileg dýfa Í byrjun árs 2006 jókst skuldatryggingaálag bankanna. Gengi krónunnar lækkaði mikið í kjölfar þess að lánshæfismat þeirra lækkaði og þeir voru mikið gagnrýndir í erlendum fjölmiðlum. Sett var út á hraðan vöxt þeirra, krosseignatengsl og mikla yfirvofandi endurfjármögnunarþörf. Bankarnir brugðust fljótt við, meðal annars með betri upplýsingagjöf, minni krosseignatengslum og með því að lengja þann tíma sem þeir geta verið án aukafjármagns. Einnig hafa allir bankarnir aukið fjölbreytni í fjármögnun sinni, til dæmis með auknum innlánum. framhald á bls. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.