Vísbending


Vísbending - 04.07.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.07.2008, Blaðsíða 1
4. júlí 2008 24. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Hagfræðikenningar má nota til að skýra út mörg af athyglisverðustu fyrirbærum mannlífsins. Hægt er að fá íslenskar krónur að láni á 20% vöxtum en fáar greinar geta borið slíka byrði lengi. Íslenskir frumkvöðlar eiga vart heima í letjandi umhverfi Evrópusambandsins. Virtur erlendur prófessor fer frjálslega með stað- reyndir um íslenskt efnahagslíf. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 4 . t b l . 2 0 0 8 1 framhald á bls. 2 Hefðbundin viðfangsefni hagfræð-innar eru markaðir, verðbólga, hagvöxtur, gengi og fleira sem tengist efnahagslífi eða rekstri fyrirtækja. Verkfæri hennar eru ýmis módel sem byggjast yfirleitt á einhvers konar jafnvægi og oft er framboð og eftirspurn ekki langt undan. Ein helsta forsendan sem er yfirleitt gefin í öllum módelum er að fólk hugsi rökrétt. Það er einnig sú forsenda sem hefur verið gagnrýnd hvað oftast af öðrum fræðimönnum annarra sviða en þeim finnst þessi forsenda mikil einföldun sem eigi ekki við rök að styðjast í raunveruleikanum. Hún hefur þó hjálpað hagfræðingum mikið við að skilja viðfangsefni sín og módelin virðast skýra raunveruleikann ágætlega. Nú sjá hagfræðingar not fyrir módel sín á sífellt fleiri sviðum. Hefur það stuðlað að því að víkka sjóndeildarhring hagfræðinga og gert líkön þeirra betri. Einnig hefur það hjálpað fræðimönnum á öðrum sviðum að fá ferskt sjónarhorn á sitt sérsvið. Gary S. Becker Gary S. Becker var frumkvöðull í að horfa á félagsfræðileg viðfangsefni með augum hagfræðinnar. Þegar hann var að ljúka grunnnámi í Princeton varð hann mjög vonsvikinn þegar hann hafði áttað sig á því hvað viðfangsefni hagfræðinnar voru afmörkuð. Hann velti fyrir sér að skipta yfir í félagsfræði, en fannst félagsfræðibækurnar margar torskildar. Þegar hann fór í framhaldsnám í Chicago-háskóla 1951 kviknaði neistinn aftur, ekki síst fyrir tilstuðlan Miltons Friedmans. Friedman lagði mikla áherslu á að hagfræðikenningar væru ekki einhver leikur milli snjallra fræðimanna heldur væru þær öflugt verkfæri til þess að greina umheiminn. Becker sannfærðist um að hagfræðikenningar, einkum þær sem snúa að frjálsri verðmyndun á markaði, mætti nota til þess að skýra mörg af athyglisverðustu fyrirbærum mannlífsins. Í doktorsritgerð sinni fjallaði hann um hagfræðileg áhrif fordóma á tekjur, atvinnustig og atvinnugreinar. Landvinningastefna hagfræðinnar Hann skrifaði svo stuttu síðar bókina „Economics of Discrimination“ um sama umfjöllunarefni. Hann komst að þeirri niðurstöðu að sá sem mismunar tapi ekki síður en sá sem er mismunað. Þeir sem mismuna fá síður hæfustu menn í vinnu. Hinir sem er mismunað fá síður atvinnu og lægri laun ef þeir komast í vinnu, og þannig tapa fyrirtækin líka á því að geta selt minna til neytenda. Becker gaf sér þá forsendu að þeir sem mismuna hafi löngun til þess og fái eitthvað út úr því. Því geti mismunun átt sér stað á samkeppnismarkaði. Þegar samkeppni eykst verður þessi smekkur dýrari, sérstaklega í formi fórnarkostnaðar. Mismunun er því minnst í þeim greinum atvinnulífsins þar sem mest samkeppni ríkir. Þeir sem mismuna verða að sætta sig við minni hagnað og til lengri tíma hlýtur vinnuveitendum sem mismuna að vera skipt út. Langlífi launamismunar vegna kynþáttar mætti hugsanlega rekja til annara ástæðna, eins og að mismununin eigi sér stað áður en viðkomandi kemur út á vinnumarkaðinn eða þá að aðrir neytendur hafi einnig löngun til mismununar. Becker bauð einnig upp á leiðir til þess að rannsaka hvort raunveruleg mismunun ætti sér stað. Ef til dæmis þeir sem lána fjármagn eru sagðir mismuna, þá ættu þeir sem er ekki mismunað að ná að meðaltali hærri ávöxtun á fjármagninu. Með bókinni „Theory of the Allocation of Time“ gaf Becker hagfræðingum nýja sýn á neyslu og framboð vinnuafls, með aukinni áherslu á kostnað í formi tíma. Tímafrek gæði eru dýrari fyrir hálaunafólk en láglaunafólk. Það eyðir því frítíma sínum á annan hátt. Þeir efnameiri eyða minni tíma í frí en aðrir, en á hinn bóginn eyða þeir meiri peningum í frítímanum. Þannig fara þeir frekar í óperuna, á dýra veitingastaði og snekkjur meðan hinir efnaminni fara frekar í körfubolta eða horfa á sjónvarpið. Becker hefur mikið rannsakað mannauð og meðal annars hvernig einstaklingar „fjárfesta“ í sjálfum sér í formi menntunar eða kunnáttu. Fólk velji sér þann feril sem mun gefa mest af sér miðað við færni og áhugamál. Í einu umdeildasta verki sínu skoðaði hann barneignir á sama hátt og hverja aðra neysluvöru þar sem fjöldi þeirra réðist af framboði og eftirspurn. Konur á háum launum eru ólíklegri til að eignast börn en konur á lágum launum því að fórnarkostnaður þeirra í tíma er hærri. Þegar réttur og menntun kvenna eykst þá vex fórnarkostnaður þeirra við að eignast börn. Um glæpamenn vildi Becker meina að þeir vægju saman ávinning af glæpunum, viðkomandi refsingu og líkurnar á því að nást. Eftir frekari rannsóknir komst hann að því að líkurnar á því að nást vegi miklu þyngra heldur en þyngd refsinga og því væri fjármunum betur varið í eftirlit heldur en refsingar. Aðrar rannsóknir Beckers hafa meðal annars snúist um fjölskylduna, giftingar og skilnaði og ást foreldra á börnum og öfugt. Árið 1983 var Becker veitt staða prófessors í félagsfræði við háskólann í Chicago þar sem hann er einnig prófessor í hagfræði. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1992. Freakanomics Steven Levitt er ungur prófessor við Chicago-háskóla og situr í stjórn rannsóknarsetursins „Becker Center on Chicago Price Theory“. Hann var valinn efnilegasti hagfræðingur undir fertugu hjá bandaríska hagfræðifélaginu árið 2005 en það ár gaf hann út bókina Freakanomics ásamt félaga sínum Stephen J. Dubner. Í henni var meðal annars sagt frá því hvernig foreldrar sóttu börnin sín oftar of seint af leikskólanum þegar farið var að sekta fyrir það. Skýringin var sú að nú þurftu foreldrar ekki lengur að hafa sektarkennd yfir því að sækja börnin seint og gjaldið var lágt. Kostnaðurinn var lítill og þeir töldu að tímanum væri betur varið í annað. Þegar sektirnar voru afnumdar aftur fór tíðnin ekki aftur niður því lág sekt hafði gefið til kynna að það skipti ekki svo miklu máli. Svipaða sögu er að segja með blóðgjöf en hún minnkaði þegar byrjað var að greiða fyrir hana. Þegar fólk gaf blóð leið því vel

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.