Vísbending


Vísbending - 04.07.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.07.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 4 . t b l . 2 0 0 8 framhald af bls. 1 Er sókn besta vörnin? Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri Það fer lítið fyrir bjartsýnisröddum í íslensku atvinnulífi þessar vikur og mánuði. Væntingarvísitala landans hefur aldrei verið lægri. Þetta á ekki eingöngu við um Ísland heldur er hinn vestræni heimur ekki mjög borubrattur, kemur þar einkum til hækkandi eldsneytisverð, lækkandi fasteignaverð og lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Við Íslendingar glímum við þessi vandamál og ýmis fleiri, bílasala snarfellur og blessuð krónan hefur fallið um nær 40% frá áramótum. Óstöðugleiki er eitthvað það versta sem einstaklingar og atvinnu- fyrirtæki eiga við að glíma. Hvað getum við lært af reynslunni, getum við ekki nýtt okkur hana með jákvæðum hætti. Er ekki sókn besta vörnin? Albert Guðmundsson, sá frægi fót- bolta kappi og stjórnmálamaður, mátti þola það að oft var sótt óvægilega að honum. Sem mikill keppnismaður fór hann í sóknina og stóð sterkari eftir. En það þarf líka að getað spilað vörnina í því árferði sem nú ríkir. Það er alltaf hægt að finna tækifæri í atvinnulífinu sem við þurfum að nýta okkur. En það kemur að litlum notum ef verkefnin fá ekki eðlilega fjármögnun. Íslenskir bankar og sparisjóðir hafa lítið lánað að undanförnu, hægt er að fá íslenskar krónur að láni með um 20% vöxtum, en fáar greinar geta borið slíka vaxtabyrði lengi. Fjármögnun bankanna í erlendum myntum ásamt aðgerðum til að treysta stöðugleika krónunnar eru lykilatriði til að hægt sé að nýta sér tækifæri í atvinnulífinu sem bjóðast í þeirri lægð sem nú er og á sennilega eftir að vara í nokkurn tíma. Gömul sannindi Við getum margt lært af reynslunni varðandi erlendar fjárfestingar okkar. Aðgangur að ódýru lánsfé var um tíma mjög auðveldur og fyrirtæki freistuðust til að fjárfesta óhemjumikið án þess að hyggja að nægjanlegu eigin fé. Það þóttu góð búhyggindi fyrir 15 árum að hafa helst 40-50% eigið fé en á síðustu árum máttu þeir eigendur og stjórnendur þola háðsglósur sem sýndu slíkt eigið fé. Þessir sömu aðilar anda ögn léttar nú yfir að hafa ekki látið undan þrýstingi um mikla skuldsetningu. Nú er þeirra tækifæri. Mörg íslensk fyrirtæki eru alltof skuldsett, farið hefur verið offari í fjárfestingum, þegar vextir hækka og aðgangur að lánsfé snarminnkar þá stýra eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna ekki lengur ferðinni. Íslensk fjármálafyrirtæki eiga mörg erfið verkefni fram undan. Það skiptir miklu að unnið sé skipulega og af framsýni úr þeim málum sem koma inn á borð fjármálafyrirtækja. Nú stendur yfir niðursveifla en reynslan kennir okkur að eftir slíkan tíma kemur uppsveifla. Því er mikilvægt að aðilar hafi langtíma sjónarmið í huga við úrlausn þeirra erfiðu mála sem munu koma upp á næstu mánuðum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru un- dirstöðurnar sterkar, nær skuldlaus ríkiss- jóður, sterkir lífeyrissjóður, sterkur sjávar- útvegur, góð ferðaþjónusta og orku frekur iðnaður. Í þeirri miklu orkukreppu sem nú ríður yfir heiminn erum við Íslendingar heppnir, enn er mikil ónýtt orka í landinu og nær 95% af öllum húsum hituð með heitu vatni. Verð á gasi og olíu hefur rokið upp og nær þrefaldast á þremur árum, í Rúmeníu kostar til dæmis jafnmikið að hita meðal einbýlishús með gasi og það kostar að hita svipað hús í Reykjavík. Meðaltekjur þar eru einungis innan við þriðjungur þess sem er á Íslandi. Við eigum mörg tækifæri. - Sókn er besta vörnin. yfir að hafa gert góðverk. Þegar fólk fékk hins vegar greitt fyrir blóðgjöfina var búið að svipta hana öllum ljóma, og peningarnir sem fólk fékk voru ekki tímans virði. Önnur umfangsefni bókarinnar eru meðal annars áhrif fóstureyðinga á glæpatíðni, af hverju dópsalar búa fremur hjá mæðrum sínum en aðrir og af hverju kennarar í Bandaríkjunum svindla. Freakanomics var skrifuð á einföldu máli og er laus við allt fagmál. Hún sló rækilega í gegn og seldist í yfir þremur milljónum eintaka. Heilsuhagfræði Hagfræðingar líta á heilsu eins og hverja aðra vöru í hagfræðilegum skilningi. Framboð á heilsu er meðal annars í formi heilsugæslu, spítala, vítamína, hollrar fæðu og líkamsræktar. Eftirspurn fólks er mismunandi mikil eftir kostnaðinum við heilsu. Sá kostnaður felst meðal annars í tíma, erfiði, að þurfa að neita sér um óhollustu og að sjálfsögðu peninga. Fólk reynir svo að hámarka heilsu sína að gefnum kostnaði. Meðal viðfangsefna heilsuhagfræðinnar er hvernig hægt er að veita fólki sem mesta heilsu fyrir minnstan tilkostnað. Settur er verðmiði á líf fólks og litið er á aðgerðir sem fjárfestingu. Þannig er hægt að skoða hvaða aðgerð skilar mestu lífi í hefðbundinni kostnaðar- og ábatagreiningu. Þau aukaár sem fólk nýtur vegna aðgerðar eru núvirt eins og hver önnur fjárfesting. Einnig er tekið tillit til þátta eins og aldurs og heilsu þessi aukaár. Mörgum þykir þetta grimmileg og villimannsleg leið til þess að velja hverjir fái aðgerðir og hverjir ekki, en nútímalæknaþjónusta býður upp á marga dýra möguleika og ekki er hægt að veita fólki þá alla. Einhvern veginn verður að skera úr um hvaða aðgerðir á að framkvæma og þá er þetta besta leiðin sem völ er á í dag. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er fyrsti doktor okkar Íslendinga í heilsuhagfræði. Hún hefur meðal annars fjallað um offitu og lífsstíl Íslendinga. Hún rannsakar hvað veldur því að Íslendingar séu að fitna og kemur með tillögur að úrbótum á því sviði. Aðrir landvinningar Thomas Pollet og Daniel Nettle hafa skoðað gögn frá Bandaríkjunum árið 1910. Í austurhluta Bandaríkjanna var kynjahlutfall nokkuð jafnt en konurnar voru miklu færri í vesturhlutanum. Þeir skiptu mönnum upp í tvo flokka eftir félagslegri stöðu. Í þeim fylkjum sem höfðu jafnt kynjahlutfall voru 56% af körlum í lægri flokknum giftir um þrítugt og 60% af körlum í hærri flokknum. Í þeim fylkjum þar sem mennirnir voru 110 á hverjar 100 konur voru einungis 24% af „lélegum“ mannsefnum giftir en 46% af þeim góðu. Önnur nýleg rannsókn var gerð í Brasilíu en þar eru í sumum borgum aðeins 85 karlar á hverjar 100 konur. Þar ganga konurnar lengra í að ná sér í karlmenn en annarstaðar í landinu og ganga til dæmis um í minni bíkiníum. Makaval virðist því svo sannarlega ráðast á markaði. Nýlendustefnan getur reyndar vart talist nýlunda fyrir hagfræðinga því fyrstu hagfræðingarnir notuðu hana flestir í miklu víðara samhengi en bara við markaðinn. Adam Smith, faðir hagfræðinnar, fjallaði meðal annars mikið um mannlega hegðun. Lítil takmörk virðast vera fyrir umfjöllunarefnum hagfræðinnar og er spennandi að fylgjast með áfrámhaldandi þróun hennar. Einhverrar einstefnu virðist þó gæta í útþenslunni og það er spurning hvort hagfræðin geti ekki einnig notið góðs af kenningum og líkönum annarra vísindagreina. ksf

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.