Vísbending


Vísbending - 11.07.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.07.2008, Blaðsíða 1
11. júlí 2008 25. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Verðbólga og samdráttur í efnahagslífinu einkenna meirihluta heimsins. Ríkisstjórnir verða að leyfa orkuverði að myndast á frjálsum markaði. Aðstæður í efnahags lífinu valda því að hið opinbera getur ekki þanist út meira en orðið er. Ekki er raunhæft að Íslendingar taki upp Bandaríkjadal í stað krónu. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 5 . t b l . 2 0 0 8 1 framhald á bls. 4 Í júní mældist tólf mánaða breyting á vísitölu neysluverðs 12,7%. Ef aðeins er tekin hækkun síðastliðna þrjá mánuði mælist verðbólgan 25,1% á ársgrundvelli og hefur ekki verið hærri síðan í júlí 1989. Hún er svo enn hærri ef tekin eru út áhrif lækkunar á húsnæðismarkaði. Áhrif gengislækkunar krónunnar vega þar þyngst en verðhækkun innfluttrar vöru skýrir tæplega 40% af verðbólgunni. Minni hagvöxtur mun leiða til þess að vaxtamunur á milli Íslands og annarra landa minnkar. Krónubréf fyrir háar upphæðir eru á gjalddaga í haust og ólíklegt að þau verði endurnýjuð. Því má búast við að krónan haldist veik um tíma. Önnur ástæða fyrir hárri verðbólgu er að fyrirtæki eru að ýta uppsafnaðri kostnaðaraukningu út í verðlagið í kjölfar lækkunar á krónunni. Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og matvælum útskýrir einnig hluta af verðbólgunni. Nokkrar ástæður liggja á bak við þá hækkun. Meiri velmegun í Kína og öðrum fátækum ríkjum heims stuðlar að meiri eftirspurn eftir bæði olíu og mat. Vestræn ríki hafa stutt við framleiðslu á etanóli, lífrænni díselolíu og öðrum orkugjöfum sem krefjast lands. Án afskipta ríkisstjórna væri hluti landsins frekar nýttur undir matvælaframleiðslu. Fjárfestar hafa flúið með fjármagn sitt úr fjármálaþjónustu og lagt meiri áherslu á hrávöru og aðra óverðteygna vöru þar sem verðbreytingar hafa lítil áhrif á neyslumynstur fólks. Hugsanlega hefur það leitt til þess að verð á matvöru sé fyrir ofan jafnvægisverð. Önnur lönd Ísland er ekki eina landið sem þarf að kljást við mikla verðbólgu um þessar mundir. Hún náði methæðum á evrusvæðinu í 4,0% og 3,3% í Bretlandi sem er nokkuð umfram verðbólgumarkmið breska seðlabankans. Hækkanirnar eru að mestu vegna hærra heimsmarkaðsverðs á hrávöru, svo sem olíu og matvælum, en Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti sína til þess að koma í veg fyrir annarrar Verðbólgudraugurinn snýr aftur umferðar áhrif og til þess að senda skýr skilaboð um að verðbólgudraugnum yrði ekki hleypt af stað. Í þróunarlöndum þar sem hlutur matvöru og olíu í neyslu vegur þyngra en á Vesturlöndum er verðbólga mikil. Í Kína er verðbólgan 8,5% miðað við 3% í fyrra, í Argentínu hefur hún hækkað úr 14% í 23% og úr 8% 14% í Rússlandi. Verðbólgutölurnar frá þessum ríkjum endurspegla þó ekki allan verðbólguþrýstinginn vegna verðlagshafta (e. price control) og niðurgreiðslna. Mörg þessara landa reyna að halda genginu föstu eða næstum því föstu miðað við Bandaríkjadal og neyðast til að losa um peningastefnuna, einmitt þegar sýna þarf meira aðhald. Hagvöxtur þróunarlanda er oft meiri en þróaðra vegna þess að þau þurfa ekki að finna upp hjólið. Því verður raungengi þeirra gjaldmiðla að aukast, annaðhvort með hærra nafngengi eða meiri verðbólgu. Seðlabankar Indlands og Kína hafa nokkrum sinnum hækkað bindiskyldu bankanna til að freista þess að halda verðbólgunni í skefjum án þess að hækka vexti og Hong Kong hefur neyðst til að lækka vexti vegna þess að gjaldmiðill svæðisins er tengdur við dollar. Seðlabankar fátækra ríkja eru oft mjög háðir ríkisstjórnum og láta undan þrýstingi til þess að halda niðri sársaukafullri aðlögun með tilheyrandi atvinnuleysi. Slík aðlögun er þá nauðsynleg síðar og verður meiri fyrir vikið, auk þess sem hún mun tefja fyrir hagvexti. Réttast væri að leyfa genginu að fljóta og þá væri hægt að hækka vexti. Það getur þó verið vandasamt því þegar gengið hækkar verður innflutningur ódýrari, sem einnig getur leitt til verðbólgu. Minnir ástandið mjög á kostnaðarverðbólguna (e. stagflation) sem reið yfir hinn vestræna heim í kjölfar hærra eldsneytisverðs og verðlagshömlur (e. price control) jukust í byrjun áttunda áratugarins. Aftur að Íslandi Hátt hlutfall verðtryggðra lána gerir Seðlabankanum erfitt fyrir í baráttunni við verðbólgu. Stýrivextir bíta mun verr en ella og því þarf bankinn að hækka vexti mikið til þess að þeir hafi tilætluð áhrif. Ríkisstjórnin vinnur áfram á móti Seðlabankanum eins og undanfarin ár með því að rýmka lánaskilyrði Íbúðalánasjóðs. Það tefur fyrir því að húsnæðisverð nái sínu rétta jafnvægi og seinkar nauðsynlegu aðlögunarferli í íslensku efnahagslífi. Verðbólgan um þessar mundir er af öðrum toga en venjulega. Hún stafar af framboðsskellum en ekki aukinni eftirspurn eins og oft áður. Fyrirtæki búa við hærri kostnað og neyðast til að dæla hluta af honum út í verðlag. Þannig fer saman samdráttur í efnahagslífi og aukin verðbólga. Þó að stór hluti verðbólgunnar sé vegna ytri áhrifa sem stýrivextir hafa lítil áhrif á þá verður Seðlabankinn að fara varlega í að lækka þá, bæði til þess að halda í skefjum svokölluðum annarrar umferðar áhrifum og til að slá á verðbólguvæntingar, sérstaklega þar sem hann hefur ekki unnið sér inn traust í sama mæli og seðlabankar annarra vestrænna ríkja. Seðlabankinn spáir því að verðbólgan nái hámarki í sumar og haldist há næstu mánuði. Hún fari svo hratt minnkandi í lok árs og að hann muni ná verðbólgumarkmiðum sínum árið 2010. Spár viðskiptabankanna eru á svipuðum nótum. Þegar er byrjað að gæta samdráttar í efnahagslífinu. Það ásamt auknu atvinnuleysi í haust, hækkandi greiðslubyrði á erlendum lánum og lækkun fasteignaverðs mun hjálpa við að ná verðbólgunni niður. Aukinn kostnaður vegna lækkandi gengis fer hratt út í verðlag og mun því lítil áhrif hafa á verðbólgu á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa meiri áhrif nú þegar aðgangur að erlendu lánsfé hefur minnkað. Mikil óvissa ríkir þó í spám. Kjarasamningar verða endurskoðaðir í byrjun næsta árs og er hætt við að það geti haft í för með sér víxlhækkun verðbólgu og launa.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.