Vísbending


Vísbending - 11.07.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 11.07.2008, Blaðsíða 2
A!rir orkugjafa Olían er takmarka!ur og óendurn"janlegur orkugjafi. N"jum olíufundum hefur fækka! talsvert um lei! og eftirspurn hefur aukist grí!arlega, #á sérstaklega frá Asíu. Í Kína er bensínver! fast og hefur hækkun heimsmarka!sver!s leitt til #ess a! bensín er ni!urgreitt í Kína. Fjármagn hefur flúi! fjármálamarka!i heimsins og leita! a! miklu leyti í olíu. Heimsmarka!sver! á olíunni hefur af #essum sökum hækka! meira en sjöfalt frá árinu 2002. $etta ásamt aukinni me!vitund um umhverfisáhrif hefur leitt til #ess a! leita! er a! ö!rum orkugjöfum til a! taka vi! af olíunni. Mynd 1: Hlutfall mismunandi orkugjafa sem nota!ir eru í heiminum Heimild: REN21 Fjölgun kjarnorkuvera? Bandaríski öldungadeildar#ingma!urinn John McCain hefur lagt fram áætlun um a! byggja hundra! n" kjarnorkuver í Bandaríkjunum og #ar af 45 fyrir ári! 2030 til #ess a! kljást vi! orkukreppuna. Hann segir #a! líka umhverfisvænan kost í #ví samhengi a! #au valda engum gró!urhúsaáhrifum. Kostna!ur vi! a! byggja slík orkuver hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum vegna hækkandi launakostna!ar og ver! á steypu og stáli hefur hækka!, en #a! er kaldhæ!nislegt a! #a! má rekja a! einhverju leyti til hærra olíuver!s. Kjarnorkuver eru bæ!i mjög kostna!arsamar og áhættusamar fjárfestingar og ver!a tæpast bygg! án stu!nings ríkisstjórnar. Jafnvel #ótt hann komi til er #a! ekki nóg, me!al annars vegna skorts á starfsfólki me! næga #ekkingu og ekki eru komin nógu gó! úrræ!i til a! kljást vi! úrgang úr svo mörgum orkuverum. Engin ástæ!a er heldur til a! taka fram fyrir hendur frjáls marka!ar. Ef fyrirtækjum finnst #a! ekki áhættunnar vir!i a! byggja kjarnorkuver 2 V í s b e n d i n g • 2 5 . t b l . 2 0 0 8 Aðrir orkugjafar Olían er takmarkaður og óendur-nýjanlegur orkugjafi. Fækkað hefur nýfundnum olíulindum á sama tíma og eftirspurn hefur aukist gríðarlega, sérstaklega frá Asíu. Í Kína var bensínverð fast til skamms tíma og hækkun heimsmarkaðsverðs hefur leitt til þess að bensín er niðurgreitt þar. Fjármagn hefur flúið fjármálamarkaði heimsins og leitað í olíu. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur af þessum sökum hækkað meira en sjöfalt frá árinu 2002. Þetta ásamt aukinni meðvitund um umhverfisáhrif hefur leitt til þess að leitað er að öðrum orkugjöfum til að taka við af olíunni. Fjölgun kjarnorkuvera? Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur lagt fram áætlun um að byggja hundrað ný kjarnorkuver í Bandaríkjunum og þar af 45 fyrir árið 2030 til þess að kljást við orkukreppuna. Hann segir það líka umhverfisvænan kost í því samhengi að þau valda engum gróðurhúsaáhrifum. Kostnaður við að byggja slík orkuver hefur meira en tvöfaldast á tveimur árum og verð á steypu og stáli hefur líka hækkað, en það er kaldhæðnislegt að það má rekja að einhverju leyti til hærra olíuverðs. Kjarnorkuver eru bæði mjög dýr og áhættusöm sem fjárfestingar og verða víða ekki byggð án stuðnings ríkisins. Jafnvel þótt hann komi til er það ekki nóg, meðal annars vegna skorts á starfsfólki með næga þekkingu og þess að ekki eru komin nógu góð úrræði til að kljást við úrgang úr svo mörgum orkuverum. Engin ástæða er heldur til að taka fram fyrir hendur frjáls markaðar. Ef fyrirtækjum finnst það ekki áhættunnar virði að byggja kjarnorkuver er tæpast réttlætanlegt að stjórnmálamenn taki þá áhættu með peninga almennings. Einkageirinn veðjar hins vegar í auknum mæli á endurnýjanlega orku á borð við sólar- eða vindorku en miklar tækniframfarir hafa verið í þeim geirum. Sjónmengun af vindmyllum hefur einna helst komið í veg fyrir að þær hafi náð að vinna sér sess, en ný tegund af myllum sem standa í sjó gætu breytt því. Vindorkuver hafa reyndar fengið skattaafslátt og því einnig notið stuðning ríkisstjórnarinnar, en sá stuðningur er töluvert minni en þarf til að reisa kjarnorkuver. Heimsmarkaðsverð á bensíni hefur hækkað mun meira en verðið í smásölu á Íslandi og má aðallega rekja það til skatta sem eru fastir að krónutölu. Stærstur hluti skatta á bensín hefur verið óbreyttur um nokkurt skeið og er því sífellt minni þáttur í bensínverðinu. Össur Skarphéðinsson sagði í júní að fjölorkustöðvar væru framtíðin og að ríkisstjórnin myndi styðja það markmið með ráðum og dáð. Ríkisstjórnin er því samtímis að auka hvata til bensínneyslu og neyslu annarra orkuforma. N1 hefur gefið út að breyta eigi nær öllum bensínstöðvum fyrirtækisins í fjölorkustöðvar og bjóða upp á metan, etanól og lífræna díselolíu auk venjulegs bensíns og díselolíu. Hækkandi eldsneytisverð hefur komið sér illa fyrir marga bílaframleiðendur, sérstaklega í Norður-Ameríku. Bandarískir neytendur eru í auknum mæli að hverfa frá stóru ökutækjunum sem hafa einkennt markaðinn o snúið sé að eyðslumi ni bílum á borð við Yaris. Evrópubúar hafa lengi verið hrifnir af minni bílum því að bensín í Evrópu hefur verið hátt skattlagt. Japanskir og evrópskir bílaframleiðendur eru því komnir langt á undan Bandaríkjamönnum í eyðsluminni bílum, sem og bílu sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum. Nú þurfa bandarískir bílaframleiðendur að vera fljótir að aðlagast, ella eru þeir úr leik í samkeppninni. Neytendur þurfa ekki að óttast að bílar sem ganga fyrir öðru en bensíni séu lakari því til þeir eru til í öllum stærðum og gerðum. Til eru bæði jeppar og sportbílar sem ganga fyrir vetni og metanbílarnir verða sífellt kraftmeiri. Frelsi er leiðin Orkugjafi framtíðarinnar á ekki að vera ákveðinn af ríkisstjórnum heldur á frjálsum markaði. Kostnaður við að framleiða orku, geyma hana og smíða tæki sem nýta hana munu leiða í ljós hvaða form verður ofan á. Hækkandi bensínverð mun gera það fýsilegt að fjárfesta í öðrum orkugjöfum auk þess að hagkvæmt verður að ná í olíu á stöðum þar sem erfitt hefur verið að bora. Ríkisstjórnir verða að leyfa orkuverði að myndast á frjálsum markaði eins og hverri annarri vöru. Erfitt getur verið fyrir einkaaðila að keppa við ríkisstyrkt orkuver. Auðvitað á skattleggja orkugjaf , en það á að gera með flötum skatti. Ef skatthlutf llið er síbreytilegt gefu það röng skilaboð raunve ulega ve ðþróun. Til þess að porna ið mengun á in ig leggja skatt á hverja einingu mengunar í stað þess að handvelja ork gjafa eftir geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Þ nnig mun sá orkugjafi vera ofan á sem hefur lægstan kostnað með tilliti til mengunar. Ólíklegt er að einn orkugjafi vinni kapphlaupið heldur verður frekar framleitt hagkvæmasta magn með hverjum orkugjafa. Ef ódýrara er að framleiða sólarorku en vindorku munu næstu fjárfestingar verða í sólarorkuverum þar til viðbótareining í sólarorkuveri er orðin jafndýr samsvarandi einingu í vindorku. Fjárfesting felst að sjálfsögðu ekki einungis í orkuverunum sjálfum heldur einnig í rannsóknum og þróun sem mun skila minni kostnaði eða betri nýtingu. Íslendingar geta hæglega nýtt sér sérþekkingu sína og landsins gæði í framtíðinni. Ríkisstjórnin á ekki að flýta fyrir með niðurgreiðslum eða styrkjum. Ef ríkisstjórn Íslands eða stjórnmálamenn annarra landa velja óhagkvæmari kostinn getur það reynst dýrkeypt. ksf Heimild: REN21. Mynd: Hlutfall mismunandi orkugjafa sem notaðir eru í heiminum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.