Vísbending


Vísbending - 08.08.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.08.2008, Blaðsíða 1
Laun tengd hagnaði En hvernig geta Íslendingar haldið at- vinnuleysi lágu, án þess að ríkistjórnin haldi áfram þensluhvetjandi aðgerðum? Martin Weitzman sem er virtur prófessor frá Harvard, telur að laun ættu að vera í auknum mæli tengd hagnaði fyrirtækja, þannig að þau verði meiri þegar vel árar. Þannig yrði atvinnuleysi minna, bæði náttúrlegt atvinnuleysi og atvinnuleysi sem hlýst af samdrætti í efnahagslífinu. Lækka mætti náttúrulegt atvinnuleysi. Niðurstöður úr rannsóknum hans hafa einnig bent til þess þau fyrirtæki sem greiða laun í samræmi við hagnað gangi betur á krepputímum. Þá getur launakostnaður fyrirtækis dregist saman sjálfkrafa þegar illa árar, og fyrirtæki því frekar reiðubúin til þess að ráða starfsfólk vegna þess að þau þurfa síður að óttast að þurfa bera uppi of mikinn launakostnað til lengri tíma. Önnur leið er að bjóða út einstaka störf eða verkþætti til minni og sérhæfðari fyrirtækja eða verktaka (e.outsourcing). Rannsóknir hafa sýnt að slíkt gerir laun einnig sveigjanlegri. Þær hafa einnig sýnt að umsamin laun verða síður of há og þannig verður atvinnuleysi í jafnvægi minna. Eru laun á Íslandi sveigjanleg? Hugmyndir Weitzmans ganga fremur öðru út á það að gera nafnlaun sveigjan- legri. En hversu sveiganleg eru laun á Íslandi? Í rannsókn, sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson hafa unnið að, rannsaka þeir nákvæmlega þetta. Þeir komast meðal annars að því að dagvinnulaun lækka sjaldan. Meðallaun eru sveigjanlegri vegna þess að það dregur úr eftirvinnu og ýmiss konar bónusum þegar umsvif dragast saman í atvinnulífinu. Þau eru þó langt frá því að vera fullkomlega sveigjanleg. Þegar Ísland 8. ágúst 2008 29. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Ef laun væru tengd við afkomu fyrirtækja væri atvinnuleysi minna. Launajöfnuður er óvíða meiri en á Íslandi og breytist lítið ár frá ári. Fjármagnstekjur skiptast hins vegar mjög ójafnt milli landsmanna. Ólympíuleikarnir eru pólitísk sýning, hvað sem stjórnmálamenn segja. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Sveigjanleiki launa og atvinnuleysi V í s b e n d i n g • 2 9 . t b l . 2 0 0 8 1 var, til þess að örva sjávarútveginn. Nú ræðst þenslan að mestu af miklu umfangi hins opinbera og framkvæmdagleði þess. Þensla verður þegar framleiðslugeta nær ekki að halda í við heildareftirspurn og er skilgreind sem tímabil þar sem landsframleiðsla er fyrir ofan langtímagetu þjóðarinnar til afkasta. Á þeim tímum eykst yfirvinna oft mikið. Samkvæmt Vinnumálastofnun var atvinnuleysi í júní 1,1% sem er langt fyrir neðan náttúrlegt atvinnuleysi. Þetta veldur miklum þrýstingi á laun og hvetur fleiri til þess að koma á vinnumarkaðinn. Það er því kannski engin tilviljun að Íslendingar eru með lengri vinnutíma en margar aðrar þjóðir. Of lítið atvinnuleysi getur einnig haft neikvæð áhrif á menntun því að menn vilja fremur vinna en læra í skóla. Um þessar mundir dynja á fréttir um samdrátt, gjaldþrot og fjölda- uppsagnir. Atvinnuleysi fylgir sam- drætti vegna þess að eftirspurn minnkar eftir þeim vörum sem fyrirtækin bjóða. Fyrirtækin framleiða minna en áður og hafa síður efni á að ráða fólk á sömu launum. Laun eru hins vegar sjaldnast lækkuð. Nokkrar ástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi launametingur, en enginn vill lækka meira en næsti maður. Í öðru lagi óttast atvinnurekendur að skaða vinnumóralinn. Í þriðja lagi getur verið erfitt að rifta samningum sem eru gerðir til langs tíma. Í fjórða lagi þá einblínir starfsfólk oft frekar á fjárhæðir en raunverulegt gildi peninganna. Starfsfólki er því frekar sagt upp störfum en að laun séu lækkuð. Meðan verðbólga er nokkur er vandamálið minna. Fyrirtæki fá hærra verð fyrir vörur sínar, en launin fylgja oft ekki verðlagshækkunum. Þannig verða raunlaun lægri og fyrirtæki hafa frekar efni á að halda starfsfólki. Þetta mynstur hefur verið mjög algengt í gegnum hagsögu Íslands, og virðist nú ætla að endurtaka sig að einhverju leyti. Forsendur almennra kjarasamninga um minnkandi verðbólgu hafa alls ekki staðist. Frá lokum febrúar 2009 verða samningar lausir, ef ekki tekst samkomulag milli samninganefnda launamanna og atvinnurekenda. Mjög ólíklegt er að samið verði um að laun hækki jafn mikið og verðlag í því árferði sem nú er. Verðbólgan ein og sér dugir samt ekki til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það er vel þekkt að atvinnuleysi má ná tímabundið niður með þensluhvetjandi aðgerðum, en að slíkt kostar meiri verðbólgu. Stjórnvöld á Íslandi hafa lengi kosið verðbólguna frekar en atvinnuleysi með því að halda þensluástandi úti eins lengi og hægt er. Langvarandi þensla getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér, meðal annars minni langtíma hagvöxt. Á árum áður var gengi krónunnar fellt af stjórnvöldum, oft meira en nauðsynlegt framhald á bls. 4 Á árum áður var gengi krónunnar fellt af stjórnvöldum, oft meira en nauðsynlegt var, til þess að örva sjávarút- veginn. Nú ræðst þenslan að mestu af miklu umfangi hins opinbera og fram- kvæmdagleði þess.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.