Vísbending


Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 1
jafnháar tekjur eða jafnlangan vinnutíma. Það er jöfnuður. Slíkt var reynt í Sovíetríkjunum sálugu með skelfilegum afleiðingum. Jafnrétti þýðir að allir fá sama tækifæri til þess að nýta hæfileika sína í samræmi við bestu getu, en til þess að svo geti orðið þurfa allir að fá sama tækifæri til menntunar. Börn geta aldrei verið fullkomlega jöfn. Það er margt sem skólarnir hafa ekkert um að segja, eins og til dæmis menntun foreldra eða aðstæður heima fyrir. Til að jafnrétti sé náð mega leik- og grunnskólar ekki kosta mikið og svo börnum sé ekki mismunað af kerfinu eftir efnahag foreldra sinna. Á efri stigum náms gildir ekki það sama. Þá eiga nemendur auðveldara með að taka námslán eða keppt um að fá styrki á grundvelli fyrri árangurs. En hvernig má þá auka skilvirkni skóla án þess að bitni á jafnrétti? Þeir verða tæpast einkavæddir enda óttast almenningur, líklega með réttu, að þannig yrðu einhverjir nemendur útundan. Þó er hægt að nýta sér eiginleika frjáls markaðar að einhverju leyti. Til dæmis er hægt að árangurstengja hluta af launum kennara. Þá þarf að finna réttan mælikvarða sem mismunar ekki kennurum eftir því hvernig nemendur þeir fá í upphafi. Einnig má hygla ákveðnum nemendum sem gengur vel, eða þeim sem eru samviskusamir. Sumir hagfræðingar vilja taka upp kerfi þar sem nemendurnir eða foreldrarnir fái ákveðna upphæð frá ríkinu sem er aðeins hægt að eyða í ákveðna tegund af menntun, en þeir ráða sjálfir í hvaða skóla þeir eyði honum. Þannig væri hægt að koma upp samkeppni milli skóla um nemendur og meiri samkeppni milli nemenda að komast í ákveðna skóla eða brautir. Skólar geta þá keppt um nemendur í gæðum, námsframboði, kennsluháttum eða félags- lífi. Nemendur eru áhugasamari um námið ef þeir fá að hafa áhrif eigið nám. 15. ágúst 2008 30. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Íslenskir nemendur dragast aftur úr. Skólarnir eru ekki nógu skilvirkir. Einkageirinn gerir líka mistök. Hann er þó mun fljótari að leiðrétta þau heldur en hið opinbera Fyrirtæki sem greiða laun í samræmi við hagnað lenda síður í erfiðleikum þegar kreppir að. Með skynsamlegum við- brögðum má breyta krepp- unni í dýfu sem þjóðin vinnur sighratt út úr. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Óskilvirkt menntakerfi V í s b e n d i n g • 3 0 . t b l . 2 0 0 8 1 eða í réttu mæli. Augljóst er að það myndi almennt skila Íslendingum litlu ef við lærðum írsku í staðinn fyrir ensku. En hvaða fög skal kenna og í hversu miklum mæli, á ekki að ráðast eingöngu eftir tilfinningu. Hægt er að nota margs konar aðferðir til að meta hversu miklu hvert fag skilar okkur. Til dæmis er hægt að nota kostnaðar- ábatagreiningu. Hún er notuð í síauknum mæli í heilbrigðisgeiranum er- lendis þegar verið er að meta hvaða aðbúnaður myndi skila bestum árangri fyrir minnsta kostnaðinn. Hugsanlegt er að þá yrði börnum frekar kennt á fjármál heimilisins og myndu læra töfra þess að spara og eiga fyrir hlutunum. Eða þá að í menntaskóla yrði nemendum kenndur einn hagfræðikúrs í staðinn fyrir þriðja náttúrufræðikúrsinn. Einnig er hægt að ímynda sér að það borgi sig að kenna börnum betri námstækni. Það er hægt að kenna þeim hina ýmsu tækni og hjálpa hverjum og einum að þróa þá aðferð sem honum þykir henta best. Þá er hægt að ná meira út úr nemendum með því að gera námið einstaklings miðaðra og þeir yrðu ánægðari. Markvissari kennsla Sífellt meiri kröfur eru gerðar um menntun kennara og er kennaranám nú fullt háskólanám á Íslandi. Niðurstöður rannsókna greinir á um hvort og hversu mikið aukin menntun kennara skilar sér í betri kennslu. Hugsanlega eru sumir fæddir betri kennarar en aðrir eða þá að slök laun verða til þess að of fáir hæfileikamenn leggja fyrir sig kennslu. Skólastjórnendur eru fullfærir um að ákveða sjálfir hvaða kröfur þeir gera til kennara og á hvaða forsendum. Að krefjast aukinnar menntunar án viðeigandi umbunar dregur úr vilja góðra kennara til að kenna. Flest viljum við jafnrétti á Íslandi. Jafnrétti þýðir þó ekki að allir séu með Hversu skilvirkt er skólakerfið á Ís- landi? Undirbúningsnám fyrir há- skóla er að jafnaði tveimur árum lengra en í öðrum löndum. Hverju skilar það okkur? Segja má að menntamenn á Íslandi hafi breiðari grunn en erlendir kollegar þeirra. En svarar það kostnaði að vera með svo breiða menntun? Samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar Pisa könnunnar eru 15 ára nemendur á Íslandi með verri lesskilning en meðaltalið í OECD ríkjunum og eru einnig lakari að jafnaði í náttúrufræði. Í stærðfræði eru íslenskir nemendur rétt fyrir ofan meðaltal. Samkvæmt OECD er hins vegar kostnaður meiri á hvern nemenda hér en að meðaltali innan aðildarríkjanna. Sveinn Agnarsson, sérfræðingur hjá Hag- fræðistofnun, komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni Samræmd próf og skilvirkni skóla að lækka megi útgjöld til grunn- skólanna að meðaltali um 15% án þess að skerða námið eða gæði þess á nokkurn hátt. Rétt fög kennd? Lesa má úr aðalnámskrá grunnskólanna frá 2006 að þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna enda undantekning ef báðir foreldrar eru ekki í fullri vinnu. Kröfur þjóðfélagsins á hendur skólunum hafa aukist gífurlega, og þeirri þróun verður varla við snúið. Markmið grunnskólanna hlýtur að vera að skila nemendum eins vel undirbúnum undir lífið, og þá sérstaklega til frekara náms, og hægt er með þau úrræði sem þeir hafa yfir að ráða. Hægt er að gera töluvert betur í þeim efnum en nú er gert. Skólar eru metnir eftir margvíslegum þáttum. Til dæmis hvernig nemendur standa sig á prófum, hversu margir nemendur klára skólann, hversu háar einkunnir nemendur fá miðað við það hvernig þeim gekk áður, og svo framvegis. Flestir mælikvarðarnir gera þó ráð fyrir því að námsefnið sem kennt er sé rétt. Sjaldan er spurt hvort sé verið að kenna réttu fögin framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.