Vísbending


Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 3
Stjórnendur eru nú almennt betur meðvitaðir um vægi starfsmanna í árangri fyrirtækja og hve mikilvægt það er að þeir séu ánægðir og með rétt hugarfar. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til þess hvetja starfsfólk og ná sem mestu út úr hverjum og einum. Ein slík er að borga fólki eftir árangri. Ef vel tekst til eru bæði fyrirtækið og starfsfólk þess betur sett. Árangurstengd laun fá starfsfólk til þess að leggja harðar að sér og auka líkur á að það taki góðar ákvarðanir, enda mannlegt eðli að hugsa betur um eigin hagsmuni en annarra. Starfsfólk verður ánægðara í starfi þegar það er metið eftir eigin verðleikum og minni hætta er á að einstaklingum sé hyglað vegna vinsemdar við yfirmenn. Í slíku kerfi minnka á líkurnar á að konum eða fólki af öðrum kynþáttum verði mismunað. Fyrirtækin vilja borga fólki meira, af því að það skilar fyrirtækinu meiri afköstum. Árangurstengd laun geta því bætt starfsanda mikið. Réttur hvati Hægt er að tengja tekjurnar við ýmsa þætti, svo sem hagnað, framlegð, tekjur, arðsemi eiginfjár eða fjölda viðskiptavina svo að fátt eitt sé nefnt. Huga þarf að mörgu þegar slíkum hvötum er beitt. Þess þarf að gæta að hvatinn sem árangurstengingin gefur sé í samræmi við markmið fyrirtækisins. Ef stjórnendur vilja fá starfsfólk til þess að vinna betur saman hjálpar lítið að efna til samkeppni þar sem aðeins sá sem stendur sig best fær siglingu á skemmtiferðaskipi. Rangar áherslur geta þannig leitt haft neikvæðan hvata og leitt til rangra ákvarðana. Einnig verður að gæta þess að gulrótin beini fólki ekki of mikið í átt að einu markmiði, þannig að önnur mikilvæg verksvið líði fyrir. Miklu skiptir að tímaramminn sé vel ígrundaður. Algengt er að of stuttur tími sé gefinn, þannig að skammtímamarkmið starfsmanna vinni gegn langtímahagnaði félagsins. Hector Sants, forstjóri breska fjár- málaeftirlitsins, hefur til dæmis varað við því að stjórnendum fjármálafyrirtækja séu greitt árangurstengd laun. Tengingin sé miðuð við of stuttan tíma og því hvetja slík laun stjórnendur til þess að taka of mikla áhættu. Eigendur bera áhættuna meðan að stjórnendur njóta ágóðans. Of langur tímarammi getur á hinn bogin dregið úr hvatanum. Fólk á erfitt með að einbeita annarra fyrirtækja. Þá er algengt að miða við hagnað umfram fjármagnskostnað, eða hagnað umfram ávöxtunarkröfu, því að jafnvel þótt rekstrarhagnaður fyrirtækja sé gríðarlegur í krónum talið getur það vart talist raunverulegur hagnaður ef hann dugir ekki fyrir fjármagnskostnaði. Jafnvel þó að sá hagnaður ráðist að miklu leyti af ytri aðstæðum hefur þessi aðferð reynst góður hvati, sérstaklega fyrir háttsetta starfsmenn. Hún hefur í för með sér minni bjögun á forgangsröðun verkefna en margar aðrar tengingar, og hvetur viðkomandi til þess að horfa nægilega langt fram í tímann um hvað er best fyrir félagið. Félögum sem beita slíkum launatengingum virðast ganga betur í kreppuástandi, meðal annars vegna þess að launakostnaður lækkar sjálfkrafa. Slík tenging er því alltaf að verða algengari. Lægra settir Í stórum samsteypum getur hverjum starfsmanni þótt hann skipta litlu máli þegar litið er til heildarhagnaðar. Gott er þá að skipta fyrirtækinu þá í smærri einingar og meta kostnað og ábata hverrar einingar. Þetta getur verið hluti af svokallaðri virðisstjórnun (e. value based management). Virðisstjórnun gengur út á það að meta hverja rekstrareiningu fyrir sig og athuga hvort hún skili ekki örugglega raunhagnaði. Þá er hægt að setja skýrari markmið fyrir hverja einingu og losa sig við þá starfsemi sem skilar ekki sínu. Starfs- menn hverrar deildar um sig geta þá verið með hluta launa sinna tengdan áætluðum raunhagnaði sinnar deildar. Laun er samt ekki það eina sem hægt er að nota til að hvetja fólk áfram. Krefjandi og skemmtileg verkefni, ábyrgð og traust geta til dæmis skipt sköpun. Allt sem gerir starfsmenn ánægðari í sínu starfi er til þess fallið að auka afköst þeirra. Peningar einir saman geta misst marks eftir smátíma, ef að allt annað er í sama gamla farinu. Í öllu falli er það vandasamt verk að búa til rétt hvatakerfi. Mannleg hegðun er flókið fyrirbæri og sé ekki að gætt þá getur kerfið haft aðrar afleiðingar en til var ætlast. Það þó getur verið til mikils að vinna og fyrirtæki sem beita sér fyrir hagsmunum starfsfólks síns eru oft meðal þeirra farsælustu. Mestu máli skiptir máli sá ábati fyrir fyrirtækið sem hlýst af árangurstengdum launum sé meiri en kostnaðurinn við slíkt kerfi. ksf sér lengi að því að ná settu marki án þess að uppskera nokkuð. Árangurinn þarf að vera auðmælanlegur og mælingarnar aðgengilegar starfsfólki. Launabil milli þrepa í metorðastiganum er einnig hægt að nota sem verkfæri til þess að búa til rétta hvata. Ef bilið er mikið leggur fólk meira á sig í von um stöðuhækkun, en hins vegar getur samkeppni milli starfsfélaga veikt samstarfsanda. Launabil virkar hins vegar ekki mjög hvetjandi ef aðeins utanaðkomandi aðilar er ráðnir í æðri stöður. Of mikið bil getur einnig leitt til verri starfsanda. Hlutfallslegur Árangur Sumir hagfræðingar telja að það sé heppilegra að umbuna starfsmönnum eftir hlutfallslegum árangri fyrirtækisins miðað við önnur fyrirtæki í sama geira. Þannig sé veittur bónus eftir raunverulegum árangri, en ekki eftir ytri aðstæðum markaðsins, sem starfsmenn geta í raun ekkert stjórnað. Rannsóknir hafa hins vegar bent til þess að laun framkvæmdastjóra séu oftast ekki háð hlutfallslegu gengi þeirra. Í raun fá margir forstjórar „árangurstengd“ laun, jafnvel þótt þeir standi sig illa. Eigendur hafa auðvitað hag á því að greiða stjórnendum ekki hærri laun en þeir komast upp með. Samkeppni um hæfa stjórnendur gæti því verið ástæðan fyrir þess að launin eru árangurstengd aðeins að nafninu til. Þó er hugsanlegt að tekið sé tillit til hlutfallslegs árangurs þegar ákveðið er hvort þeir haldi vinnunni. Farsælt getur reynst að tengja laun við hagnað fyrirtækisins án tillits til árangurs V í s b e n d i n g • 3 0 . t b l . 2 0 0 8 3 Árangurstengd laun og stjórnun Allt sem gerir starfsmenn ánægðari í sínu starfi er til þess fallið að auka afköst þeirra. Peningar einir saman geta misst marks eftir smátíma, ef að allt annað er í sama gamla farinu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.