Vísbending


Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.08.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 1 . t b l . 2 0 0 8 Miklar sviptingar hafa orðið í borgarstjórn á þessu kjörtíma- bili. Skipt hefur verið um borgarstjóra þrisvar og þeir sem sitja við stjórnarborðið hafa haft sífellt minna fylgi á bak við sig samkvæmt skoðunarkönnunum. Margir, aðallega stuðningsmenn flokkanna sem ekki eru í stjórn, hafa spurt sig hvort þetta sé tákn um annmarka á lýðræðinu á Íslandi og þá hvort hægt sé að bæta það. Beint lýðræði? Nú er tæknin orðin slík, að hægt væri að halda kosningar á tiltölulega ódýran máta, til dæmis í gegnum Netið. Kostnaður við að kjósa kemur því ekki í lengur í veg fyrir að beint lýðræði sé mögulegt. En hversu fýsilegt er beint lýðræði? Beint lýðræði felst í því að kosið sé almennri kosningu um þau mál sem fyrir liggja. Ef frumvarp er samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu er því framfylgt af embættismönnum. Beinu lýðræði má skipta í þrennt: Lágmarksfjöldi kjósenda 1. getur tekið mál á dagskrá, t.d. um lagabreytingar, stjórnarskrárbreytingar eða sértækar aðgerðir. Hinn almenni kjósandi hefur 2. neitunarvald um eitthvað sem yfirvöld hafa samþykkt. Kjósendur geta samþykkt 3. vantraust á kjörna fulltrúa áður en kjörtímabili þeirra er lokið. Sviss er oft tekið sem dæmi um beint lýðræði en þar gildu tveir fyrstu liðirnir. Þar er efnt til kosninga ef um stjórnarskrá breytingu er að ræða. Jafnframt getur þingflokkur sem er ósáttur með frumvarp og nær að safna 50 þúsund undirskriftum krafist nýrra kosninga. Þá getur almenn- ingur krafist kosninga um hvaða málefni sem er ef 100.000 undirskriftir berast. Stjórnarfarið í Sviss er því í raun blandað. Þar gildir fulltrúalýðræði þar sem auðvelt er að efna til beinna kosninga. Svipað kerfi er við lýði í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem fylkisstjórinn var settur af í almennri atkvæðagreiðslu fyrir nokkrum árum. Kostirnir Ýmsir gallar eru á fulltrúalýðræði sem má draga úr með beinu lýðræði. Í fulltrúalýðræði endurspegla kjörnir full- trúar ekki endilega landfræðilega stað- setningu kjósenda vegna mismunandi vægis atkvæða eftir búsetu. Þeir eru oft menntaðri og efnaðri en almenningur, fleiri karlmenn komast að en konur og flestir kjörnir fulltrúar af sama kynstofni og meirihluti þjóðarinnar. Einnig eru þeir mjög oft lögfræðingar. Jafnvel þó að atvinnuþátttaka sé mismikil milli þjóð- félagshópa ættu atkvæði í beinu lýðræði að endurspegla vilja þjóðfélagsins betur en í óbeinu. Hagsmunaárekstrar eru algengir í full- trúalýðræði. Til dæmis er algengt að kjörnir fulltrúar kjósi um sín eigin laun. Þeir hafa hag af því að hafa launin eins há og þeir geta, en kjósendur vilja hafa þau jafn lág og mögulegt er, því að þeir borga launin í gegnum skatta. Spilling þrífst síður í beinu lýðræði og allt gegnsæi verður meira. Þá er hægt að ímynda sér að áhugi almennings verði almennt meiri á stjórnmálum, sérstaklega þar sem menn hafa þá meira vald til að ákveða ýmis málefni. Gallarnir Beint lýðræði er hins vegar ekki gallalaust. Að kjósa um hvert málefni sem kemur uppá yfirborðið getur reynst bæði hægfara og dýrt ferli. Fólk gæti misst þolinmæðina við að kjósa um eitthvað sem það hefur ekki áhuga á eða að kjósa sífellt um sama málefni. Málefni geta líka verið flókin og tímafrekt að koma sér inní einstök mál. Einstaklingar hugsa fyrst og fremst um eigin hag, rétt eins og stjórnmálamenn. Því gæti orðið erfitt að fá í gegn lög sem koma minnihlutahópum til góða ef það kemur niður á meirihlutanum, jafnvel þó ábati minnihlutans sé meiri kostnaður meirihlutans. Á móti kemur að í fulltrúalýðræði eru öfgarnar oft í hina áttina, þar sem lítill hópur hefur mikil áhrif. Þeir sem eru á móti einhverju máli eru líka taldir líklegri til þess að kjósa en þeir sem eru fylgjandi því. Stærsti gallinn er þó líklega ósamræmi. Þegar fólk kýs um einstök málefni getur niðurstaðan orðið allt önnur en ef kosið er um „pakka“ af málefnum. Því mun niðurstaðan ekki endilega vera besta lausnin. Til dæmis er hægt að ímynda sér að fólk kjósi að ríkið hækki barnameðlög, niðurgreiði bækur til menntunar og ýmislegt fleira sem krefst meiri fjárútláta, á sama tíma og það kjósi að lækka skatta og minnka umfang hins opinbera. Lengd kjörtímabila Margir hafa haft á orði að lýðræðið sé aðeins virkt rétt fyrir kosningar. Á þeim tíma fari stjórnmálamenn að vilja fólksins og lofi öllu fögru. Um leið og búið sé að kjósa séu kosningaloforðin brotin. Ef kjörtímabil væru stytt þyrfti fólk ekki að bíða í fjögur ár til að láta í ljós óánægju með gjörðir stjórnarinnar og samkvæmt því ætti lýðræðið þá að vera virkara. Margir hagfræðingar telja kjörtímabilin hins vegar oft of stutt af því að áhrif af breytingum í hagkerfinu taka oft lengri tíma að hafa áhrif. Stundum hafa jákvæðar breytingar neikvæðar afleiðingar fyrst um sinn, áður en allt verður betra. Þegar kommúnisminn hrundi og markaðs- hagkerfi var tekið upp í Austur-Evrópu, minnkaði landsframleiðsla fyrst, og það tók sums staðar fimm ár eða lengri tíma áður en þau náðu sama framleiðslustigi og áður. Fyrir kosningar er hætta á að farið sé út í breytingar sem eru góðar til skamms tíma en slæmar til lengri tíma. Margir töldu lækkun skatts á matvæli breytingu til batnaðar. Tímasetningin var hins vegar fráleit. Lækkunin kom fram rétt fyrir sveitastjórnarkosningar og átti að láta stjórnarflokkana líta vel út í augum kjósenda. Ljóst er að hvernig sem lýðræði er útfært, hefur það alltaf sína kosti og galla. Fræg eru ummæli Winstons Churchills: Lýðræði er versta tegund stjórnarfars, fyrir utan allar hinar gerðir stjórnarfars sem hafa verið reyndar. ksf Lýðræði og lýðræði Einstaklingar hugsa fyrst og fremst um eigin hag, rétt eins og stjórnmálamenn. Því gæti orðið erfitt að fá í gegn lög sem koma minni- hlutahópum til góða ef það kemur niður á meirihlutanum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.