Vísbending


Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 0 8 gæti skýrt hvers vegna gjárnar á mynd 1 eru miklu dýpri en topparnir. VVG er þó of ný til þess að fullyrða hvernig sambandið er á Íslandi. Væntingar neytenda ná nýjum lægðum en til að sjá hvenær efnahagurinn nær sér til baka á skrið. Fólk er fljótt að venjast betri kjörum, en það þolir illa þegar kjör þess versna. Það N eysla almennings er einn mikil- vægasti þáttur í öllum hag- kerfum enda fer stærstur hluti landsframleiðslunnar til neyslu. Því er mikilvægt að reyna að meta hvernig neyslan muni þróast. Í því skyni gefur Capacent út í mánuði hverjum Væntingavísitölu Gallups (VVG). Hún er reiknuð þannig að neytendur eru spurðir um mat á ástandi efnahagslífsins, ástandi vinnumarkaðarins, væntingum sínum um sömu málefni eftir sex mánuði, svo og væntingum sínum á heildartekjum fjölskyldunnar eftir sex mánuði. Fjölda jákvæðra svara er svo deilt með fjölda heildarfjölda aðspurðra og hlutfallið margfaldað með tvöhundruð. Ef jafnmargir eru jákvæðir og neikvæðir er vísitalan því hundrað; ef allir eru jákvæðir þá er hún í tvöhundruð. VVG er fundin á sama hátt og bandaríska vísitalan CCI (Consumer Confidence Index). Hugmyndin á bak við vísitöluna er einföld. Ef neytendur eru ánægðir og þeim finnst lífsgæði sín vera batna, eru þeir líklegri til þess að eyða meira sem heldur hagkerfinu gangandi. Óvissa um framtíðina eða óánægja með ástandið getur haft mjög neikvæð áhrif á efnahaginn. Spágeta vísitölunnar Væntingavísitölur þykja gefa nokkuð góða mynd af efnahagsástandi hverju sinni. Þær gefa líka vísbendingu um það hvernig neysla verður á næstunni; sérstaklega í varanlegum neysluvörum. Það þarf þó að fara varlega með að nota væntingavísitöluna til þess að spá. Sveiflur í henni eru oft miklar og séu þær 5% eða minna eru þær taldar flökt. Hagfræðingar nota líka oft fimm mánaða hreyft meðaltal (e. moving avarage) til þess að draga úr áhrifunum af sveiflunum. Væntingavísitölur eru yfirleitt betri til þess að koma auga á upphaf að samdrætti Mynd 1. Væntingavísitala Gallup Athugið að Y ásinn byrjar í 60. Heimild: Capacent Mynd 2. Væntingatalan og verðbólgan andhverf Mynd 3. Væntingavísitala Gallup og gengisvísitalan andhverf Heimild: Hagstofa Ísland og Capacent. Heimild: Seðlabanki Íslands og Capacent Væntingavísitölur eru yfirleitt betri til þess að koma auga á upphaf að samdrætti, fremur en til að sjá hvenær efna- hagurinn nær sér til baka á skrið. Gengisvísitalan (rauð, á skala til hægri) Væntingavísitala Gallup (blá, á skala til vinstri) Gengisvísitalan (rauð, á skala til hægri) Væntingavísitalan (blá, á skala til vinstri)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.