Vísbending


Vísbending - 03.10.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.10.2008, Blaðsíða 1
3. október 2008 37. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 4Efnahagskreppan er aðalefni Vísbendingar. Hvað gerðist og hvað gerist? Ríkið hefur ákveðið að koma inn í bankarekstur. Er ríkisrekstur góður fyrir fyrirtæki? Stundum verða fyrirtæki svo stór að ríkið þolir ekki að þau fari á hausinn. Landlæknir hvetur fólk til þess að tala varlega um kreppuna. Hvað má segja? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 7 . t b l . 2 0 0 8 1 Ávarp forsætisráðherra mánudaginn 6. október verður lengi í minnum haft. Ekki vegna þess að það hafi verið sérstaklega skorinort eða skýrt, því að það var hvorugt, heldur fyrst og fremst að það skyldi vera haldið. Engum duldist að slæm tíðindi voru í uppsiglingu. Þegar þetta er skrifað eru áhrif af lögunum sem sett voru í kjölfarið enn ekki komin fram. Ástandið minnir á yfirvofandi hernaðaraðgerð. Vandinn er sá að menn vita ekki nákvæmlega hver óvinurinn er eða hvaða vopn menn hafa til þess að berjast við hann. Hvernig gat þetta gerst? Enginn vafi er á því að ástandið á Íslandi vekur athygli víða um heim. Sjónvarpsfréttastöðvar flétta frásögnum af yfirvofandi þjóðnýtingu bankakerfisins á Íslandi inn í sögur af fundum leiðtoga stærstu Evrópulanda. Í leiðara í fjármálablaðinu The Economist birtist fyrirsögnin What’s the Icelandic for “domino”? Hér á landi er athyglin að þessu sinni óvelkomin og óverðskulduð að margra mati. Aðgerðir dönsku stjórnarinnar til bjargar sínum bönkum á sama tíma vöktu t.d. miklu minni áhuga alþjóðasamfélagsins. Mjög mikilvægt er að átta sig á því að vandinn er alls ekki bundinn við Ísland. Engir bankar í heiminum vilja lána öðrum þessa dagana nema skammtímalán sem hægt er að afturkalla nánast fyrirvaralaust. Í sjálfu sér bætir það ekki stöðu Íslendinga nema síður sé, en engu að síður er mikilvægt þegar menn meta stöðuna að átta sig á því að aðrir sitja í sömu súpu. Nú virðist það ljóst að einhverjir bankanna munu sigla í þrot og kannski þeir allir. Landsbankinn gat ekki greitt út af innlánsreikningum í Englandi á mánudag og þegar svo er komið getur ekki Allt í rúst? verið langt eftir. Flest bendir til þess að bankinn fari í þrot og ríkið kaupi íslenskar eignir hans af þrotabúinu. Hluti af þeim aðgerðum sem rætt var um áður en ljóst var að engin erlend lán fengjust er að selja erlendar eignir. Eignir banka og annarra íslenskra fyrirtækja erlendis eru hluti af útrás þeirra. Allir eru sammála um að erfitt sé að finna kaupendur að þessum eignum á viðunandi verði. Allar líkur eru á því að selja verði .þær með tapi. Sú sala gæti orðið hlutverk bústjóra. Miklar erlendar eignir eru líka ein meginástæðan fyrir því að bankavandinn er meiri hér á landi en annars staðar. Þegar fór að halla undan fæti síðastliðið haust og vetur hefðu samt sem áður verið aðstæður til þess að selja starfsemina með tiltölulega litlu tapi. Á þetta var bent þá en íslenskir eigendur bankanna töldu (réttilega) að með því að selja misstu þeir af möguleikanum á því að græða á ný þá fjármuni sem þegar höfðu tapast. Því miður var þetta líka rangt mat á stöðunni. Á þeim tíma var enn möguleiki á því að létta á stöðunni með því að selja eignir á skaplegu verði. Flestar þessar eignir eru eflaust veðsettar þannig að ekki er hægt að taka peningana sem fást við söluna beint heim heldur þar að byrja á því að greiða áhvílandi lán. Viðskipti Landsbankans og Straums í síðastliðinni viku hafa ekki vakið verðuga athygli. Í þeim seldi Landsbankinn hluta af erlendri starfsemi sinni. Félögin sem um ræðir eru: Landsbanki Securities í Bretlandi, Landsbanki Kepler á meginlandi Evrópu og 84% hlutur bankans í Merrion á Írlandi. Kaupverðið nemur 380 milljónum evra (55,4 mö.kr.) og verða 50 milljónir evra greiddar með reiðufé og afgangurinn með útgáfu víkjandi láns og sölu útlána. Þar sem viðskiptin eiga sér stað milli tengdra aðila er rík ástæða til þess að þau verði skoðuð nákvæmlega af eftirlitsaðilum eða skiptastjóra, ef svo fer að bankinn geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Lausafjárskorturinn veldur því að bankarnir geta ekki borgað upp skuldir sem nú eru á gjalddaga. Ef fjármunir ríkisins hefðu verið nýttir í það eru menn að veðja á að alvarlegu ástandi létti eftir nokkrar vikur þegar kemur að næsta gjalddaga. Verði frostið á alþjóðamörkuðum hins vegar viðvarandi er hætt við því að innspýting ríkisins myndi reynast skammgóður vermir. Aðkoma lífeyrissjóða Margir benda réttilega á það að hlutverk lífeyrissjóða felist í nafninu, það er að greiða lífeyri. Þeir eru nú í vanda staddir. Ef þeir nýta sér bágt gengi krónunnar nú hafa þeir þar með innleyst mikinn gengishagnað og tryggt sjóðfélögum ávöxtun í krónum talið. Krónan er hins vegar afar veik mynt og ef hún heldur áfram að falla með svipuðum hraða og undanfarna daga eru sjóðfélagar í verri stöðu með íslenskar krónur í sjóðum sínum er evrur, dali og pund. Gjaldeyrir sem fæst með sölu á eignum lífeyrissjóða er hins vegar veðfrjáls og hægt að nýta hann að fullu til þess að kaupa krónur. Forráðamenn lífeyrissjóðanna eru því settir í mjög erfiða stöðu. Ábyrgð þeirra er 2 framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.