Vísbending


Vísbending - 10.10.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.10.2008, Blaðsíða 1
10. október 2008 38. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 4Flestir telja að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn sé eina von Íslands núna. Hvað er til ráða í kreppunni sem hefur komið svo skyndilega? Er þjóðin komin aftur á tíma áætlunarbúskapar Sovéttímans? Lífeyrissjóðir hafa tapað miklu af eignum sínum við þrot bankanna. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 8 . t b l . 2 0 0 8 1 Eftir að íslenska bankakerfið hefur hrunið á einni viku er ljóst að þjóðin hefur tímabundið færst áratugi aftur í tímann. Gjaldeyrir er skammtaður og gengisskráning er margföld. Í raun og veru er ekkert að marka skráð gengi þessa dagana því að enginn gjaldeyrir fæst. Öllu skiptir að jafnvægi náist á ný. Til þess að svo verði þarf stórt gjaldeyrislán. Þar getur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e: International Monetary Fund, IMF) komið til hjálpar, en ekki er minna vert að fá ráðgjöf hans við enduruppbyggingu efnahagslífsins og koma í veg fyrir að ástandið verði verra en þegar er orðið. Hvað gerir IMF? Sjóðurinn er geysilega sterkur fjárhagslega og getur nýtt styrk sinn til þess að lána aðildarríkjum fé tímabundið til þess að ná tökum á gjaldeyrismálum enda er það hlutverk hans. Langalgengast er að sjóðurinn hafi komið til hjálpar í löndum þar sem ringulreið hefur verið í stjórnmálum og spilling mikil. Hér á landi eru ríkisfjármál í góðu horfi að því leyti að ekki er halli á ríkissjóði og hann er skuldlítill. Spilling er hér eflaust mjög lítil miðað við þriðja heims ríki. Innviðir þjóðfélagsins eru sterkir, menntun góð og samfélagið nútímalegt. Samt er öllum ljóst að hér hefur eitthvað mikið verið að því að stjórnmálamenn hafa almennt ekki áttað sig á þeirri miklu áhættu sem fylgdi stærð bankanna og ábyrgð ríkisins á erlendum innlánsreikningum Landsbankans. Ef hún fellur á þjóðina að stórum hluta er útilokað að hægt verði að standa undir henni. Ein leið út úr því ástandi væri einhvers konar nauðasamningar. IMF myndi í fyrstu tryggja mjög hátt lán í erlendum gjaldeyri. Þetta lán yrði að Er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fyrir aumingja? nota fyrst og fremst sem blóðgjöf inn í atvinnulífið. Ekki mætti nota það til þess að greiða gjaldfallnar skuldir bankanna heldur gæta þess féð nýtist til þess að halda lífi í þeirri atvinnustarfsemi sem hefur verið í lagi. Fyrst og fremst yrði framboð á gjaldeyrismarkaði þannig að ekki yrðu tugprósentasveiflur innan hvers dags. Líklegt er að gengisvísitalan yrði í upphafi nálægt 200 og lækkaði svo smám saman þar til eðlilegu langtímajafnvægi er náð. Það næst hins vegar aldrei ef þjóðin tekur á sig skuldaklafa. Margir hafa spurt hvaða skilyrði sjóðurinn muni setja. Mjög líklegt er að þau verði öll mjög skynsamleg fyrir þjóðina, en ekki þar með sagt að þau séu aðgengileg fyrir stjórnmálamenn. Aðhald í ríkisfjármálum er forgangsmál. Það þýðir ekki að ekki verði halli á fjárlögum næsta árs því að fyrirsjáanlegt er að skatttekjur minnka og útgjöld vaxa. Hins vegar verður örugglega mikill þrýstingur af hálfu sjóðsins að hér verði áfram beitt markaðslausnum og hér verði ekki komið á áætlanabúskap. Hvað um Rússana? Umræðan um að Rússar séu tilbúnir að veita Íslendingum hátt lán á viðráðanlegum kjörum hefur sett svip á þjóðfélagið. Rússar hafa myndað stóra sjóði með hagnaði af olíusölu. Þeir hafa hins vegar sett mikla fjármuni til þess að styðja banka sína undanfarna daga. Sagt er að þegar verð á olíu verði komið niður í 70 dali tunnan verði halli á fjárlögum Rússlands. Það fór í 78 dali 10. október. Sjóðirnir hafa að undanförnu minnkað undrahratt. Því er alls ekki víst að loforð sem gefið var fyrir viku standi enn. Margir hafa undrast að Seðlabankinn skyldi gefa út fréttatilkynningu um upphæð láns upp á fjóra milljarða evra og kjör eftir símtal. Það kann að vera að síðar komi í ljós að með því að segja frá láninu fyrirfram hafi verið slík pressa sett á Rússana að þeir geti ekki hætt við núna. Enginn vafi er á því að með því að hætta við lánið núna yrðu Rússar fyrir álitshnekki. Shigeo Katsu, aðstoðar- forstjóri Alþjóðabankans, hefur sagt að Rússland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ættu að vinna saman að því að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu. Rússar og Íslendingar ætla að hefja viðræður á næstu dögum um fjögra milljarða evra lánveitingu til Íslands. Mikilvægt er að þær gangi hratt fyrir sig. Á sama tíma og lánið yrði veitt og aðkoma IMF tilkynnt væri rétt að lækka vexti talsvert. Með því móti kæmist íslenskt atvinnulíf fyrr í samkeppnishæft ástand á ný. Eflaust þarf að setja skorður við lántökum, yfirdrætti og kreditkortaeyðslu tímabundið. Það er eðlilegt að viðhafa eðlilegt aðhald í lánveitingum. Þessar aðgerðir ásamt markaði með bankaskuldabréf sem nota mætti til skuldajöfnunar gætu gert það að verkum að jafnvægi næðist mun fyrr en ella. Þetta jafngildir niðurfærslu skulda, en hún er fyrirsjáanleg hvort eð er. Þannig væri það fyrirtækjum hvati að koma skuldum sínum í eðlilegt horf og jafnræði yrði milli skuldara. Það er mjög mikilvægt, að þeir sem skást hafa komið út úr áföllum undangenginna daga verði ekki refsað af ótta við að þeir bæti stöðu sína. Hugsanlega yrðu slíkar aðgerðir til þess að erlendir aðilar eignuðust hluti í íslenskum fyrirtækjum en það væri hollt til lengri tíma litið. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.