Vísbending


Vísbending - 10.10.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.10.2008, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 3 8 . t b l . 2 0 0 8 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Oddi. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Í ástandi eins og nú ríkir hafa menn séð að skyndisala á fyrirtækjum og hlutabréfum er ekki til þess fallin að skapa verðmæti. Því er það meginatriði að gera sér mat úr þeirri starfsemi sem er arðbær. Tökum Eimskipafélagið sem dæmi. Þar er ekki ástæða til annars en að ætla að innlenda starfsemin geti verið arðbær til lengri tíma litið. Hana þarf að setja í sérstakt félag sem ber eðlilegar skuldir og eiginfjárhlutfall. Það félag er hægt að selja innan lands eða utan. Hin stóru félög Eimskipafélagsins erlendis sem eru í óskyldri starfsemi ber að skilja frá og selja eftir því sem tækifæri gefst. Það tekur tíma og þar tapast peningar. Samt sem áður er betra að halda þeirri starfsemi gangandi sem skilar afgangi. Hinni sem er með tapi þarf að hætta strax og afskrifa þau verðmæti sem menn hafa talið að þar væru. Líklega er Landsbankinn stærsti lánardrottinn Eimskipafélagsins. Með skipulegum aðgerðum af þessu tagi væri hægt að bjarga stórum hluta af skuldum við bankann. Annað dæmi. Segjum að eiginfé í fyrirtækjum Baugs erlendis sé núll. Sá sem kaupir fyrirtækin tekur á sig skuldabyrði og er tilbúinn að taka á sig jafnmiklar skuldir og reksturinn ber til frambúðar. Þess vegna á að fela erlendum sérfræðingum að selja þessar eignir, og leita tilboða, hugsanlega með afskriftum skulda. Þannig fæst örugglega meira verð fyrir en ef teknar eru skyndiákvarðanir. Segjum að tvö fyrirtæki séu í samkeppnisrekstri og séu jafnstór. Annað er sterkt og með 50% eiginfjárhlutfall. Hitt er ekki með neitt eiginfé. Það væri hörmulegt ef opinber nefnd ákvæði að færa niður skuldir á því illa stadda en ekki á hinu. Ekki má búa til bákn sem hefur það hlutverk að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja, ef hægt er að nota markaðslausnir til þess að skapa kerfi sem er heilbrigðara í lokin en miðstýrt ríkisveldi. Meginmáli skiptir að beitt sé markaðslausnum og mönnum ekki refsað fyrir það að vera með heilbrigðari rekstur en þeir sem verst standa núna. Vandinn núna er ekki vegna þess að markaðsöflin geti ekki virkað heldur að skynsemin og gætnin gleymdust. bj Nýtum kosti markaðarins Í fjárhagsáföllunum sem dunið hafa á að undanförnu hafa allir Íslendingar tapað miklum fjármunum. Jafnvel þeir sem ekki áttu hlutabréf eða fé í sjóðum bankanna hafa orðið fyrir tapi í gegnum eign sína í lífeyrissjóðum. Á þessari stundu er erfitt að meta hvert tapið verður í heild. Sumir tapliðir liggja þegar fyrir en aðrir verða óvissir enn um stund. Mikil óvissa Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna hefur lækkað um að minnsta kosti 80% nú þegar við þrot bankanna. Kannski er tapið enn meira. Miklu skiptir að í framhaldinu takist þannig til að ekki verði frekara tap þannig að starfsemi sem enn er í lagi verði heilbrigð í framtíðinni. Skuldabréf fyrirtækja má eflaust færa niður um 60%. Hér er að miklu leyti um að ræða skuldabréf fyrirtækja skráð á markaði. Kannski er þetta mat of lágt. Erfitt er að greina það fyrr en á næstu vikum. Peningamarkaðssjóðir bankanna hafa orðið fyrir miklum áföllum. Hér er reiknað með því að þeir lækki um 50%. Viðskiptaráðherra hefur sagt að komið verði til móts við eigendur slíkra bréfa en ekkert er enn vitað um hvað ríkisstjórnin gerir eða getur gert. Skuldabréf gefin út af innlánsstofnunum eru ekki spennandi eign þessa dagana. Miklar umræður hafa verið um það meðal stjórnvalda og annarra hvernig fara eigi með þessi bréf og jafnvel hvort gera ætti þau að markaðsvöru sem skuldarar gætu nýtt til skuldajöfnunar og lækka þannig skuldir Áhætta lífeyrissjóða sínar við bankakerfið. Engar ákvarðanir liggja fyrir. Erlend hlutabréfaeign er áhættusöm vegna þess að erlend hlutabréf hafa lækkað mikið í verði. Á móti kemur að gengi krónunnar hefur fallið mikið og sjóðirnir njóta þess í íslenskum krónum talið. Niðurstaðan í þessum lið byggir auðvitað á því hver þróunin verður á alþjóðamörkuðum á næstu vikum. Ef ringulreiðin víkur fyrir gagnkvæmu trausti gæti þessi liður haldist í jafnvægi. Miðað við það sem þegar er vitað er ljóst að lífeyrissjóðakerfið hefur tapað um 18% af eignum. Kannski á sú tala eftir að hækka á næstunni. Það fer fyrst og fremst eftir því hvernig spilast úr bankakreppunni. Hvað reynast eignir bankanna miklar þegar á reynir og hve langan tíma tekur að koma ró á efnahagslífið? Enn stórir Lífeyrissjóðakerfið íslenska er geysistórt á alþjóðlegan mælikvarða jafnvel eftir þetta áfall. Ef áföllin verða ekki stærri en sett er fram í töflunni verður lífeyrissjóðakerfið um það bil jafnstórt landsframleiðslunni. Það er svipað hlutfall og í árslok 2004. Verði áföllin enn meiri þannig að sjóðirnir töpuðu um þriðjungi af eignum sínum yrði hlutfall eigna lífeyrissjóða af landsframleiðslu um 85% og færi allt aftur til ársins 2002. Því má þó ekki gleyma að ef efnahagslífið nær sér hratt gæti ávöxtun sjóðanna orðið góð á næstu árum. Þeir munu leika stórt hlutverk í enduruppbyggingu hagkerfisins. 31.ágú 10.okt Breyting 2008 2008 Sjó!ur og bankainnstæ!ur 83.198 83.198 Útlán og ver!bréfaeign samtals 1.756.758 1.418.400 -19% Ver!bréf me! föstum tekjum 941.090 825.196 -12% Ríkissjó!ur Íslands 54.399 54.399 Bæjar- og sveitarfélög 39.911 39.911 Innlánsstofnanir 145.424 145.424 Áhætta !mis lánafyrirtæki 320.458 320.458 ".a. húsbréf 32.766 32.766 ".a. húsnæ!isbréf 21.400 21.400 ".a. íbú!abréf 235.882 235.882 Fyrirtæki 193.158 77.263 -60% Einstaklingar (sjó!félagalán) 155.230 155.230 Erlend skuldabréf 32.511 32.511 Ver!bréf me! breytilegum tekjum 815.668 593.204 -27% Ver"bréfasjó"ir, alls (skbr.- og blanda"ir) 268.565 183.103 -32% Innlendir 170.925 85.463 -50% Erlendir 97.640 97.640 Hlutabréfasjó"ir, alls 294.261 294.261 Innlendir 10.715 10.715 Erlendir 283.546 283.546 Áhætta Hlutabréf, alls 252.841 115.841 -54% Innlend 171.251 34.250 -80% Erlend 81.591 81.591 Áhætta A!rar eignir, nettó -2.576 -2.576 Hrein eign til grei!slu lífeyris 1.837.380 1.499.022 -18%

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.