Vísbending


Vísbending - 20.11.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.11.2008, Blaðsíða 1
20. nóvember 2008 44. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1Eyþór Ívar Jónsson, ritstjóri Vísbendingar þessa vikuna, fjallar um atvinnu- og nýsköpun sprotafyrirtækja. Hvernig er hægt að ýta undir stofn un nýrra fyrirtækja og hvernig má hjálpa smáfyrirtækjum til þess að ná meiri vexti en ella. Guðmundu Magnússon fjallar um fjármálaum - hverfið á Íslandi fyrir og í kjölfar lausafjárkreppunnar. Það gæti orðið auðveldara að ganga í ESB en Myntbandalagið. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 4 4 . t b l . 2 0 0 8 1 Nýsköpun og sprotafyrirtæki eru nýju tískuorðin á Íslandi. Það er í sjálfu sér ánægjulegt vegna þess að nýsköpun, sérstaklega í samhengi við nýstofnuð fyrirtæki og smáfyrirtæki, hefur að miklu leyti verið kæfð í stórhyggju sem hefur snúist um uppkaup, sameiningar og stórtækar fjárfestingar. Pendúllinn hefur snúist en hugsanlega eru væntingarnar of miklar þar sem stundum virðist litið svo á að nýsköpun og sprotafyrirtæki geti breytt öllu á Íslandi. Það þarf hins vegar að stýra væntingum og stilla aðgerðir til þess að von verði ekki að vonbrigðum. Engu að síður er mikilvægt að halda því til haga að ný fyrirtæki og sprotafyrirtæki leika lykilhlutverk í atvinnu- og nýsköpun þjóða. Atvinnusköpun Árið 1979 kynnti hagfræðingur að nafni David Birch niðurstöður sínar um að hrein atvinnusköpun í Bandaríkjunum væri fyrst og fremst drifin áfram af smáfyrirtækjum. Þetta vakti athygli vegna þess að lengst af höfðu menn trúað því að stórfyrirtæki sköpuðu flest störf í Bandaríkjunum. Það hafði verið sjálfgefið án mikilla rannsókna. Rannsóknir Birch vöktu forvitni og þrátt fyrir að margir gerðu athugasemdir við ýmislegt í aðferðafræði Birch tókst engum í raun að hrekja grundvallarniðurstöður hans. Niðurstaða Birch var að á tímabilinu frá 1969 til 1976 þá sköpuðu fyrirtæki með færri en 20 starfsmenn um 66% af nýjum störfum í Bandaríkjunum og fyrirtæki með færri en 100 starfsmenn um 82% af nýjum störfum. Þó að hlutfallið sveiflist eftir tímabilum hafa seinni tíma rannsóknir, eins og t.d. rannsóknir SBA Atvinnu- og nýsköpun sprotafyrirtækja Niðurstöður Birch urðu til þess að pólitískt viðhorf gagnvart smáfyrirtækjum í Bandaríkjunum breyttist á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Nýsköpun Lengi vel hefur trúin verið sú að stórfyrirtæki væru drifkraftur framfara í þjóðfélagi. Það sem lá að baki þessari trú, sem ekki ómerkari menn en Alfred Chandler, Joseph Shumpeter, Oliver Williamson og John Kenneth Galbraith voru talsmenn fyrir, var að tæknibreytingar og nýsköpun verði að mestu til í stórfyrirtækjum. Jafnvel þó að fræðimenn væru tilbúnir að viðurkenna að flest störf yrðu til í smáfyrirtækjum var nýsköpun fyrst og fremst eitthvað sem til var í stórfyrirtækjum. Stærð smáfyrirtækja gerði það einfaldlega að verkum, samkvæmt þessari trú, að þau hefðu ekki bolmagn í nýsköpun. Rannsóknir og þróun voru of dýrar fyrir smáfyrirtæki. Þegar talað er um nýsköpun í stórfyrirtækjum er oft talað um hana sem innra ferli þar sem vísindamenn nýta þekkingu sýna til þess að prófa og þróa nýja tækni, nýja vörur og þjónustu. Í þessu felst fjárfesting stórfyrirtækja í rannsóknum og þróun. Þegar talað er 2 framhald á bls. 2 (2001) og rannsóknir OECD (1998), stutt niðurstöður Birch. Rannsóknir á atvinnusköpun í efnahagssveiflum gefa til kynna að stórfyrirtæki ráði mest af fólki þegar nálgast hápunkt góðæris en segja síðan upp fólki í niðursveiflu. Sveiflur í atvinnusköpun smáfyrirtækja er hins vegar miklu mun minni og bendir margt til að það sé talsverð tregða í smáfyrirtækjum að segja upp fólki, jafnvel í niðursveiflu. Algengara er að útskýra megi samdrátt starfa í smáfyrirtækjum með gjaldþrotum. Hvort sem stór- eða smáfyrirtæki eiga í hlut þá tapast störf en það er munurinn á sköpuðum og töpuðum störfum sem skilur eftir hrein ný störf. Til dæmis voru sköpuð 23,2 milljón ný störf í Bandaríkjunum frá 1988 til 1990 en á sama tíma töpuðust önnur 20,5 milljón störf. Hrein ný störf voru þar af leiðandi 2,7 milljón störf. Á þessu tímabili sköpuðu smáfyrirtæki 3,2 milljón hrein ný störf (14,5 milljón sköpuð og 11,3 milljón töpuð) en stórfyrirtæki töpuðu hins vegar 0,6 milljón störfum (8,5 milljón sköpuð og 9,1 milljón töpuð). Það er jafnan niðurstaðan í niðursveiflum að stórfyrirtæki tapa störfum á meðan smáfyrirtæki halda áfram að skapa ný störf. Það er einnig athyglivert að smáfyrirtæki eyðileggja og skapa fleiri störf en stórfyrirtæki. Nánari athugun á atvinnusköpun í Bandaríkjunum hefur gefið til kynna að einungis um 5% af smáfyrirtækjum skapa þrjú af hverjum fjórum nýjum störfum og 10% skapa níu af hverjum tíu störfum. Þetta voru fyrst og fremst tvenns konar fyrirtæki, annars vegar nýstofnuð fyrirtæki, sem Birch kallaði „mýs“, og hins vegar ört vaxandi fyrirtæki, sem Birch kallaði „gasellur“. Það sem vakti sérstaka athygli að bæði mýsnar og gasellurnar mátti finna í ólíkustu atvinnugreinum. viðskiptafræðingur Eyþór Ívar Jónsson Það er jafnan niðurstaðan í niðursveiflum að stórfyrirtæki tapa störfum á meðan smáfyrirtæki halda áfram að skapa ný störf. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.