Vísbending


Vísbending - 16.12.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.12.2008, Blaðsíða 1
16. desember 2008 47. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1Íslenska ríkið tekur þúsund milljarða króna að láni. Í hvað fara peningarnir? Mjög margt benti til þess að góðærið frá 1995 gæti ekki staðist til lengdar. Líklega stóð það þó of lengi. Skellurinn hefði orðið minni hefði hann komið fyrr. Munu menn draga rangar niðurstöður af efnahagshruninu? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 4 7 . t b l . 2 0 0 8 1 Hvað verður um alla peningana sem Íslendingar ætla að taka að láni? Margir spyrja sig þessarar spurningar þessa dagana þegar ráðamenn upplýsa að alls muni vaxtagreiðslurnar einar nema um 100 milljónum króna á næsta ári. Kemur eitthvað af þessum peningum aftur eða eru þeir að eilífu glataðir? Skipting skuldanna Meginhluti skuldanna skýrist af eftirtöldum þáttum: Endurreisn bankanna, endurreisn Seðlabankans, Icesave og halla á fjárlögum. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig skiptingin milli þessara fjögurra hluta er eins og næst verður komist á þessari stundu. Á töflunni sést að til þess að byggja upp eiginfé banka og sparisjóða þarf að leggja fram 350 til 400 milljarða króna. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að fyrir hrun bankanna var eiginfé þeirra talið nema rúmum þúsund milljörðum króna. Allt af því hefur gufað upp og meira til. Til Seðlabankans þarf að verja að minnsta kosti 150 milljörðum króna. Hann var með bankabréf í hrönnum sem tryggingar en þau eru nú lítils virði. Hann tapaði einnig um 75 milljarða króna láni sínu til Kaupþings daginn áður en bankinn hvarf af sviðinu, en á í staðinn danska FIH bankann sem er ágæt eign ef hægt er að bíða með að selja bankann þangað til rofar til. Mikil óvissa er um skuldir vegna Icesave-reikninganna. Enginn veit hvers virði eignir Landsbankans verða á endanum. Líklega er ekki fjarri lagi að giska á að skuldirnar verði 200 milljarðar króna þegar upp verður staðið. Ef til vill bætist vaxtakostnaður við þessa fjárhæð. Búist er við að halli á ríkissjóði næstu þrjú árin verði 4-500 milljarðar króna. Árið 2009 verður hann um 160 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Á sama tíma hækkar ríkisstjórnin Fyrirgef oss vorar skuldir 2 4 Tafla: Skuldasöfnun ríkisins persónuafslátt þannig að tekjuskattur lækkar hjá flestum launamönnum. Þrátt fyrir allt er ólíklegt að þjóðin verði jafn tilbúin til þess að taka á sig frekari álögur næsta haust og núna. Þess vegna hefði verið skárra að hafa hallann á ríkisbúskapnum sem minnstan í upphafi en að safna skuldum. Nóg er samt. Fjárfesting og rekstur Eiginfé bankanna er fjárfesting sem búast má við að nýtist í framtíðinni sem söluvara. Líklega verður bið eftir íslenskum aðilum sem geta keypt nýju bankana að frátöldum lífeyris sjóðum. Þegar Landsbankinn var seldur á sínum tíma fyrir brot af söluhagnaði af bjórverksmiðju fékk ríkið um tólf milljarða króna fyrir 45% hlut í bankanum. Það jafngildir því að bankinn allur væri um 40 milljarða virði á verðlagi í nóvember 2008. Bankakerfið í heild hefði á þeim tíma verið nærri 100 milljarða króna virði miðað við núverandi verðlag. Talað hefur verið um að erlendir lánardrottnar bankanna eignist hlut í nýju bönkunum. Það myndi vissulega bæta stöðuna að þrennu leyti: Ríkið þyrfti ekki að leggja jafnmikið fé fram, skuldir þrotabúanna minnkuðu og tengsl skapast við erlendar lánastofnanir sem hafa hag af því að reksturinn gangi sem best. Hvernig sem þetta fer ætti sala bankanna til erlendra eða innlendra aðila að nýtast ríkinu síðar meir til þess að lækka skuldir sínar. Forsenda fyrir því er þó sú að bankarnir verði reknir sem fyrirtæki en ekki félagsmálastofnanir. Eiginfjáruppbygging Seðlabankans er í raun og veru fjárfesting í krónunni. Ef að líkum lætur þurfa landsmenn að halda þessari fágætu mynt í nokkur ár enn að minnsta kosti. Verði hún hins vegar lögð niður nýtast fjármunir Seðlabankans til skuldalækkunar. Hallinn á fjárlögum kemur ekki til baka síðar. Þess vegna ættu stjórnvöld að beita sér sem mest þau mega til þess að hafa hallann sem minnstan. Með því er byrðum létt af komandi kynslóðum og þjóðin vinnur sig fyrr út úr kreppunni. Icesave peningarnir eru hreint tap þjóðarbúsins og það framlag virkar svipað og verðmætum væri brennt. Það er ótrúlegt að sex árum eftir einkavæðingu Landsbankans sé ríkisábyrgð vegna hans svo mikil að hún sligi þjóðarbúið um árabil. Vaxtabyrðin Erlend lán munu alls nema 6-700 milljörðum króna (óvissa er um á hvaða gengi á að reikna þau). Auk þess koma lán vegna Icesave-reikninganna. Þau eru talsverð núna en minnka væntanlega hratt þegar losað verður um eignir Landsbankans. Alls munu erlendar skuldir ríkisins nema 800 til 1.000 milljörðum króna. Það sem uppá vantar verður ríkið að fjármagna á innlendum markaði, alls 250 til 400 milljarðar króna. Sá hluti dreifist á nokkur ár. Vaxtabyrði af öllum þessum lánum er sem fyrr segir metin nálægt 100 milljörðum á ári. Það er um 20% af niðurstöðutölu fjárlaga. Það er líka fjárhæð sem myndi duga fyrir rekstri alls heilbrigðiskerfis landsins í heilt ár. Slíkar álögur getur ríkið ekki borið nema með því að skera útgjöld mjög mikið niður. Kostirnir eru bara tveir: Að borga núna eða borga seinna. Fyrirgef oss vorar skuldir Hva! ver!ur um alla peningana sem Íslendingar ætla a! taka a! láni? Margir spyrja sig "essarar spurningar "essa dagana "egar rá!amenn uppl#sa a! alls muni vaxtagrei!slurnar einar nema um 100 milljónum króna á næsta ári. Kemur eitthva! af "essum peningum aftur e!a eru "eir a! eilífu glata!ir? Skipting skuldanna Meginhluti skuldanna sk#rist af eftirtöldum "áttum: Endurreisn bankanna, endurreisn Se!labankans, Icesave og halla á fjárlög m. Í me!fylgjandi töflu má sjá hvernig skiptingin milli "essara fjögurra hluta er eins og næst ver!ur komist á "essari stundu. Á töflunni sést a! til "ess a! byggja upp eiginfé banka og sparisjó!a "arf a! leggja fram 350 til 400 milljar!a króna. $etta er athyglisvert í ljósi "ess a! fyrir hrun bankanna var eiginfé "eirra tali! nema rúmum "úsund illjör!um króna. Mest af "ví hefur g fa! upp og eira til. Til Se!labankans "arf a! verja a! minnsta kosti 150 milljör!um króna. Hann var me! bankabréf í hrönnum sem tryggingar en "au eru nú lítils vir!i. Hann tapa!i einnig um 75 milljar!a króna láni sínu til Kaup"ings daginn á!ur en bankinn hvarf af svi!inu, en á í sta!inn danska FIH bankann sem er ágæt eign ef hægt er a! bí!a me! a! selja bankann "anga! til rofar til. Mikil óvissa er um skuldir vegna Icesave-reikninganna. Enginn veit hvers vir!i eignir Landsbankans ver!a á endanum. Líklega er ekki fjarri lagi a! giska á a! "ær ver!i 200 milljar!ar króna "egar upp ver!ur sta!i!. Ef til vill bætist vaxtakostna!ur vi! "essa fjárhæ!. Búist er vi! a! halli á ríkissjó!i næstu "rjú árin ver!i 4-500 milljar!ar króna. Ári! 2009 ver!ur hann um 160 milljar!ar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Á sama tíma hækkar ríkisstjórnin persónuafslátt "annig a! tekjuskattur lækkar hjá flestum launamönnum. $rátt fyrir allt er ólíklegt a! "jó!i ver!i jafn ti búin til "ess a! taka á sig frekari álögur n sta haust og núna. $ess vegna hef!i veri! skárra a! hafa hallann á ríkisbúskapnum sem minnstan í upphafi en a! safna skuldum. Nóg er samt. Tafla: Skuldasöfnun ríkisins Milljar!ar króna Bankar eiginfé 350 til 400 Se!labankinn eiginfé 150 til 200 Halli á fjárlögum 400 til 500 Icesave 150 til 300 Alls 1.050 til 1.400 Heimild: Frjáls verslun og fl. Fjárfesting og rekstur Eiginfé bankanna er fjárfesting sem búast má vi! a! n#tist í framtí!inni sem söluvara. Líklega ver!ur bi! eftir íslenskum a!ilum sem geta keypt n#ju bankanna a! frátöldum lífeyrissjó!um. $egar Landsbankinn var seldur á sínum tíma fyrir brot af söluhagna!i af bjórverksmi!ju fékk ríki! um tólf milljar!a króna fyrir 45% hlut í bankanum. $a! jafngildir "ví a! bankinn allur væri um 40 milljar!a vir!i á ver!lagi í nóvember 2008. Heimild: Frjáls verslun og fl.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.