Vísbending


Vísbending - 16.12.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.12.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 4 7 . t b l . 2 0 0 8 Bakslagið kom of seint Sigurður Jóhannesson Góðærið sem stóð fram á þetta ár var á ýmsan hátt einstakt. Það stóð lengur en fyrri góðærisskeið og lífskjör bötnuðu miklu meira en áður eru dæmi um. Ekki var skrítið að afturkippur kæmi um síðir í hagvöxtinn. Hitt er miklu verðugra skoðunarefni hvað bakslagið kom seint. Mynd 1 sýnir kaupmátt tímakaups íslensks verkafólks frá 1961 til 2007. Framan af nær kaupmátturinn hámarki á nokkurra ára fresti. Hann er í hápunkti 1967, 1974, 1982 og 1988. Eftir toppana kemur bakslag. Sex til átta ár eru milli hápunktanna. En um miðjan tíunda áratuginn breytist myndin. Kaupmáttur launa var á samfelldri uppleið í á annan áratug. Frá 1995 til 2007 jókst hann um 55%, eða nálægt 3,7% á ári. Frá 1961 til 1995 jókst kaupmáttur verkamannakaups hins vegar um 67%, eða um 1,5% á ári. Einnig má nefna að frá 1915 til 1988 virðist kaupmáttur Dagsbrúnarkaups hafa vaxið um nálægt 1,5% á ári að jafnaði. Tímabilið frá 1995 til 2007 er alveg sér á parti. Núna segjast margir hafa séð hrunið fyrir. Það getur verið rétt, en þær raddir voru ekki alltaf háværar á góðærisskeiðinu. hagfræðingur Góð rök voru færð fyrir því, að hinn mikli hagvöxtur stæði traustum fótum og stafaði ekki fyrst og fremst af þenslu í eftirspurn. Þá væri ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af því sem sumir töldu hættumerki. Árið 2000 kom til dæmis út ritið Velferð og viðskipti.1 Á kápu þess mátti lesa þetta: ,,Hagvaxtarskeiðið á seinni hluta tíunda áratugarins hefur haft í för með sér eina mestu lífskjarabót sem dæmi eru um á Íslandi. Þetta blómaskeið má einna helst rekja til aukins frelsis í viðskiptum og efnahagslegs stöðugleika sem stuðlað hefur að meiri hagkvæmni í rekstri fyrirtækja. ... Á síðustu árum hefur athyglin hins vegar beinst í auknum mæli að ört vaxandi halla á viðskiptum við útlönd og hefur spunnist allmikil umræða um eðli hans og orsakir. Nokkuð hefur skort á að hinar ýmsu hliðar málsins fengju ítarlega umfjöllun og jafnvel hefur á stundum borið á misskilningi. ... [Hér eru] færð ... rök fyrir því að jöfnuður á viðskiptum við útlönd eigi ekki að vera jafn mikilvægt markmið stjórnvalda og efling hagvaxtar, lítið atvinnuleysi og stöðug og lág verðbólga.“ Í ritinu eru skilmerkilega raktar þær hættur sem fylgja skuldasöfnun í útlöndum, ekki síst fyrir fjármálakerfið. En einnig er bent á að stundum er skynsamlegt að safna skuldum. Segja má að það sé meginboðskapur ritsins. Oft hefur mátt heyra svipuð viðhorf í umræðum undanfarin ár. Upphaf vaxtarskeiðsins Verðbólga var svipuð hér á landi og í grannlöndunum á fyrri hluta tíunda áratugarins. Það var í fyrsta sinn í áratugi sem það gerðist. Fleiri voru atvinnulausir en oftast áður og framkvæmdir á vegum hins opinbera voru óvenjulitlar. Fjárfestingar í stóriðju og virkjunum sem höfðu staðið með stuttum hléum frá sjöunda áratugnum lágu að mestu niðri. En ládeyðan stóð ekki lengi. Ýmsar hugmyndir voru uppi um aðferðir til þess að koma lífi í hagkerfið. Fyrir kosningar 1995 lögðu framsóknarmenn fram metnaðarfulla áætlun: Tólf þúsund störf skyldu sköpuð til aldamóta. Eftir að flokkurinn komst til valda eftir kosningar tók hann þegar til við að efna loforðið. Sú leið sem hafði langmest áhrif var rafmagnssala til stóriðju. Nær almenn samstaða var reyndar um hana á þessum tíma. ,,750 ný störf og hagvöxtur eykst um 0,7%“ segir í frétt Morgunblaðsins um stækkun álversins í Straumsvík 8. nóvember 1995. Rafmagn frá Blöndu, sem ekki hafði tekist að koma út, var selt álverinu á góðum kjörum. Árið 1997 sömdu Landsvirkjun og Hitaveita Reykjavíkur um rafmagnssölu til nýs álvers í Hvalfirði. Fjárfestingar í málmiðju og veitum fóru í 5% af landsframleiðslu 1998 (sjá mynd 2). Nokkuð hægði á framkvæmdum 2001 og 2002, en það breyttist með nýjum umsvifum á Hellisheiði, Reykjanesskaga, í Hvalfirði, á Kárahnjúkum og í Reyðarfirði. Fjárfestingar í málmiðju og veitum fóru í 12% af landsframleiðslu árið 2006. Stóriðjufjárfestingar eru að miklu leyti í erlendum vélum, tækjum og byggingarefni, en að hluta til beinast þær að íslenskum vörum og þjónustu (líklega 30-40% að minnsta kosti). Ekki er nóg með að margir Íslendingar vinni að framkvæmdunum sjálfum, heldur er einnig þörf á alls kyns aðföngum, sementi, flugi, verslun og fl. Eftirspurn eykst eftir innlendri vöru og þjónustu. Þenslan mildast með erlendu vinnuafli, en því fylgir líka eftirspurn, til dæmis eftir húsnæði. Ekki fer hjá því að verðlag hækki á Íslandi miðað við önnur lönd (með öðrum orðum hækkar raungengi krónunnar). Það ræðst síðan af peningastefnunni, meðal annars, hvort verðlag hækkar í íslenskum krónum eða hvort gengi krónunnar hækkar. Mynd 1. Kaupmáttur verkamannalauna 1961-2007 Bakslagi! kom of seint Gó!æri! sem stó! fram á "et a ár var á #msan hátt einstakt. $a! stó! lengur en fyrri gó!ærisskei! og lífskjör jukust miklu meira en á!ur eru dæmi um. Ekki var skríti! a! afturkippur kæmi um sí!ir í hagvöxtinn. Hitt er miklu ver!ugra sko!unarefni hva! bakslagi! kom seint. Mynd 1. Kaupmáttur verkamannalauna 1961-2007 Heimildir: Kjararannsóknarnefnd, Hagstofa Íslands, eigin útreikningar. Laun verkakarla til 1994, eftir !a" landverkafólks í Al!#"usambandinu. Gögn vantar um ári" 1997. Mynd 1 s#nir kaupmátt tímakaups íslensks verkafólks frá 1961 til 2007. Framan af nær kaupmátturinn hámarki á nokkurra ára fresti. Hann er í hápunkti 1967, 1974, 1982 og 1988. Eftir toppana kemur bakslag. Sex til átta ár eru milli hápunktanna. En um mi!jan tíunda áratuginn breytist myndin. Kaupmáttur launa var á samfelldri upplei! í á annan áratug. Frá 1995 til 2007 jókst hann um 55%, e!a nálægt 3,7% á ári. Frá 1961 til 1995 jókst kaupmáttur verkamannakaups hins vegar um 67%, e!a um 1,5% á ári. Einnig má nefna a! frá 1915 til 1988 vir!ist kaupmáttur Dagsbrúnarkaups hafa vaxi! um nálægt 1,5% á ári a! jafna!i. Tímabili! frá 1995 til 2007 er alveg sér á parti. Núna segjast margir hafa sé! hruni! fyrir. $a! getur veri! rétt, en "ær raddir voru ekki alltaf háværar á gó!ærisskei!inu. Gó! rök voru fær! fyrir "ví, a! hinn mikli hagvöxtur stæ!i traustum fótum og stafa!i ekki fyrst og fremst af "enslu í eftirspurn. $á væri ekki ástæ!a til "ess a! hafa áhyggjur af "ví sem sumir töldu hættumerki. Ári! 2000 kom til dæmis út riti! Velfer" og vi"skipti.1 Á kápu hennar mátti lesa "etta: 1 Velfer! og vi!skipti, höfundar Gústav Sigur!sson ,Gylfi Zoëga, Marta Skúladóttir, Tryggvi $ór Herbertsson, gefin út me! styrk frá forsætisrá!uneytinu ári! 2000. 0 20 40 60 80 100 120 140 160 180 1 9 6 1 1 9 6 3 1 9 6 5 1 9 6 7 1 9 6 9 1 9 7 1 1 9 7 3 1 9 7 5 1 9 7 7 1 9 7 9 1 9 8 1 1 9 8 3 1 9 8 5 1 9 8 7 1 9 8 9 1 9 9 1 1 9 9 3 1 9 9 5 1 9 9 7 1 9 9 9 2 0 0 1 2 0 0 3 2 0 0 5 2 0 0 7 1967 1974 1982 1988 2007 Heimildir: Kjararannsóknarnefnd, Hagstofa Íslands, eigin útreikningar. Laun verkakarla til 1994, eftir það landverkafólks í Alþýðusambandinu. Gögn vantar um árið 1997.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.