Vísbending


Vísbending - 27.02.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.02.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 9 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 3 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Ríkisstjórnin hóf feril sinn með því að setja fram verkefnaskrá. Þar komu fram ýmis þau mál sem stjórnin hugðist ná fram. Meðal þeirra var að auka lýðræði. Einkum felst það í því að vinna að breytingum á stjórnarskránni, auðvelda þjóðaratkvæðagreiðslur og fleira sem ætla má að sé einmitt ofarlega á baugi hjá almenningi. Sérstaklega er tekið fram að „kosningalögum verður breytt með þeim hætti að opnaðir verða möguleikar á persónukjöri í kosningum til Alþingis.“ Þetta ákvæði er mjög mikilvægt því að kjósendur verða að geta raðað mönnum innan lista og haft þannig bein áhrif á það hverjir þjóna almenningi að kosningum loknum. Sumir hafa verið haldnir þeirri firru að prófkjör gegni sama hlutverki en það er alls ekki rétt. Í Samfylkingunni, sem er lýðræðisleg hreyfing fólksins í landinu, eru stunduð umræðustjórnmál. Dagur B. Eggertsson ætlar að bjóða sig fram til varaformanns í Samfylkingunni. Hann sagði að „áherslur Samfylkingarinnar væru á lýðræðisleg vinnubrögð og fagmennsku“. Hann sagði líka að honum fyndist „mikilvægt að stjórnmálin endurnýi sig ekki síður en aðrir hlutir í samfélaginu“ og hann vildi taka þátt í „að opna Samfylkinguna fyrir þessum mikla samfélagslega áhuga, hugmyndum, lausnum og nýju fólki.“ Samræður eru mjög stór hluti af starfi Samfylkingarinnar. Til dæmis ræddi Ingibjörg Sólrún það við Jóhönnu að Ingibjörg yrði áfram formaður. En til þess að stjórnmálin endurnýi sig verður Jóhanna í fyrsta sæti í Reykjavík en Ingibjörg var í því sæti síðast. Í öðru sæti verður líka endurnýjun því að þar tekur Ingibjörg við af Jóhönnu. Þetta er líka í takt við hugmyndir Samfylkingarinnar um fléttulista. Í þriðja sæti í lýðræðislegri hreyfingu fólksins verður fagmaðurinn Össur Skarphéðinsson, sem var reyndar líka í því sæti síðast. Þær reyndu að dömpa honum en tókst ekki í þetta sinn. Í hinni opnu Samfylkingu var ákveðið í samræðum þeirra Ingibjargar og Jóhönnu að Jóhanna yrði forsætisráðherra. Sem sé; fólk má raða svo lengi sem það er: 1. Jóhanna, 2. Ingibjörg og 3. Össur. bj Lýðræðisaukning fer hratt inn í verðlagið. Mikill slaki er kominn í hagkerfið og eftirspurn dregst hratt saman. Verðhjöðnun til lengri tíma getur haft mjög alvarlegar afleiðingar og getur t.d. leitt til vítahrings ónógrar eftirspurnar. Yfirleitt eru lægri stýrivextir notaðir til þess að örva eftirspurn. Þá eru þeir ákveðnir nógu lágir til þess að það borgi sig ekki fyrir fólk að spara, en það er erfitt að setja þá niður fyrir núll prósent. Því getur þurft að grípa til annarra aðgerða til að rétta við efnahaginn, svo sem að dæla peningum út í efnahagskerfið og lækka skatta, eða með því að kaupa „vondar“ eignir af bönkunum, svo þeir séu aftur tilbúnir að lána út til arðvænlegra fyrirtækja. Þannig er hægt að búa til verðbólgu, svo að raunvextir verði lægri. Þetta hafa Japanir lengi verið tregir til að gera. Ekki eru fræðimenn sammála um hvað það var sem endaði þetta tímabil stöðnunar, en ekki er ólíklegt að það hafi verið ytri aðstæður sem breyttust, til dæmis með auknu flæði ódýrs fjármagns og álagsviðskipta (e. carry trade). Nú er hins vegar aftur komin kreppa í Japan, sú dýpsta frá síðari heimsstyrjöldinni. Því er spurning um hvort hún sé aðeins til komin vegna heimskreppunnar, eða hvort að „týndi áratugurinn“ sé að dúkka upp aftur því að bankakerfið hafi í raun aldrei verið fullkomlega lagað. Það mikilvægasta sem við getum gert hér á Íslandi er því koma út öllum „eitruðum“ eignum af efnahagsreikningum bankanna sem allra fyrst og að styrkja innviði fjármálakerfisins með betri regluverki og eftirlitsstofnunum sem sinna hlutverki sínu. Kári S Friðriksson Umræður um tillögur Framsóknar-manna um að lækka skuldir um 20% hafa ýtt við mörgum. Flestir virðast taka þeim fálega eða snúast gegn þeim. Bjarni Benediktsson alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn hefur þó viljað að þeim sé gefinn gaumur. Flestir þeirra sem snúast gegn tillögunum telja að með þeim sé verið að færa skattfé til þeirra sem ekki þurfi á neinum styrk að halda. Forystumenn ríkisstjórnarinnar og bankanna hafa lýst því yfir að taka beri á hverju tilviki fyrir sig. Einföld lausn en dýr? Stuðningsmenn hugmyndarinnar segja að meginkostur hennar sé sá að með slíkri afskrift komist hagkerfið í gang aftur. Aðgerðin dragi úr svartsýni og þeir sem ekki þurfi bráðnauðsynlega á peningunum að halda muni auka sína eyðslu og þannig fari hjólin aftur að snúast. Hinir sem nú sjái fram á að tapa eignum sínum öðlist nýja von. Frosti Sigurjónsson fjallar um málið á bloggsíðu sinni: „Þótt flestir skuldi nú meira af húsum sínum en þeir gerðu fyrir kreppu er ekki sjálfgefið að þeir séu fátækir eða þurfi hjálpar við. Margir eignamenn tóku út lán á hús sín þótt þeir þyrftu ekki á þeim að halda. Þeir eru kannski ekki eins ríkir og þeir voru, en þeir eru margir sem geta staðið í skilum. ... Er ekkert vit að lækka skuldirnar? Er gott að skattleggja almenning til að hjálpa ríkum? Líklega vilja framsóknarmenn alls ekki leggja slíkt til, en sú yrði því miður útkoman ef þessi 20% niðurfærsluleið er farin. Því ef skuldir þeirra sem eru nógu ríkir til að standa í skilum sjálfir eru færðar niður þá eru það aukin útgjöld fyrir ríkið. Auknum útgjöldum þarf að mæta með auknum sköttum á allan almenning. Hvað er þá til ráða? ... Setja mætti fram einfaldar matsreglur og virkja t.d. starfsfólk bankanna í að framkvæma greiðslumat fyrir þá sem óska eftir aðstoð. Það þarf að vera grundvallarregla að menn séu raunverulega hjálpar þurfi.“ Hér tekur Frosti undir þá skoðun að einhverjir eigi rétt á aðstoð, en ekki allir. Þeir sem vilja almenna niðurskrift segja á móti, að þá sé þeim sem reistu sér hurðarás um öxl umbunað en ekki þeim varfærnu. Hvað um að stilla lánin þannig af að greiðslan haldist óbreytt frá því sem áður var en endurgreiðslutími lengdur um 10 ár hið mesta? Ef lánin eru ekki fullgreidd á þeim tíma, yrði það sem út af stendur afskrifað. Ef vextir lækka myndu kannski flestir ná því að greiða lánin á sama tíma og áður. Fólki yrði ekki íþyngt frá því sem áður var og lánardrottnar fengju sanngjarna lausn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.