Vísbending


Vísbending - 13.03.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.03.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 1 . t b l . 2 0 0 9 Dregið úr opinberum útgjöldum Þegar samdráttur í efnahagslífinu er mikill minnka tekjur hins opinbera. Stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða eru mörg rekin með tapi eða eru komin í þrot. Margir hafa misst vinnuna og verða að reiða sig á atvinnuleysisbætur. Öllu þessu umróti fylgir að skatttekjur hins opinbera minnka meðan kostnaður eykst. Því þarf að draga úr opinberri þjónustu til þess að útgjöld aukist ekki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett skilyrði um að það verði gert strax á næsta ári. Hann gerir ráð fyrir að útgjöld hins opinbera nái hámarki á þessu ári í 51% af vergri landsframleiðslu, en vill að þau fari í 43% árið 2013. Leikur að tölum Hvar á að skera niður? Það getur verið erfitt að hafa góða tilfinningu fyrir jafnháum tölum og eru í þjóðhagsreikningum. Til þess setja þær í skiljanlegra samhengi er í töflum búið að reikna út annars vegar hve miklu hið opinbera eyðir að jafnaði á hvern Íslending og hins vegar hve mikið meðalskattgreiðandi greiðir af tekjum sínum í skatt á mánuði, og hvernig þær upphæðir skiptist á milli helstu útgjaldaliða. Þetta má sjá í öftustu tveimur dálkunum í meðfylgjandi töflu. Þannig má betur gera sér grein fyrir því í hvað peningarnir fara. Það er mjög áhugavert að skoða útgjöldin með þessum hætti, en þó hjálpar það lítið við að taka ákvarðanir. Það er auðvelt að horfa á stærstu liðina og hugsa með sér að þar sé auðveldast að draga úr. Hins vegar er ekkert sem segir að slíkt sé heppilegast. Erfitt verk Stjórnvöld eiga erfitt verk fyrir höndum við að finna hvar má skera niður og hvernig. Stjórnmálamenn eiga oft erfitt með að gera mjög stórar breytingar af ýmsum ástæðum. Ef þær reynast rangar er betra fyrir feril pólitíkusanna að gera lítil mistök en stór. Algengt mynstur í aðgerðum stjórnvalda um allan heim er að taka smá skref í eina átt, þar til þá stefnu rekur í þrot en þá er oft farið í þveröfuga átt. Ákvarðanaferlið ýtir líka undir þetta. Þegar fjárlög eru samin er byrjað á að skoða hve miklu var eytt í hvern málaflokk árið áður. Þeir sem taka við peningunum reyna svo að sannfæra fjárlaganefnd um mikilvægi sitt og þrýsta á að fá hærri fjárveitingu á meðan fjárlaganefnd reynir að halda í peningana. Á uppgangstímum, þegar nóg er í ríkiskassanum, reynist erfitt að halda útgjöldum í skefjum og þegar búið er að auka framlög til einhvers málaflokks er erfitt að minnka þau aftur. Þróunin sannar þetta eins og meðfylgjandi myndir sýna. Tekjur og gjöld hins opinbera voru um 45% af landsframleiðslu í fyrra en árið 1980 voru þau ekki nema 35%. Þetta var fyrir tíma frjálshyggju á Íslandi eða hrinu einkavæðinga hjá ríkisstjórn Davíðs. Ef horft er á þróun útgjalda hins opinbera á föstu verðlagi er þróunin enn skýrari og hækkunin nemur ríflega 230%. Að vísu er opinber rekstur frekur á vinnuafl og kannski eðlilegt að almannatryggingar hækki í takt við laun. Launin hafa hækkað meira en verðlag vegna hagvaxtar, Mynd 1: Tekjur og gjöld hins opinbera á föstu verðlagi 1980-2008 Taflan s"nir hver hlutur me!alskattgrei!anda er í hinum "msu útgjaldali!um hins opinbera m.v. ári! 2007. Útgjaldali!ur á vegum hins opinbera Heildarupphæ! í milljónum Heildarútgjöld á mann á mánu!i á skattgrei!anda á mána!i 01 Æ!sta stjórns$sla 72.621 19.669 6.868 02 Varnarmál 810 219 77 03 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 19.158 5.189 1.812 04 Efnahags- og atvinnumál 75.943 20.569 7.182 05 Umhverfismál 8.252 2.235 780 06 Húsnæ!is-, skipulags- og veitumál 6.337 1.716 599 07 Heilbrig!ismál 103.268 27.970 9.766 08 Menningar-, í#rótta- og trúmál 49.228 13.333 4.656 09 Menntamál 106.094 28.736 10.034 10 Almannatryggingar og velfer!armál 111.382 30.168 10.534 Útgjöld alls 553.094 149.806 52.308 Heimild: Hagstofa Íslands Tekjur og gjöld hins opinbera á föstu ver!lagi 1980- 2008: Tafla: Hlutur meðal skattgreiðanda í hinum ýmsu útgjaldaliðum hins opinbera m.v. árið 2007 Taflan s"nir hver hlutur me!alskattgrei!anda er í hinum "msu útgjaldali!um hins opinbera m.v. ári! 2007. Útgjaldali!ur á vegum hins opinbera Heildarupphæ! í milljónum Heildarútgjöld á mann á mánu!i á skattgrei!anda á mána!i 01 Æ!sta stjórns$sla 72.621 19.669 6.868 02 Varnarmál 810 219 77 03 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 19.158 5.189 1.812 04 Efnahags- og atvinnumál 75.943 20.569 7.182 05 Umhverfismál 8.252 2.235 780 06 Húsnæ!is-, skipulags- og veitumál 6.337 1.716 599 07 Heilbrig!ismál 103.268 27.970 9.766 08 Menningar-, í#rótta- og trúmál 49.228 13.333 4.656 09 Menntamál 106.094 28.736 10.034 10 Almannatryggingar og velfer!armál 111.382 30.168 10.534 Útgjöld alls 553.094 149.806 52.308 Heimild: Hagstofa Íslands Tekjur og gjöld hins opinbera á föstu ver!lagi 1980- 2008: eimild: Hagstofa Íslands Með reglulegu tímabili þarf að endurskoða allt kerfið út frá grunni. Á hverju þurfum við helst að halda?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.