Vísbending


Vísbending - 05.10.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.10.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 9 . t b l . 2 0 0 9 Aðgerðir í sjónmáli? Mynd: Árleg greiðsla af 10 milljóna króna annuitetsláni Vextir af verðtryggða láninu eru 6%, því óverðtryggða 9%, lánstími 40 ár, breytilegt verðlag. Ákvörðun Íslandsbanka um aðgerðir í lánamálum heimila var mikið fagnaðarefni. Bankinn hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins ákveðið að bjóða einstaklingum upp á það að breyta gengistryggðum lánum í lán í íslenskum krónum. Höfuðstóll lánanna yrði lækkaður um 25%. Þá mun viðskiptavinum bankans, sem eru með hefðbundin verðtryggð lán, standa til boða að breyta lánum sínum í óverðtryggð lán miðað við 10 prósenta lækkun höfuðstóls. Svo er að skilja að eftir þrjú ár muni menn taka ákvörðun um hvort lánið verði með föstum eða breytilegum vöxtum. Jafnframt eru tillögur félagsmálaráð- herra um tímabundna lækkun afborgana með greiðslujöfnun áhugaverðar. Á móti kemur að lán eru lengd um allt að þrjú ár. Miðað er við að greiðsla af verðtryggðum lánum verði sú sama og hún var í janúar 2008. Í gengistryggðum lánum er miðað við stöðu í september 2008, ef rétt er skilið. Í stuttu máli má segja að hugmyndirnar gangi út á það að lækka greiðslubyrðina með þeim hætti að héðan í frá verði hún fast hlutfall af launum. Þess ber að geta að tillögurnar hafa ekki komið formlega fram þegar þetta er skrifað. Misjafnar áherslur Þrátt fyrir að lengi hafi verið beðið eftir aðgerðum er óhætt að segja að undirtektir eru misjafnar. Samt virðist það borðleggjandi að með þessu móti er komið til móts við skuldunauta. Með höfuðstólslækkun minnkar auðvitað það sem fólk skuldar, en á móti kemur að vextir verða hærri. Gildir þá einu hvort um er að ræða verðtryggð lán eða gengistryggð. Már Másson hjá Íslands- banka segir í grein í Morgunblaðinu: „Breytilegu vextirnir á óverðtryggðu lánunum taka mið af markaðskjörum sem eru í dag um 9,5%, en fyrstu þrjú árin verða veitt stiglækkandi ívilnandi vaxtakjör og verða breytilegu vextirnir skv. núverandi vaxtastigi því 7,5%. Einnig verður boðið upp á lán með föstum vöxtum sem eru núna 9,0%. Að þremur árum liðnum gefst viðskiptavinunum kostur á að velja hvort þeir haldi áfram með lánið á gildandi markaðskjörum eða hvort þeir endurfjármagni lánið hjá Íslandsbanka eða annarri lánastofnun.“ Í fljótu bragði virðist sem heppilegast væri fyrir viðskiptavini að nýta sér þennan þriggja ára tíma. Ef verðbólga verður lág til frambúðar (sem auðvitað er alls ekki víst miðað við reynsluna) virðast 9% vextir kannski fremur háir ef litið er til 30 eða 40 ára. Biðin gæti minnkað óvissu. Þó er mikill munur á slíkum ferli og greiðsluferli af verðtryggðu láni. Fyrir þá sem eru í aðstöðu til þess að greiða inn á höfuðstól lánanna er þetta auðvitað líka raunveruleg bót, því að skuldin lækkar þá beinlínis. Greiðslubyrði verður hins vegar þyngri fyrst um sinn af leið Íslandsbanka en þeirri leið sem félagsmálaráðherra stingur upp á. Á mynd 1 eru þrjár leiðir bornar saman útfrá greiðslubyrði af 40 ára annuitetsláni: 1. Annuitetslán til 40 ára tekið í janúar 2008. 6% vextir og lánskjaravísitala. 2. Sama lán með greiðslujöfnun og þriggja ára lengri lánstíma. 3. Lánið eftir að höfuðstóll hefur verið lækkaður um 10% og vextir festir í 9% óverðtryggt (Íslandsbankaleiðin). Ekki þarf að horfa lengi á myndina til þess að sjá hvaða ferill er hagstæðastur lántakendum til lengri tíma litið. Langskynsamlegast er að velja óverðtryggða lánið þar sem greiðslan helst föst allan tímann. Forsendur um verðbólgu eru hóflegar á íslenskan mælikvarða eða 2% og gert er ráð fyrir 3,5% launahækkunum frá árinu 2013. Fram að því er miðað við að laun muni standa í stað eða jafnvel lækka um 2% á næsta ári. Þess ber að geta að flestir eru með lán til mun skemmri tíma en hér er sýnt. Einnig eru margir með lán með jöfnum afborgunum, þar sem ávallt er greiddur sami hluti höfuðstóls í afborgun. Þar er greiðsluferillinn öðruvísi þar sem greiðslur fara lækkandi ár frá ári. Meginniðurstaðan yrði þó svipuð. Greiðslujöfnun er sanngjörn Með greiðslujöfnun er miðað við að menn borgi í raun sama hlutfall af launum sínum árlega. Miðað við núverandi ástand er ekki ólíklegt að það henti mörgum að lækka þetta hlutfall frá því sem nú er vegna tímabundins mótbyrs í efnahagslífinu, jafnvel þó að það þýði að greiðslubyrðin verði hærri en ella frá því sem nú er eftir um 15 ár. Menn koma sér því undan erfiðleikunum, án þess að leggja hlutfallslega meira á sig síðar sem hlutfall af launum. Hins vegar þýðir þetta að menn greiða lánin hægar. Nema launahækkanir verði þeim mun meiri ná menn ekki að greiða þau upp á þremur aukaárum. Í leið Íslandsbanka er greiðslubyrðin svipuð og nú í upphafi en lækkar mjög hratt ef laun hækka í takt við verðlag. Því ættu þeir sem hafa val að horfa á þessa leið. Byrðin fyrstu þrjú árin yrði reyndar léttari en hér er sýnt ef valin er 7,5% ívilnun bankans þessi ár og 9% vextir eftir það (en auðvitað er ekki víst að það tilboð standi eftir þrjú ár). Aðrir bankar hafa ekki látið í ljós sínar áætlanir um leiðir lántakenda, en ætla má að þær verði í takt við leið Íslandsbanka þannig að jafnræðis yrði gætt. Leiðin ívilnar mest þeim sem skulda lán til mjög langs tíma og eru nýbúnir að taka lánin, en það eru einmitt þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda. Því verður að telja að hér sé kominn grunnur að almennri lausn á lánavanda almennings. Enn hefur ekki sést hvað bankarnir ætla að gera varðandi fyrirtæki, en ef þeir velja svipaða leið og Íslandsbanki hefur boðið einstaklingum upp á, má segja að glitti í lausn á skuldavanda þeirra fyrirtækja sem lífvænleg eru. Með greiðslujöfnun er miðað við að menn borgi í raun sama hlutfall af launum sínum af lánum. Miðað við núverandi ástand er ekki ólíklegt að það henti mörgum að lækka þetta hlutfall frá því sem nú er vegna tímabundins mótbyrs í efnahagslífinu jafnvel þó að það þýði að greiðslubyrðin verði hærri en ella frá því sem nú er eftir um 15 ár. Menn koma sér því undan erfiðleikunum án þess að leggja hlutfallslega meira á sig síðar sem hlutfall af launum. Hins vegar þýðir þetta að menn greiða lánin hægar og nema launahækkanir verði þeim mun meiri ná menn ekki að greiða þau upp á þremur aukaárum. Í leið Íslandsbanka er greiðslubyrðin svipuð og nú í upphafi en lækkar mjög hratt ef laun hækka í tak við verðlag. Því ættu þeir sem hafa val að horfa á þessa leið. Byrðin fyrstu þrjú árin yrði reyndar léttari en hér er sýnt ef valin er 7,5% ívilnun bankans þessi ár og 9% vextir eftir það (en auðvitað er ekki víst að það tilboð standi eftir þrjú ár). Aðrir bankar hafa ekki látið í ljós sínar áætlanir um leiðir lántakenda, en ætla má að þær verði í takt við leið Íslandsbanka þannig að jafnræðis yrði gætt. Leiðin ívilnar mest þeim sem skulda lán til mjög langs tíma og eru nýbúnir að taka lánin, en það eru einmitt þeir sem mest þurfa á aðstoð að halda. Því verður að telja að hér sé kominn grunnur að almennri lausn á lánavanda almennings. Enn hefur ekki sést hvað bankarnir ætla að gera varðandi fyrirtæki, en ef þeir velja svipaða leið og Íslandsbanki hefur boðið einstaklingum upp á er þar með hægt að fullyrða að komin sé viðunandi lausn á skuldavanda þeirra fyr rtækja sem lífvæn eg eru.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.