Vísbending


Vísbending - 31.07.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 31.07.2009, Blaðsíða 1
31. júlí 2009 30. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Ein af forsendum þess að Íslendingar geti greitt Icesave-skuldirnar er eðlilegur hagvöxtur. Ef fólki fækkar á landinu verður hagvöxtur mun minni en ella og greiðslugeta minni. Endurfjármögnun bankanna vekur upp spurningar um það hvernig standa beri að rekstri þeirra. Thor Jensen er dæmi um athafnamann sem fór á hausinn, en vildi stöðugt byggja upp. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 0 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 Fækkar fólki á Íslandi? framhald á bls. 2 Eitt af því sem skiptir meginmáli um það hvort þjóðin réttir úr kútnum í efnahagsmálum er hve margir verða til þess að standa undir þjóðfélaginu, uppbyggingu þess og skuldabyrði. Þetta er sérstaklega tekið fyrir í skýrslu Hagfræðistofnunar um Icesave-málið en þar segir: „Ef ekki koma til stórfelldir fólksflutningar úr landi má færa fyrir því rök að hagvöxtur á Íslandi geti til skamms tíma litið orðið meiri en spár Seðlabanka gera ráð fyrir ef og þegar uppsveiflan hefst, líklegast á árunum 2011-2012.“ Í skýrslunni eru hins vegar færð rök að því að fólki muni fækka vegna þess hve ástandið er alvarlegt. Með því móti gæti geta þjóðarinnar til þess að komast aftur á réttan kjöl minnkað. Dæmið frá Færeyjum Færeyingar áttu í miklum efnahagsvanda á árunum upp úr 1990. Á mynd 1 sést hve mikið fólki fækkaði á þessum tíma og hvernig fjöldinn jókst aftur. Liðlega tíu ár liðu þar til mannfjöldinn var orðinn jafnmikill og hann hafði verið áður en kreppan hófst. Alls fækkaði Færeyingum um 9% frá 1989 til 1996. Þetta myndi samsvara því að Íslendingum fækkaði um 28 þúsund á næstu árum. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Langlíklegast er að þeir flytji sem auðvelt eiga með að fá vinnu annars staðar og hinir verði eftir sem hafa ekki sömu möguleika til þess að flytja þekkingu sína og hæfni milli landa. Í þessum hópi má telja ýmsa tæknimenn, lækna, verkfræðinga og iðnaðarmenn. Einnig er hugsanlegt að færri snúi heim frá námi en ella vegna þess hve lélegt efnahagsástandið er. Ef litið er á það hve margir á aldrinum 18 til 40 ára hurfu frá Færeyjum á þessum árum kemur önnur og skuggalegri mynd í ljós. Þá sést að í þessum aldurshópi fækkaði um liðlega 22% á sömu árum (1989-1996) og enn þann dag í dag eru miklu færri í þessum aldurshópi en voru á árunum fyrir 1990. Því bendir reynsla Færeyinga til þess að áhrifin af fólksfækkun geti orðið miklu varanlegri en virðist í fljótu bragði. Þessi aldurshópur er fólk á því aldursskeiði sem getur léttilega fært sig milli landa og mynd 2 sýnir að alls ekki hefur tekist að fylla í skörðin aftur. Hvað gæti gerst hér? Í skýrslu Hagfræðistofnunar segir: Versn- andi efnahagsaðstæður eru ein mikil- vægasta ástæða þess að fólk kýs að flytjast búferlum og freista gæfunnar á nýjum stað. „Flutningar Íslendinga til útlanda aukast ekki jafnskjótt og kreppir að heldur líða oftast eitt eða tvö ár frá því samdráttur gerir vart við sig þar til fólk flytur til útlanda. Tölfræðilegir fylgnireikningar staðfesta þetta; engin fylgni er á milli hagvaxtar og fólksflutninga sama ár, en Mynd 1: Mannfjöldi í Færeyjum 1985-2009 Mynd 2: Fjöldi 18 til 40 ára í Færeyjum 1985-2009 Heimild: Hagstova Føroya. Heimild: Hagstova Føroya. Mynd 1: annfjöldi í Færeyjum 1985-2009 Heimild: Hagstova Føroya Mynd 2: Fjöldi 18 til 40 ára í Færeyjum 1985-2009 Heimild: Hagstova Føroya Mynd 3: A!fluttir og brottfluttir erlendir ríkisborgarar á Íslandi 1997-2009 Mynd 1: Mannfjöldi í Færeyjum 1985-2009 Heimild: Hagstova Føroya Mynd 2: Fjöldi 18 til 40 ára í Færeyjum 1985-2009 Heimild: Hagstova Føroya Mynd 3: A!fluttir og brottfluttir erlendir ríkisborgarar á Íslandi 1997-2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.