Vísbending


Vísbending - 07.08.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.08.2009, Blaðsíða 2
! 2 V í s b e n d i n g • 3 1 . t b l . 2 0 0 9 Sífellt eykst flæði af tölum til almennings, hvort sem er í fréttum, auglýsingum eða fræðilegum greinum. Því miður er vinnslan á tölum mjög misjöfn og því getur verið varasamt að gleypa við öllu sem er sagt án gagnrýninnar hugsunar. Breski hagfræðingurinn Ronald Coase sagði: „Ef þú berð nógu lengi á tölunum, munu þær játa á endanum“. Þannig geta rannsakendur næstum sýnt fram á hvað sem þeir vilja, ef ásetningur þeirra er einbeittur. Til dæmis er auðvelt að blekkja augað með línuritum. Það má ýkja breytingar eða draga úr þeim með því að velja grunn með þeim hætti sem best hentar niðurstöðunni. Myndir 1 og 2 sýna báðar landsframleiðslu á föstu verðlagi á árunum 2000 – 2008. Á mynd 1 byrjar kvarðinn á núlli, á hinni eru 650 milljarðar króna lægsta mögulega gildi. Landsframleiðslan virðist hafa aukist meira á síðari myndinni. Báðar framsetningar eru þó fullkomlega leyfilegar, en þær gefa mismunandi hugmynd um breytinguna. Þá þarf að fara varlega í að túlka myndir ef að skalann vantar, en þá segir línuritið lítið sem ekkert. Auðvelt er að gera myndirnar enn ýktari. Ef valin hefði verið landsframleiðsla á mann hefði breytingin verið minni og með því að styðjast við landsframleiðslu á nafnverði hefði breytingin orðið enn meiri. Framsetningin er valin eftir því hvað höfundur vill sýna fram á. Þetta er bara ein aðferð af mörgum sem hægt er að nota til að ná fram niðurstöðu sem er rannsakandanum í vil. Í bók sinni How to Lie With Statistics frá 1954, benti Darrell Huff á fimm atriði sem er gott að hafa í huga þegar menn skoða tölfræði. Með því að hafa þau í huga má koma auga á rangar ályktanir. 1) Hver gerir rannsóknina? Hafa rannsak endur kenningu sem þeir vilja sanna? Er þetta blaðamenn sem vilja fá spennandi frétt, eða kannski stjórnendur sem vilja sýna fram á að þeir borgi sanngjörn laun. Matvælaframleiðandi sem vill sýna fram á yfirburði sinnar vöru getur auðveldlega gert slíkt með því að gera rannsóknina sjálfur. Ef hann tekur ítrekað lítið úrtak fær hann að endingu viðunandi niðurstöðu í einhverju þeirra. Svo getur hann vísað í þá rannsókn sem var honum í vil. Oft geta hagsmunir haft áhrif á niðurstöðurnar án þess að könnuðurinn sé óheiðarlegur. Ef hann er sannfærður um að hann fái ákveðna niðurstöðu gengur hann kannski ómeðvitað í einhverjar gildrur og er ólíklegur til þess að efast um eigin aðferðir. Það er auðvelt að láta blekkjast í þessum efnum. Jafnvel þó að gögn komi frá virtum stofnunum, getur rannsóknin verið brengluð. Hvernig veit hann það? Úrtakið getur verið bjagað á margan hátt. Ef svarhlutfall er ekki mjög hátt í könnun getur verið varasamt að leggja of mikið upp úr niðurstöðunum. Það er hugsanlegt að þeir sem svara séu ekki lýsandi fyrir þýðið í heild, heldur sé eitthvert sjálfval, þ.e. ákveðinn hópur innan hópsins er líklegri til að svara en aðrir. Til dæmis eru sumir samfélagshópar líklegri en aðrir til að gefa upp hve há laun þeir eru með. Tengsl eða fylgni (e. correlation) sem eru fundin geta einnig verið misvísandi. Til dæmis þarf að athuga hvort að fylgnin sé nógu mikil til þess að hafa einhverja þýðingu. Eru tilvikin nægilega mörg til þess að úrtakið sé marktækt? Það er líka algengt að fylgni og orsakasamhengi sé ruglað saman. Nýlega var sagt í útvarpi að börn sem sæktu námskeið í félagsmiðstöðvum væru ólíklegri til þess að lenda í vandræðum félagslega Varasöm tölfræði Það er hugsanlegt að þeir sem svara séu ekki lýsandi fyrir þýðið í heild, heldur sé eitthvert sjálfval, þ.e. ákveðinn hópur innan hópsins er líklegri til að svara en aðrir.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.