Vísbending


Vísbending - 14.08.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.08.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 2 . t b l . 2 0 0 9 3 framhald á bls. 4 Hvar á að fjárfesta núna? Eftir að fjármálakerfi landsins hrundi standa fjármálalegar rústir eftir. Samt eru til peningar og fólk sem á þá, en æ fleiri gera sér grein fyrir því að það er ekki eftirsóknarvert að eiga íslenskar krónur um þessar mundir. Fæstir vita hvað þeir eiga að gera við þær krónur sem þeir eiga, þó að það séu reyndar ekki mjög margir sem eru í þeirri stöðu. Þetta má kalla „lúxusvandamál“ þegar margir standa frammi fyrir því að skulda miklu mun meira en þeir eiga. En það er engu að síður vandamál þegar fólk sér þann kost vænstan að geyma peningana undir koddanum frekar en að reyna að ávaxta krónurnar og verja þær gegn verðbólgu. Hins vegar væri miklu betra - og hugsanlega er það besta fjárfestingin núna - að fjárfesta í framtíð Íslands. Framtíð Íslands eru ný og spennandi fyrirtæki sem munu verða stórfyrirtæki framtíðarinnar. Flóttinn úr IKR-liðinu Ein ástæða þess að Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn vill halda vöxtum háum á Íslandi er til þess að það sé eftirsóknarvert að geyma peninga í krónum. Reyndar er staðan þannig að margir efast um öryggi innistæðna í bönkum, ekki síst þegar fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að ríkið ábyrgist ekki innistæður í bönkum umfram innistæðutryggingar. Ef ekki væri fyrir gjaldeyrishömlur þá væru æði margir tilbúnir til þess að skipta krónunum jafnvel þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það skýtur reyndar skökku við að menn reyni að tala upp gengi krónunnar á heimamarkaði og halda því fram að gengið geti fljótlega farið í hæstu hæðir eins og áður. Afar ólíklegt er að svo verði og flestir gera sér grein fyrir því að slökun á gjaldeyrishöftum þýðir að gengi íslensku krónunnar á eftir að lækka enn meira. Hugsanlega er það einungis tímabundið ástand, en allar hugmyndir um að skjótvirka hækkun gengis íslensku krónunnar eru lítið annað en getgátur. Svo virðist sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé hræddur um að það verði ekki einungis erlendir eigendur íslensku krónunnar sem munu skipta henni í annan gjaldmiðil við fyrsta tækifæri heldur einnig íslenskir krónueigendur. Gjaldeyrishamstur í kring- um utanlandsferðir er dæmi um að fólk trúi frekar á erlenda gjaldmiðla en þann íslenska. Það eina sem vantar er að leigubílsstjórar fari að „hösla“ gjaldeyri af útlendingum eins og oft gerðist í Austur- Evrópulöndum og þriðjaheimslöndum. Góðir og vondir fjárfestingarkostir Eðlilegt er að fólk velti fyrir sér hvað það geti gert við þær krónur sem það á, svo að þær tapist ekki líka í öðrum byltum hagkerfisins. Tvær hugmyndir eru vinsælar. Annars vegar að fjárfesta í ríkisskuldabréfum sem þykja jafnan áhættulaus fjárfesting. Það er hins vegar ástæða til að efast um að það sé góður kostur þegar lánshæfismat ríkissins virðist á hraðri leið niður í ruslflokkinn. Hin hugmyndin sem virðist njóta vinsælda er að nýta peningana til þess að fjárfesta í steypu, þ.e. í húsnæði. Hvernig sem litið er á þann kost er það varhugaverð hugmynd. Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hugsanlega lækkað um 30% að raunvirði á það enn langa leið niður á þann botn sem það þarf að fara til þess að taka bóluáhrifin út úr kerfinu. Það er eins og fólk hafi gleymt því að það hafa verið glórulausar hækkanir á húsnæði undanfarin ár og framboðið er einfaldlega langt umfram eftirspurn. Þessum markaði er haldið á floti með handafli þar sem enginn vill afskrifa eignirnar í bókhaldinu. Stíflan er hins vegar dæmd til þess að bresta þegar verktakafyrirtæki og bankar geta ekki stoppað í götin lengur. Í Kauphöllinni er heldur ekki um auðugan garð að gresja. Flest fyrirtæki virðast óhóflega skuldsett eftir mikla bjartsýni síðustu ára sem gerir það að verkum að það er varla fýsilegt fyrir fjárfesta að leggja krónurnar sínar þangað inn til þess eins að hjálpa við að borga niður vexti af skuldabagganum. Góð fyrirtæki sem eru ekki klifjuð af skuldum eru hins vegar gulls ígildi þar sem verð á þeim hefur oft lækkað til jafns við markaðinn. Reyndar eru sögur af því að bankarnir séu viljugir að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja að einhverju leyti, ef nýtt hlutafé kemur inn í þau. Verð á fyrirtækjum í dag er brot af því sem var fyrir einungis tveimur árum síðan. Ný fyrirtæki og ný framtíð Ný, framsækin fyrirtæki verða að vera hér á landi, fyrirtæki sem skapa störf og verðmæti til útflutnings. Auðlindir og gömul fyrirtæki geta áfram verið mikilvægar stoðir en það er einfaldlega ekki nægilegt – nema miklar, nýjar Eyþór Ívar Jónsson viðskiptafræðingur

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.