Vísbending


Vísbending - 25.05.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.05.2009, Blaðsíða 1
Kreppan mikla 25. maí 2009 21. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Nú þegar skollin er á versta kreppa í sjötíu ár er mikilvægt að læra af fyrri kreppu. Þorkell Sigurlaugsson hefur gefið út bók um nýja framtíðarsýn fyrir Ísland. AGS undrast hve íslensk stjórnvöld eru sein til aðgerða í ríkisfjármálum. Á örfáum mánuðum hefur Ísland breyst á flestum sviðum. En það vantar leiðtoga. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 1 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 framhald á bls. 4 Kreppunni sem gengur yfir heiminn núna hefur af mörgum verið líkt við kreppuna miklu á 4. áratug síðustu aldar. Því er ekki úr vegi að rifja upp fyrri kreppuna og velta því fyrir sér hvers vegna niðursveifla breyttist í mestu kreppu á síðari tímum. Bólumyndun Þriðji áratugurinn einkenndist af mikilli bjartsýni og tiltrú á efnahagskerfið í Bandaríkjunum. Fjöldaframleiðsla gerði tækninýjungar á borð við bíla, útvörp og kvikmyndir, aðgengilegar fyrir millistéttina. Það voru lögð net af þjóðvegum og símalínum og mörg svæði fengu nútíma skolpkerfi. Venjulegt fólk var byrjað að kaupa hlutabréf og margir tóku til þess stór lán. Hlutabréfin hækkuðu í verði. Það varð til þess að enn fleiri fóru að taka þátt á hlutabréfamarkaðnum. Slík hringverkun varð til þess að mynda verðbólu. Það má segja að þriðji áratugurinn í Bandaríkjunum hafi verið sannkallað góðæri, ekki ólíkt síðustu árum hér á Íslandi. Robert Schiller, prófessor við Yale-háskóla hefur reiknað út meðaltal V/H-hlutfall (e. Price to earnings ratio; P/E) á markaði fyrir bandarísk hlutabréf (S&P 500) rúmlega 100 ár aftur í tímann. Þetta gerði hann fyrir bók sína Irrational Exuberance en gögnin má sjá á meðfylgjandi mynd. Í stuttu máli segir vísitalan hversu marga dali kostar að fá einn dal í hagnað. Ef þetta hlutfall er hátt eru bréfin dýr miðað við undirliggjandi virði fyrirtækjanna. Það gæti verið vísbending um bólumyndun í hagkerfinu. Hann varaði því við því árið 2005 að V/H-hlutfallið á markaði væri enn sögulega of hátt og fólk hefði því enn of mikla trú á markaðinum. Á myndinni sést hvernig V/H-hlutfallið hækkaði hratt allan 3. áratuginn og fór í hæðir sem ekki náðust aftur fyrr en í dot com-bólunni. Fimmtudaginn 24 okt. 1929 endaði partýið óvænt, þegar að hlutabréfaverð í Bandaríkjunum fór að hrynja. lok Upphaf kreppunnar miklu er yfirleitt rakin til þessa dags sem kallaður var svarti fimmtudagurinn. Hlutabréfaverð náði lágmarki sumarið 1932 en þá hafði Dow Jones lækkað um 89% frá því að toppnum var náð þremur árum fyrr. Orsakir kreppunnar Hagfræðingar eru ekki sammála um hvað varð til þess að kreppan varð jafn djúp og langvinn og raun ber vitni. Hún hefur verið rannsökuð mikið og einstakir þættir eru vel þekktir. Hins vegar greinir menn á um orsakasamhengi. Sumir halda því fram að hinn frjálsi markaður hafi brugðist og að kreppan mikla sanni að markaðurinn leiðrétti sig ekki alltaf sjálfur. Aðrir telja að þær ráðstafanir sem yfirvöld gripu til hafi komið í veg fyrir að markaðurinn leiðrétti sig og að aðgerðir þeirra sé aðalorsök kreppunnar. Keynesistar John Maynard Keynes hélt því fram í bók sinni The General Theory of Employment, Interests and Money sem kom út árið 1936 að fólk hefði dregið of mikið úr neyslu og lagt of mikið til hliðar. Meira framboð af sparifé leiðir til þess að vextir lækka. Við venjulegar aðstæður myndu lægri vextir hvetja til fjárfestinga. Keynes færði hins vegar rök fyrir því að neytendur kynnu að hafa minnkað neyslu til frambúðar. Ekki borgar sig fyrir fyrirtækin að fjárfesta til þess að geta aukið framleiðslu, ef þau geta ekki selt neytendum lokaafurðina. Með minni fjárfestingum eykst atvinnuleysi og það veldur enn minni eftirspurn. Þegar kreppan var komin af stað gerðust nokkrir atburðir sem gætu hafa minnkað neyslu enn frekar. Bankar urðu gjaldþrota upp úr 1930, m.a. vegna þess að reglur sem þeir bjuggu við voru ófullnægjandi. Hlutverk banka er m.a. að koma fjármagni til þeirra fyrirtækja sem geta nýtt það best. Þegar þeir fóru á hausinn gat verið erfitt fyrir annars vel stæð fyrirtæki að fá fjármagn. Þá höfðu yfirvöld á þeim tíma miklar áhyggjur af ríkisfjármálunum og hækkuðu því ýmsa skatta. Sér í lagi voru þetta skattar sem féllu á miðstéttina og lágstéttina. Slíkir skattar höfðu letjandi áhrif á neyslu. Samkvæmt Keynes skiptir ekki öllu máli hvaðan fjárfestingin kemur eða í hverju er fjárfest. Yfirvöld gætu komið efnahagnum af stað með því að fjárfesta og skapað þannig atvinnu. Hann taldi rétt að reka hið opinbera með halla í niðursveiflum. ! "#$%$&'(!!"#$%&'$()$#*+",#&-(!"+,,( ! !"#$%&"'%"())*++$"' ")*+,-.$/*),!#,0!#11$!2)%%3&)!0%!45).!5),.!6$&!7#22!).!1,#88)/!5),.!9)+/!'9:8!;*!&)/*5$//!;*!,)0/! <#,!5$6/$=!":/!4#+0,!5#,$.!,)//2>10.!%$1$.!;*!#$/26)1$,!7-66$,!#,0!5#&!7#116$,=!"$/2!5#*),!*,#$/$,!%#//! 3!0%!;,2)1)2)%4#/*$=!?0%$,!4)&')!75@!+,)%!).!4$//!+,93&2$!%), ). !4)+$!<,0*.$26!;*!).!1,#88)/! %$1&)!2)//$!).!%),1).0,$//!&#$.,A66$!2$*!#11$!)&&6)+!293&+0,=!B.,$,!6#&9)!).!7-,!,3.26)+)/$,!2#%!C+$,5>&'! *,$80!6$&!4)+$!1;%$.!@!5#*!+C,$,!).!%),1).0,$//!&#$.,A66$!2$*!;*!).!).*#,.$,!7#$,,)!2A!).)&;,2>1! 1,#880//),=!! ,(-+(#&#.$"' D;4/!E)C/),'! F#C/#2! 4A&6! 75@! +,)%! @! <G1! 2$//$! ./+( 0+$+"12( ./+'"-( '3( 4562'-5+$&7( 8$&+"+,&,( 1$9( :'$+-!2#%!1;%!:6!3,$.!HIJK!).!+G&1!4#+.$!',#*$.!;+!%$1$.!:,!/#C2&0!;*!&)*6!;+!%$1$.!6$&!4&$.),=!E#$,)! +,)%<;.!)+!28),$+A! &#$.$,!6$&!7#22!).!5#L6$,!&-11)=!M$.!5#/90&#*),!).26-.0,!%C/'0!&-*,$!5#L6$,!45#69)! 6$&! +93,+#26$/*)=!F#C/#2!+-,.$!4$/2!5#*),!,>1!+C,$,!75@!).!/#C6#/'0,!1C//0!).!4)+)!%$//1).!/#C2&0!6$&! +,)%<:.),=!N11$!<;,*),!2$*!+C,$,!+C,$,6-1$/!).!+93,+#26)!6$&!7#22!).!*#6)!)01$.!+,)%&#$.2&0O!#+!7)0!*#6)! #11$! 2#&6! /#C6#/'0%! &;1))+0,.$/)=! E#.!%$//$! +93,+#26$/*0%! #C126! )65$//0&#C2$! ;*! 7).! 5#&'0,! #//! %$//$!#+6$,280,/=!P#*),!1,#88)/!5),!1;%$/!)+!26).!*#,.026!/;11,$,!)6<0,.$,!2#%!*-60!4)+)!%$//1).! /#C2&0!#//!+,#1),=!Q)/1),!0,.0!*9)&'7,;6)!088!:,!HIJRO!%=)=!5#*/)!7#22!).!,#*&0,!2#%!7#$,!<90**0!5$.! 5;,0!G+0&&/-*9)/'$=!"&065#,1!<)/1)!#,!%=)=!).!1;%)!+93,%)*/$!6$&!7#$,,)!+C,$,6-19)!2#%!*#6)!/S66!7).! <#26=!P#*),!7#$,!+G,0!3!4)02$//!*)6!5#,$.!#,+$66!+C,$,!)//),2!5#&!26-.!+C,$,6-1$!).!+3!+93,%)*/=!P3!4>+.0! C+$,5>&'!3!7#$%!6@%)!%$1&),!34C**90,!)+!,@1$2+93,%3&0/0%!;*!4-110.0!75@!S%2)!21)66)=!?A,!@!&)*$!5;,0! 7#66)!21)66),!2#%!+A&&0!3!%$.26A66$/)!;*!&3*26A66$/)=!?&@1$,!21)66),!4>+.0!&#69)/'$!34,$+!3!/#C2&0=! Mynd: V/H hlutfall fyrir 500 stærstu fyrirtækin á bandarískum hlutabréfamörkuðum Heimild: Princton University Press.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.