Vísbending


Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 3
 Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, VR og samtökum atvinnulífsins Mynd 2: Meðalatvinnuleysis í mánuði fyrir allt landið Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 3: Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta. Upphæðirnar eru í milljörðum króna. V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 0 9 3 f amhald á bls. 4 Atvinnuleysisbætur Atvinnuleysisbætur eru nauðsyn-legar í vestrænum þjóðfélögum. Þær eru veittar í öllum ríkjum OECD og mörgum meðalríkum löndum. Þær mynda öryggisnet þannig að missi fólk vinnuna verður fallið ekki of hátt. Tryggja á að menn lifi af atvinnumissi þar til þeir finnur nýja vinnu. Bæturnar hækka laun á vinnumarkaði. Það er vegna þess að fólk verður að fá að minnsta kosti jafnmikið borgað fyrir vinnu og nemur bótunum, að viðbættum kostnaði við að koma sér úr og í vinnu og helst meira. Ella kýs fólk að hafna atvinnutilboðum og lifa bara á bótum. Á sama hátt leiða háar bætur til meira atvinnuleysis. Fyrir því eru einkum þrjár ástæður. Í fyrsta lagi hefur fólk frekar efni á því að vera atvinnulaust í einhvern tíma. Slíkt getur verið kostur því eins og áður sagði gefst meiri tími til að finna vinnu sem hentar betur, en það er jákvætt fyrir allt samfélagið. Í öðru lagi kjósa sumir frekar að vera atvinnulaustir og lifa á bótum. Í þriðja lagi eru færri atvinnurekendur tilbúnir til þess að ráða starfsmenn vegna þess að laun eru of há. Í uppsveiflunni kvörtuðu atvinnu- rek endur yfir því að það væri ómögulegt að fá ungt fólk til að vinna vinnuna sína almennilega. Ástæðan var sú að það hafði litlar afleiðingar að vera sagt upp vinnu. Menn röltu bara yfir götuna og fengu annað starf. Nú er hætt við því að sumir atvinnurekendur þurfi að kljást við sama vandamál af annarri ástæðu. Grunnatvinnuleysisbætur eru 149.523 kr. á meðan lágmarkslaun eru 157.000 kr. á mánuði. Atvinnuleysisbætur eru því 95,2% af lágmarkslaunum, en voru 80% af þeim árið 2001. Sá sem er á lágmarkslaunum og missir vinnuna finnur lítið fyrir því fjárhagslega. Á þenslutímum skipti þetta litlu máli, því að fáir voru á lágmarkslaunum. Þá var líka auðvelt fyrir ríkisstjórn að hækka atvinnuleysisbætur. Það kostar lítið þegar atvinnuleysi er innan við 2% og skatttekjur drjúgar. Nú hefur atvinnuleysi aukist mikið og útgjöld ríkisins vegna atvinnuleysisbóta þar með (sbr. mynd 3). Þau voru 4,5 milljarðar króna í fyrra, en Mynd 1: Þróun lágmarkslauna, atvinnuleysisbóta og neðri fjórðungsmarka launa. Mynd 2: Meðalatvinnuleysi í mánuði fyrir allt landið Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, VR og samtökum atvinnulífsins Mynd 2: Meðalatvinnuleysis í mánuði fyrir allt landið Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 3: Útgjöld ríkissjóð vegna atvinnuleysisbóta. Upphæðirnar eru í milljörðum króna. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, VR og samtökum atvinnulífsins. Heimild: Hagstofa Íslands. eru nú þegar komin upp í 10,1 milljarð á fyrstu fimm mánuðum ársins. Ef útgjöldin verða jafnhá út árið munu þau enda í 24,3 milljörðum króna. Á sama tíma hafa laun lækkað og yfirvinna minnkað og því fleiri sem fá greitt kaup sem er nálægt lágmarks - l aunum. Það gæti skýrt hvers vegna atvinnu rekendur kjósa heldur að fækka starfsfólki en lækka laun þess. Reynt er að lágmarka misnotkun á kerfinu, t.d. með því að krefjast þess að bótaþegar sýni fram á að þeir séu í atvinnuleit. Jafnframt eru tímamörk á því hversu lengi fólk getur verið á bótum. Rannsókn Bruce D. Meyers sýndi að líkurnar á að atvinnulaust fólk finni sér starf aukast Atvinnuleysisbætur eru 95,2% af lágmarkslaunum, en voru 80% af þeim árið 2001. Sá sem er á lágmarkslaunum og missir vinnuna finnur lítið fyrir því fjárhagslega. Lágmarkslaun Atvinnu­ leysisbætur Neðri fjórð ungs ­ mörk launa

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.