Vísbending


Vísbending - 18.05.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.05.2009, Blaðsíða 1
„Írar eru í Evrópusambandinu“ 18. maí 2009 20. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Írar hafa lent í vanda sem er ekki ósvipaður vandanum hér nema þeir hafa evru. Eignir rýrnuðu og skuldir hækkuðu hjá heimilum jafnt sem einstaklingum árið 2008. Hvaða áhrif hefði það að fara leið 20% niðurfærslu? Er það arfavitlaust? Innan skamms þarf að taka ákvörðun um það hvort Ísland á að sækja um ES. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 0 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 framhald á bls. 4 Að undanförnu hefur heimskreppan hellst yfir hverja þjóðina á fætur annarri og enginn er ósnortinn. Írland er eyja rétt eins og Ísland og þar tóku menn þátt í bankadansinum af krafti. Nú er svo komið að Írar hafa þurft að hækka skatta og skera niður ríkisútgjöld. „Og það þó að þeir séu í Evrópusambandinu,“ segja þeir sem vilja undirstrika að ekki séu allir hólpnir sem komast inn fyrir það gullna hlið. Hvernig komst Írland, sem fyrir skömmu var eitt framsæknasta land Evrópu þar sem smjör virtist drjúpa af hverju strái, í þessa erfiðu stöðu? Upprisa og fall Írlands Írska efnahagsundrið hefur verið á hvers manns vörum undanfarin ár. Hagvöxtur hefur verið nálægt 5% og kaupmáttur aukist ár frá ári. Bankakerfið stækkaði mikið. Eftir fall Lehmann Brothers bankans ákváðu Írar að ábyrgjast allar innistæður bankanna sem og skuldir þeirra. Þetta varð til þess að setja miklar byrðar á ríkissjóð Íra. Reyndar virðist svipað eiga við á Írlandi og Íslandi, flestar hagtölur eru mjög á reiki og hallatölur hækka eftir því sem lengur er skoðað. Írar hafa þegar gripið til skattahækkana á sama tíma og Íslendingar ákváðu að lækka skatta alls almennings (sjá 2. tbl. Vísbendingar 2009, Arnaldur Sölvi Kristjánsson, Skattbyrði flestra lækkar á árinu 2009). Írar leyfðu sér að vera afslappaðir í hagstjórninni fram að fallinu. Verðbólga var oftast meiri en annars staðar í Evrópusambandinu. Á árunum 2001- 2008 var hún lengst af 2,5 til 5,0% á Írlandi. Þegar verðbólga er meiri í einu ríki en almennt innan myntsvæðis verður samkeppnishæfni þess svæðis, þar sem verð hækkar mest, verri en áður. Vinna og aðföng í hafa þá hækkað meira í verði en gerst hefur hjá keppinautunum innan svæðisins. Þess vegna er það veikleikamerki þegar þetta gerist. Í bankamálum fóru Írar að svipað og Íslendingar að því leyti að þeir stukku út í alþjóðlega samkeppni án þess að hafa til þess sérþekkingu eða styrk. Ekki er hægt að lá þeim að bankarnir hafi lent í vandræðum því að það gerðist um heim allan. Hins vegar var stærð bankakerfisins miðað við landsframleiðslu minni á Írlandi en á Íslandi. Ábyrgð írska ríkisins er þó talin nema um tvöfaldri landsframleiðslu Íra. Fyrir þetta tekur ríkið gjald sem nemur um 0,25% af heildarinnistæðum, sem óneitanlega er mjög lágt miðað við áhættuna. Skuldir íslensku bankanna voru hins vegar orðnar meiri en tíföld landsframleiðsla og hér var farin sú leið að láta bankana rúlla. Atvinnuleysi hefur vaxið mikið á Írlandi og er nú orðið yfir 13% en hafði vaxið úr 4,5 í 6,0% í fyrra. Óttast er að atvinnuleysið geti nálgast 20% næsta vetur. Verðbólgan er hins vegar úr sögunni í bili og verðhjöðnun hefur tekið við. Í apríl lækkaði verð um 3,5% og tólf- mánaða verðbólga er nær engin. Á fullu í bankaveislunni Eins og annars staðar á Vesturlöndum virtist allt vera á fleygiferð á Írlandi árið 2006. Þar virtist allt ganga enn betur en í öðrum Evrópulöndum. Spekingar töluðu um eylandakapítalisma, á Íslandi og Írlandi væru menn sem þorðu að taka ákvarðanir. Í raun skýrðist stór hluti af vextinum af því að menn tóku ótæpilega lán. Verð hefur fallið mikið á öllum helstu mörkuðum á Írlandi. Fasteignabóla sem hafði þanist út síðan 1996 sprakk á árinu 2007. Á tíu árum hafði fasteignaverð hækkað um 270%. Á undanförnum tveimur árum hefur verð fasteigna lækkað um 20% en líklegast þyrfti það að lækka um annað eins hið minnsta þar til jafnvægi næst. Hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 26% á árinu 2007, en hrapaði svo um 66% árið 2008. Á yfirstandandi ári hefur fallið verið 6%. Skýringin var einfaldlega sú að bréfin voru allt of hátt skráð, mest vegna þess að aðgengi að lánsfé var gott. Nú er velta lítil á hlutabréfamarkaðinum. Væri betra að vera utan ES? Þegar breska pundið féll í verði í fyrrahaust kom það mjög illa við Íra sem flytja mikið út til Bretlands. Á skömmum tíma minnkuðu útflutningstekjur um nærri 15% þegar pundið féll gagnvart „Írar eru í Evrópusambandinu“ A! undanförnu hefur heimskreppan hellst yfir hverja "jó!ina á fætur annarri og enginn er ósnortinn. Írland er eyja rétt eins og Ísland og "ar tóku menn "átt í bankadansinum af krafti. Nú er svo komi! a! Írar hafa "urft a! hækka skatta og skera ni!ur ríkisútgjöld. „Og "a! "ó a! "eir séu í Evrópusambandinu,“ segja "eir sem vilja undirstrika a! ekki séu allir hólpnir sem komast inn fyrir "a! gullna hli!. Hvernig komst Írland, sem fyrir skömmu var eitt framsæknasta land Evrópu "ar sem smjör virtist drjúpa af hverju strái, í "essa erfi!u stö!u? Upprisa og fall Írlands Írska efnahagsundri! hefur veri! á hvers manns vörum undanfarin ár. Hagvöxtur hefur veri! nálægt 5% og kaupmáttur aukist ár frá ári. Bankakerfi! stækka!i miki!. Eftir fall Lehmann Brothers bankans ákvá!u Írar a! ábyrgjast allar innistæ!ur bankanna sem og skuldir "eirra. #etta var! til "ess a! setja miklar byr!ar á ríkissjó! Íra. Reyndar vir!ist svipa! eiga vi! á Írlandi og Íslandi, flestar hagtölur eru mjög á reiki og hallatölur hækka eftir "ví sem lengur er sko!a!. Írar hafa "egar gripi! til skattahækkana á sama tíma og Íslendingar ákvá!u a! lækka skatta alls almennings (sjá 2. tbl. Vísbendingar 2009, Arnaldur Sölvi Kristjánsson, Skattbyr!i flestra lækkar á árinu 2009). Írar leyf!u sér a! vera afslappa!ir í hagstjórninni fram a! fallinu. Ver!bólga var oftast meiri en annars sta!ar í Evrópusambandinu. Á árunum 2001-2008 var hún lengst af 2,5 til 5,0% á Írlandi. #egar ver!bólga er meiri í einu ríki en almennt innan myntsvæ!is ver!ur samkeppnishæfni "ess svæ!is, "ar sem ver! hækkar mest, verri en á!ur. Vinna og a!föng í hafa "á hækka! meira í ver!i en gerst hefur hjá keppinautunum innan svæ!isins. #ess vegna er "a! veikleikamerki "egar "etta gerist. Mynd1: Vöxtur VLF á Írlandi og Íslandi 2003-2010 Mynd1: Vöxtur VLF á Írl di og Íslandi 2003-2010 Heimildir: The Economist, Seðlabankinn, Hagstofa Íslands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.