Frón - 05.03.1937, Blaðsíða 1

Frón - 05.03.1937, Blaðsíða 1
V ÚtgefandÍE Félag þjóöemissinna, Vestmannaeyjum. Fylgt úr hlaHi Góðir íslendingar. Blað það, sem nú byrtist ykkur í fyrsta sinn, ætlar að hafa það fyrst og fremst að ruarkmiði, að berjast gegn íhaldi og Marxisma i öil- um þess myndum. Jafnframt því, sem blaðið mun berjast gegn „Marxisma11 og öðru af líkutægi, sem valdið hefir spill- ingu hjá þjóð vorri, mun það minnaá það sem því finnst fara aflaga hér í okkar litla bæjar- félagi, Bem ef vel væri á haldið gæti verið „á grænni grein“ ef svo raætti segja. Blaðið vonar, að þeir, sem fylgja stefnu þe3S styðji það og styrki á allan hátt og er þeim velkomið rúm í blaðinu eftir því sem hægt er fyrir greinar, sem miða að því, að bæta það ástand, sem nú ríltir í þjóðlífi voru, þar sem hver höndin er upp á móti annari. Ennfremur mun blaðið fylgja bindindis- og íþróttamönnum að málum, og taka greinar frá þeim til birtingar, eftir því sem rúm blaðsins og ástæður leyfa. það er trú okkar, sem að blaði þessu standa, að hin rétt- láta stefna vor í þjóðmálum — stefna — Fiokks þjóðernisinna — muni fljótt vinna fylgi allra íslendinga, þegar þeim gefst kostur á að íhuga hana ogkynn ast henni betur. Með bjargfastri trú á hið samvirka þjóðríki framtíðarinn- ar. í s 1 a n d i a 111. Ritnefndin. Vaina þú aslra Æskumenn og konur! Það er ómaksins vert, fyrir ykkur ungu menn og konur að athuga lítilsháttar það ástand, sem vort litla land er komið í, það herrans ár 1937, Þeir sem stjórnað hafa land- inu í undanfarin ár, Jafnaðar- merm og Pramsókn, hafa væg- ast sagt, verið hirðulausir um framtíð þjóðarinnar. Þeir virð- ast hafa þann liugsunarhátt, sem máltækið bendir til; „flýtur á meðan ekki sekkur,“ en það er skammgóður vermir fyrir arftakana, — æskuna í landinu. Pram8óknarmenu og Jafnað- armenn liafa aukið skuldir vor- ar svo mikið við útlönd, að alt traust þjóðarinnar út á við, er að engu orðið, og þó að liggi lífið við, getur Ríkissjóður ís- lands ekki fengið meiri lán er- lendis. Það er álít iróðra manna, að skuldir íslenzku þjóðarinnar við útlönd sóu orðnar 100 milj. krónur. Slíkur er arfurinn, sem liinu unga fólki, — hinni upp- vaxandi æsku þeasa lands, — 1. tbl. I. árg. 5. marz 1937. er í hendur fenginn. En ekki nóg með það, heldur er eitt mesta böl þjóðanna, einnig komið hingað til okkar, atvinnu- leysið, það fylgir sem uppbót með skuldunum til ykkar. ís- lenzkur æskulýður! Ungi maður og kona! Er ekki mál til komið, að fárið bó ao hug8a alvarlega um framtíð- ina? — Það er meir en mál til kotnið, — það er skylda hvers góðs íslendings að láta nú þeg- ar til skarar skríða, og skipa sér í raðir þeirra, sem segja: „Hingað og ekki lengra.“ Við Þjóðernissinnar trúum enn á kjark, þrótt og fórnfýsi íslenzku þjóðarinnar, og við trúum því ennfremur, að það sé hægt að sameina hana til stórræða á íslenzkan mæli- kvarða. Sameina hana í einn sterkan flokk, — þjóðlegan flokk, — sem ekki vill lengur láta halda áfram á sömu braut, og hinir „óþjóðlegu11 marxistísku flokkar hafa gert undanfarin ár. Það á að vera heilög skylda livers góðs íslendings, við þá óbornu, að hann stuðli að því, að búa vel í haginn fyrir þá, sem eiga að taka við þjóðar- skútunni. Við þjóðernissiunar krefjumst þe3s, að þeim — sem núna „iliu heilli“ fara með völdin í land- inu, og þeim öðrum sem koma til með að fara með þau, — verði ekki leyft, að auka skuld- ir íslenzka ríkisins við útlönd, frá því sem nú er, þrátt fyrir það, þótt eitthvað kunni að lag- ast með lánstraustið.

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/711

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.