Nokkur ummœli Einars H. Kvarans, rithöf., um sálarrannsóknamálið. ,Jíynnið ykkur það mikla rannsóknarstarf, sem fram hefir farið á nokkrum síðustu áratugunum. Aflið ykkur vitneskju um það, á hve feykilega römmum rökum margir af mestu vitmönnum þjóðanna reisa sannfæring sína, ekki aðeins um það, að fyrirbrigðin gerist, heldur líka um hitt, að mörg þeirra stafi frá öðrum heimi." * „Ég hefi þekkt móður, álþýðukonu, sem tregaði svo einkasoninn sinn, eina yndið hennar og eftirlætið, sem hún hafði misst % sjóinn, að hún sá aldrei glaðan dag — þangað til það Ijós rann upp % sál hennar, að það væri sannað, að drengurinn hennar vœri álveg eins lifandi og hann hefði nokkuru sinni áður verið. Ég hefi aldrei þekkt glaðlegri manneskju en hún hefir verið álltaf síðan. „Ég hefi þekkt hámenntaðan mann, sem alla œvi hafði verið trúhneigður maður og kirkjunnar barn. Einu sinni hrynur allur hans guðfræðikastáli, skörðin verða fleiri og stærri en svo, að kastálinn fái hangið uppi. Og hann verður dapur eins og maður, sem beðið hefir ósigur í stríði sálar sinnar. Hann fær djúpsetta þekking á árangrinum af rann- sókn dularfullra fyrirbrigða. Og hvað verður þá? Bg hefi ekki nógu mikið hugsjónaafl til þess að hugsa mér þær andlegar fállbyssur, sem skjóti niður kastalann, þar sem fögnuður hans út af tilverunni hefst við og trú hans og traust á föður sínum á himnum. Ég tek þessar tvær manneskjur aðeins til dæmis. öðru- p. MORGUNN