Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 186

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 186
186 hefur aldrei tekist að manna skólana eingöngu með menntuðum kennurum þannig að stöðugar mannabreytingar verða til þess að fagfólkið þarf stöðugt að laga sig að nýju samstarfsfólki. Ég held líka að þótt nokkrir háskólar sjái nú um kennaramenntun sé hinn kennslu- fræðilegi hluti þess mjög áþekkur í þeim flestum. Hann snýst einkum um að kenna kennslufræði, þ.e. um skipulag kennslu og sálfræðilegan þroska. Þetta er gott og gilt og alveg nauðsynlegt – og í því sambandi má benda á að það þykir vera vaxandi þörf fyrir háskólakennara að fara í gegnum nám af þessum toga. Ég tel að þeir háskólar sem sinna kennaramenntun leggi minna upp úr kennslu um samfélagslegt hlutverk menntunar eða félagslegan og menningarlegan bakgrunn nemenda. Umtalsverður hluti þriggja ára námsins fer svo fram í skólum á viðkomandi skólastigi sem kennara- neminn menntar sig fyrir. Lenging kennaranáms hlýtur að skapa tækifæri, ekki bara til að bæta við, hvort heldur það er nám í kennslufræði, á vettvangi eða í faggrein; lenging hlýtur að skapa tækifæri til að breyta áherslum. Sennilega á hún ekki einu sinni rétt á sér nema áherslum sé breytt. Æskileg nýmæli Enda þótt ég hafi sett hér í fyrirsögnina orðið „nýmæli“ er ég ekki að finna að neinu sem vel er gert núna heldur vil ég taka fram að nýmælið getur líka falist í áherslu- breytingum. Þannig vil ég að kennaramenntun verði fjölbreytt og ekki verði reynt að búa til ríkis-námskrá fyrir kennaramenntunina. Ég legg langmesta áherslu á að kennarar hafi fjölbreyttan bakgrunn. Þetta merkir að við gætum þurft að leggja aukna áherslu á samvinnu í kennaranáminu. Nú er mikið um slíkt þar sem ég þekki til í kennaraskólum – en þýðing þess að kenna kennaranemum að vinna með fagfólki, for- eldrum og öðrum með ólíkan faglegan eða menningarlegan bakgrunn mun eingöngu fara vaxandi á næstu árum. Ég vil að í kennaramenntun verði lögð aukin áhersla á að fjalla um samfélagslegt hlutverk menntunar en ekki síður að kenna um félagslegan og menningarlegan bak- grunn nemenda. Þegar ég tala um samfélagslegt hlutverk menntunar og félagslegan og menningarlegan bakgrunn nemenda merkir það auðvitað aukningu í félagsfræði, mannfræði og skyldum greinum. Núverandi áhersla á þekkingu á sálfræðilegum þroska er þýðingarmikil. Sama gildir um þekkingu á því að nemendur læri með ólík- um hætti. Vandinn við hvort tveggja er þó sá að mikil hætta er á að horft sé fram hjá þeim félagslegu aðstæðum sem skapa forsendur til náms, svo sem menntun foreldra. En það er líka hætta á því að þegar vandi kemur upp sé hann gerður að einstaklings- vanda, vandi sem skilst kannski miklu betur ef kennarinn hefur djúpstæðan skilning á félagsfræði og mannfræði. Flutningar fólks frá ólíkum menningarsvæðum til Íslands er ekki eina ástæða þess að kennarar þurfa á slíkri kunnáttu að halda – en þeir undir- strika þýðingu þessarar þekkingar. Bara eitt dæmi er að börn með ólíkan bakgrunn láta ekki í ljós gleði eða vanlíðan með sama hætti. Þessi munur er að jafnaði meiri ef menningin er ólík en það getur líka verið menningarlegur eða félagslegur munur V IÐHORF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.