Útvarpstíðindi - 25.08.1947, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 25.08.1947, Blaðsíða 24
312 ÚTVARPSTÍÐINDI UM IIÖFUND. SigríSur Einars frá MunaSarnesi skrifar: „í næstsíöasta tölublaði Útvarpstíðinda er vísan — Mesta gnll í myrkri og ám — talin vera eftir ókunnan liöfund. Það vill nú svo vel til a‘ð mór er nokkuð kunnugt um þennan ókunna höfund. Hét hann Guðmundur Magnússon og var bóndi í Stóru-Skógum í Stafholtstungum í Mýrar- sýslu. Merk gáfukona, Þuríður á Svarfhóli, sagði mér að þessi vísa væri eftir Guð- mund og engan annan.Hið sama sagði og Sesselja Helgadóttir í Svignaskarði, en hún var fósturdóttir Guðmundar. Kunnu ]>ær nokkrar fleiri vísur eftir hann og mundu vel eftir honum, voru þær jafn- öldrur og 17 ára er hann dó 23. okt. 1859, þá um fimmtugt. Varð hann úti í tuninu á Litlu-Skógum. Ennfremur sagði Þuríður mér að eftir Guðmund væri þessi þjóð- kunna vísa, sem ýmsum öðrum hefur verið eignuð síðan: Nú er lilátur nývakinn. Nú er grátur tregur. Nú er ég kátur nafni minn. Nú er ég mátulegur. Maður Þuríðar, Björn Ásmundsson, þá á Flóðatanga, lærði þessa vísu af Guð- mundi, er hann mælti hana af munni fram viö Guðmund nokkurn, er bjó þá í Sól- heimatungu, en þeir fóru þrír saman ná- grannarnir, út á Akranes og var Björn þá á 16. ári. Varð Guðmundur Mágnússon eittiivað síðbúnari. er ])eir lögðu af stað heim, en náði þeim fljótt og var þá lítiö eitt kenndur. Sló á öxlina á nafna sínum og kvað vísuna Magnússon var talinn greindur og grand- var, ágætlega lmgmæltur, eins og vísur lians bera með sér, hann var og hesta- mnður og hestavinur, en helst til mikið vínhneigður. Vil ég leyfa mér að setja hér tvær vísur aðrar eftir hann: Faxa reistum ríð ég geist. Reyndum hreisti dugi. Grjótið þeyst af leiðum leyst, ljómar neistflugi. Og þessa, er hann kvað á glugga: Hér sé guð á glugganum, Gvendur úti bíður, skýldur næturskugganum, Skjóðu sinni ríður. MILLI KUNNINGJA. Halldór Friðjónsson fyrv. ritstjóri á Akureyri átti 65 ára afmæli 7. júní síðastl. Meðal annara kveðja barst honum eftir- farandi stef frá Friðgeiri H. Berg rit- höfundi og skáldi: Árin eru á flugi, ýmist björt eða dimm. Þú hefur sjálfur séð þau sextíu og fimm. En þar sem þeir Halldór og Berg hafa ýmislegt brasað saman um dagana, og þá komið fyrir að fokið hafi í kviðlingum, mun Berg hafa þótt þetta snubbótt út af fyrir sig og bætti ]>essum stökum við og kallaði þær Karlagrobb. Liðnar stundir þakka eg þér. Þær er vert að muna. Þú skaust ári á undan mér inn 1 veröldina. Við höfum yfir mel og mó margan sprettinn tekið. Sundur ei né saman dró; svona var líkamsþrekið. Andlega var atgerfið okkar, varla minna. Þótt aldrci þættist ofvitið um það merki finna. Öll er sagan ekki skráð, enn í dag við löfum. Undir hverju rifi ráð rólegir við höfum. Lifðu glaður langa hríð, lyftu þínu merki. Gakktu ungur alla tíð ötullega að verki.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.