Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 02.05.1949, Blaðsíða 7
Ú tvarpstíðindi 151 Kvöldvalca Slysavarnafélags Eins og venja hefur verið undanfarin ár, mun slysavarnardeildin „Ingólfur“ í Reykjavík annast útvarpsdagskrá kvöldið fyrir lokadaginn. Hefur bæði þessi og fleiri deildir kosið sér þennan dag til fjársöfn- unar. Jón Loftsson, kaup- maður, sem á sæti í stjórn Ingólfs, mun flytja inngangsræðu. - Jón hefur jafnan haft mikinn áhuga á slysa- vörnum og tekið virk- an þátt í starfi fé- lagsins, en ekki setið fyrr í stjórn. Næsti liö- ur dagskrárinnar verð- ur þáttur úr talmynd þeirri, sem gerð hefur verið af björgun við Látrabjarg. - Verður fluttur kaflinn um björgun manna úr togaranum „Doon“. Allir fslendingar kannast við þessa frækilegu björgun, sem að verðleikum var mjög róm- uð hér í blöðum, útvarpi og manna á meðal. En björgunarafrekið við Látrabjarg var einnig mjög rómað erlendis og þótti með eindæmum. Þegar skipbrotsmennirnir lentu á flug- vellinum í Prestwick gerðu biaðamenn- irnir aðsúg að þeim til að spyrja þá spjör- unum úr. Þeir sögðu þá frá því hvernig þeir í 30 klukkustundir í rjúkandi ágjöf- um urðu að hafast við á hvalbaki skipsins í svartasta skammdeginu, þar sem skip þeirra hafði strandað á einhverjum al- hættulegasta stað við strendur íslands. Hvernig björgunarmennirnir hefðu orðið að brjóta sér leið til þeirra frá heimilum fslands Björnunarstarf við Látrabjarg sinum langt í burtu og klifra með björg- unartækin 600 feta bjargið niður í fjöru til að bjarga þeim, og hvernig þeir hefðu verið dregnir á land í björgunarstól. Hvernig náttmyrkrið hefði skollið á, þegar aðeins var búið að ná 7 af skipbrots- mönnum upp á syllu í miðju bjarginu, og hvernig íslendingarnir hefðu þar hlúð aö þeim um nóttina með því að klæða sig úr fötunum og hafa fatabýtti við skipbrots- mennina, sem voru rennblautir. Arthur Dawkins, 20 ára gamall háseti frá Fleet- wood, sagði : „Björgun okkar var hreint kraftaverk. Bjargið var helmingi hærra en turninn í Blackpool. Við eigum engin orð til að lýsa þakklæti okkar við íslending- ana.“ Arthur Spencer, 18 ára, yngsti maðurinn

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.