Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 10
fats waller Thomas „Fats“ Waller var fæddur í New York 24. maí 1904. Faðir hans, síra Edward Martin Waller, var prestur við abbesynsku Baptistakirkjuna. Á unga aldri lærði Fats bæði á píanó og orgel, og meðal kennara hans má nefna þá Leopold Godowsky, sem var heimsfrægur píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskólans í Vín, og Karl Bohm. 1 eftirmælum um Fats Waller, segir Andy Rasaf, vinur hans og samstarfsmaður, að Fats hafi þekkt verk t. d. Brahms, Lizt og Bethovens til hlítar. Hann var einnig mjög víðlesinn og gagnkunnur verkum Shakes- peares og Plato, og enginn vafi er á því, að hann var búinn stórkostlegum leikara- hæfileikum. Fyrsta launaða starf Fats sem hljóm- listarmanns var orgelleikarastaðan í hinu gamla Lincolnleikhúsi í 135. stræti. Þess má geta, að Florence Mills hóf einnig feril sinn í þessu sama leikhúsi, en hún varð síðar heimsfræg. Framan af hafði Fats fengizt lítið við samningu tónsmíða, að vísu hafði hann samið eitt þekkt lag, Squeese Me, ásamt Spencer Williams. Hann tók nú að semja lög af fullum krafti og má segja, að sú framleiðsla hafi staðið með fullum blóma, meðan honum entist aldur til. Oft samdi hann lög með öðrum, t. d. James P. John- son, Spencer Williams, en í því sambandi má einkum nefna Andy Rasaf, sem aðal- Eftir Jóhannes Lárusson. lega samdi textana, en mörg af þeim lög- um, er þeir sömdu saman hafa síðar orðið heimsfræg, og enn bendir ekki neitt til þess, að vinsældir þeirra fari þverrandi, heldur þvert á móti. Þar á meðal má nefna: Keepin’ Out of Mischief Now; Jealous of Me; Ain’t Misbeliavin’ og Honeysuckle Rose. Með hinum heimsfræga píanóleikara, James P. Johnson, samdi hann m. a. lagið That Gets it Mr. Joe. Af öðrum frægum lögum, sem Fats Waller samdi má nefna: Aligator Craivl; I’m Crazy About My Baby, I Ain’t Got Nobody o. fl. o. fl. Einnig samdi hann firnin öll af lögum fyrir ýmsar leiksýningar og kabaretta. Fats var ákaflega hugmyndaríkur og átti létt með að komponera. Mörg af frægustu lög- um hans urðu til á minna en hálftíma. Fyrstu hljómsveit sína stofnaði Fats ár- ið 1929 og nefndi Fats Wallcr and his Buddies. Kom hún saman aðeins með fárra kl.stunda fyrirvara og voru í „rhythma- sveitinni" aðeins hann sjálfur og Eddie Condon á banjó. Aðrir sem léku í henni voru: Charlie Gains, trompet, Charlie Irv- is, básúna ogArville Harris á klarinet og altó-sax. Hljómsveit þessi lék m. a. lagið Minor Drag inn á plötu. Ekki er gerlegt að telja upp allan þann fjölda, sem leikið hafa með Fats Waller inn á plötur, en þær skipta hundruðum, en nokkrir þessara manna eru t. d. Jack 10 flazzLUif

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.