Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 12
Uuke Elliiigton liiiiiiitugur ^lftir Svcivar Cfeiti Fyrir fimmtíu árum í þsssum mán- uSi, þann tuttugasta og níunda, fæddist Edward Kennedy Ellington í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D. C. Fað- ir hans var í bandaríska flotanum og fékkst hann við teikningar þar. Edward var aðeins sjö ára gamall þegar móðir hans tók til að kenna honum á píanó, en hann fékk engan áhuga fyrir því fyrr en nokkrum árum síðar þegar hann komst í tíma til Oliver (Doc) Perry. Sagt er, að á skólaárum sínum hafi hann hlotið viðurnefnið ,,Duke“ fyrir glæsimennsku í klæðaburði og fágaða framkomu. Hann fékk verðlaun í gagn- fræðaskóla fyrir teikningar og einnig styrk til framhaldsnáms. En nú var hann kominn í tíma til Perry, sem einnig kenndi honum hljómsveitarút- setningu og það leið ekki á löngu áður en Duke hafði stofnað hljómsveit. 1 henni voru auk hans, þeir Arthur Whet- sel á trompet og Otto Hardwicke á saxa- fón. Þeir kynntust trommuleikara frá New York að nafni Sonny Greer og banjóleikara er hét Elmer Snowden og lék hljómsveit þessi víða í Washington frá 1918 til 1922. Duke fékkst einnig eitthvað við skiltamálun um þetta leiti. 1923 gerðist Duke píanóleikari i hljóm- sveit Wilbur Sweatman, en hann hélt þeirri stöðu ekki lengi, því hann þótti

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.