Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.04.1949, Blaðsíða 20
DAVE TOUGH 1907 - 1948 Dave Tough fæddist í Oak Park í fylk- inu Illinois í Bandaríkjunum 26. apríl 1907. Hann byrjaði að leika á trommur innan við tvítugt og 1925 lék hann fyrst með hljómsveit. Hljómsveitin var „The Austin high gang“, þar sem þeir Bud Freeman, Jimmy McPartland og fleiri jazzleikarar sem nú eru frægir orðnir byrjuðu. Árið 1927 lék Dave hjá Eddie Condon, og ári síðar fór hann til Evróu þar sem hann lék í þrjú ár. Er hann kom aftur tók hann sér hvíld frá músík- inni til 1936 en þá byrjaði hann hjá Tommy Dorsey þar sem hann var í tvö ár. Síðan lék hann hjá Bunny Berigan, Bsnny Goodman, Joe Marsala, Artie Shaw, Charlie Spivak og Woody Her- man unz hann fór í herinn 1942 þar sem hann lék í hljómsveit í tvö ár. Er hann kom úr hernum fór hann til Woody Her- man, en hann var þar aðeins í ár, því að hann þreyttist á hinum erfiðu hljóm- sveitarferðalögum og vildi setjast ein- hvers staðar að. Hann kaus New York og lék þar mest í litlum hljómsveitum, t. d. hjá Joe Marsala, Eddie Condon og fleirum. Síðari helming fyrra árs lék Dave ekkert sökum heilsubrests, sem varð honum að falli í desember mán- uði síðastliðnum. Með Dave er horfinn af sviðinu einn af fremstu meisturum jazzins. Sumir segja hann fremsta trommuleikarann sem uppi hefur verið. Síðari árin hefur hann hvað eftir annað verið fremstur í kosningum þeim, er amerísku músík- blöðin hafa látið fram fara um titilinn „Bezti trommuleikari ársins". Söngkonan VAUt Vitzflcrald, 20 JazzLUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.