Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 18
Benny Good- man. — Aðalum- ræðuefni enskra jazzunnenda og hl j óðf ær aleikar a undanfarið, hef- ur verið koma klarinetleikarans og' hljómsveitar- stjórans Benny Goodman til Eng lands. Hann kom fram á hljómleikum á hverjum degi vikuna 18.—24. ágúst með enskri hljómsveit og sextet skipuðum ensk- um jazzleikurum, ásamt píanóleikaranum Buddy Greco, sem leikur í hljómsveit Benny. Hljómsveitin var „The Skyrockets", en þeir sem léku með honum í sextetinum voru auk Greco, Tommy Polland vibrafón, Pete Chilver guitar, Charlie Short bassi, og Flash Winstone trommur. Kenny Baker trompetleikari tók einnig þátt í hljómleik- unum og Marcy Lutes söngkona Goodman hljómsveitarinnar, en hún og Greco voru þau einu, sem komu fram í Englandi af meðlimum hennar. Hljómsveitin öll átti að fara í hljómleikaför til Skandinavíuland- anna í byrjun ágúst, en úr því varð þó ekki. Á hljómleikunum í Englandi kom einnig fram belgíski guitarleikarinn Toots Thiele- mans, sem Goodman er nýhúinn að ráða til sín. Hann mátti þó ekki koma fram á hljómleikunum, sem hljóðfæraleikari, þar sem erlendir hljóðfæraleikarar mega ekki leika í Englandi (Goodman og co. höfðu sérstakt leyfi), en hann er snjall munn- hörpuleikari og kom fram sem slíkur. Svo að munnharpa er þá ekki hljóðfæri! • Danny Polo, hinn kunni klarinetleik- ari, lézt í miðjum júlí, 47 ára gamall. Ilann lék i fjölda ára með amerískum og evrópískum hljómsveitum og var síð- ast með Claude Thornhill hljómsveit- inni, en hún var að leika í Chicago, er Polo dó. • Eddie Shu hljóðfæraleikari, sem nýlcga er byrjaður í hljómsveit Lionel Hampton, vekur mest umtal allra jazzleikara í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Hann er stór- kostlega góður altó-saxafónleikari og leikur auk þess mjög vel á trompet, trom- bón, klarinet, tenór-saxafón, fiðlu, guitar, píanó og auk þess er hann mjög snjall búk- talari og hefur hann dúkku, sem syngur með hljómsveitinni. Ekki er allt búið enn, því hann er sagður fyrsti Bandaríkjamaður- inn til að leika sannan Be-bop jazz á munn- hörpu. • Itolf Erickson, sænski trompet- leikarinn, hefur leikið í hljóm- sveit Charlie Barnet í U.S.A. í nokkra mánuði og hefur vakið eftirtckt meðal jazzunnenda fyr- ir góðan leik. ERLENT. 18 jazzlLU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.