Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 14
Eftir Svavar Gests GAMLIR DANSAR Gömlu dansarnir eru að ryðja sér til rúms á ný, því verður ekki neitað. Af 28 dansleikjum, sem haldnir voru laug- ardag og sunnudag, 10’. og 11. sept., og laugard. og sunnud. 17. og 18. sept., voru dansaðir gömlu dansarnir á 11 þeirra. Nýju og gömlu á 5, og á þeim dansleikj- um er mest um gamla dansa, og þá eru 12 eftir, þar sem nýju dansarnir voru dansaðir. Unga fólkið, sem áður vildi ekki sjá gömlu dansana, eru nú orðið í miklum meiri hluta þar sem þeir eru. í Góðtemplarahúsinu liggur við orð að leggja verði niður hinn svokallaða „peysufatavals", þar sem varla sézt þar nokkur kvenmaður á peysufötum, aftur á móti er þar mikið um stúlkur í ný- móðins kjólum, nylonsokkum og smjatt- andi tyggigúmmí. Út á þetta er svo sem ekkert setjandi, fólkið verður að hafa eitthvað til að skemmta sér við. Fyrir tveimur árum og þar fyrir þótti enginn maður með mönnum, sem ekki dansaði jitterbug, eða myndaðist við að dansa hann, nú er hlegið að þeim, sem ekki eru stálslegnir í marzurka. Hljóðfæraleikararnir taka þessu með þögn og þolinmæði. Þeir verða að hafa í sig og á. En sjálfsagt bölva margir þeirra í hljóði. Ég get ekki gert að því, að ég brosi ósjálfrátt, þegar ég hugsa mér Gunnar Ormslev vera að blása polka á tenórinn sinn. Ég trúi varla öðru en að hann bæti inn einni og einni sextánda parts nótu, þar sem honum finnst hún eiga við. Gömlu dansana verður sem sé að leika óbreytta af nótnablaðinu. Þar kemur ekki til greina að ,,impróvisera“, þó að tilbreytingarleysið ætli stundum að keyra um þverbak. Því verður ekki neitað, að hljóðfæra- leikarar hafa mjög gott af því að leika gömlu dansana. Þeir þjálfast í nótna- lestri, og þeir sem ekki leika þá eftir nótum, þjálfa minnið, og allir geta þeir aukið við sig tækni á hljóðfæri sín, því að erfiðara er að leika gömlu dansana en þá nýju. En allt er bezt í hófi, og óneitanlega hlýtur sá hljóðfæraleikar- inn að standa bezt að vígi sem heima er hvar sem er. Leikur gömlu dansana jafnhliða þeim nýja og stendur ekki á gati, ef hann á að leika lag af nótum og man annað lag, ef hann ekki hefur nóturnar. NÝJAR PLÖTUR Frá því seint á síðasta ári hefur mað- ur öðru hvoru heyrt sagt í útvarpinu, eftir að tilkynnt hefur verið að einhver hljómsveitin léki eða söngvarinn syngi, að hér væri um nýjar plötur að ræða. Þetta er eitt það fátæklegasta sölu- mannsbragð, sem ég hefi heyrt. Útvarp- ið krækti sér í nokkra tugi platna, sem voru illa valdar og sem mestu ræður, þá var hér eiginlega ekkert annað á ferðinni en gamlar plötur, allar leiknar inn fyrir stríð. En plöturnar voru nýjar í safni útvarpsins, það efast enginn um Margir urðu fegnir, þegar þulurinn gaf til kynna að í danslögunum mundi þessi og þessi hljómsveit leika af nýjum plöt- um. En mesti glansinn fór af þessu, þeg- 14

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.