Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 28

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 28
JU fd JAM-SESSIONIR hafa verið haldnar fjórar, þegar þetta er ritað, á vegum Jazzblaðsins. Þær hafa allar verið í Breiðfirðingabúð og hefur húsið jafnan verið fullskipað áheyrendum. Flest allir jazzleikarar landsins hafa komið þarna fram. Laug- ardaginn 5. nóv lék til dæmis „jam- hljómsveit“, sem eingöngu var skipuð utanbæjarmönnum, að undanskyldum bassaleikaranum, Pétri Urbandschitch, syni Dr. Victor Urbandschitch, og fékk hún ágætis viðtökur. Ekki skal farið út í, hver leikið hefur bezt, eða því um líkt, á sessionum þessum, en þess má geta, að Steinþór Steingrímsson hefur hlotið langmest lof frá áheyrendum, og var það fyrir einleik hans á píanó, laug- ardaginn 5. nóvember. Reynt verður að halda þessum sessionum áfram í vetur og verða þær annan hvern laugardag. Tvær hljómsveitir hafa þegar leikið í útvarpið í vetur. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar í fyrra sinnið og Björns R. Einarssonar í hið síðara. Leikið var fyrst inn á plötur, sem hefur þann ókost í för með sér, að músíkin er óhrein og loðin. Halda mætti, að það væri eitthvað ofar mannlegum skilningi, sem veldur því, að útvarpið með alla sína magnaraverði, já, og meira að segja yfirmagnaravörð, á svona slæmt með að taka upp á plötur. Tækin, sem þeir hafa, eiga að vera fyrsta flokks, hafa þeir sjálfir sagt, svo að ekki ætti það að standa í veginum. Útvarpssalur- inn er reyndar í alla staði mjög óheppi- legur til slíkra hluta, meira að segja mjög óheppilegur til að vera útvarps- salur, en það er búið að endurbæta hann oft og mörgum sinnum og leggja til þess þúsundir króna, svo að einhver árangur ætti að hafa orðið að. Sennilega lagast þetta ekki fyrr en þeir ná sér í mann, sem hefur vit á plötuupptöku, og glápir ekki út í loftið eins og fáviti, þegar hann er spurður að, hvort rhythminn sé ekki of sterkur, eða annað því um líkt. Lærður útvarps- virki er áreiðanlega ekki maður í starf- ið, jafnvel þó hann hljóti titilinn magn- aravörður. Félag íslenzkra hljóðfæraleikara hef- ur opnað ráðningarskrifstofu. Hún ætti að koma að miklu gagni fyrir hljóð- færaleikara og eins þá, er á hljóðfæra- leikurum þurfa að halda. Hver hefur ekki lent í því að hringja um allan bæ í leit að mönnum til að spila og enga fengið, og frétt svo daginn eftir að nóg hafi verið um menn, sem bara ekki náðist til. Skrifstofan hefur aðeins ver- ið opin í nokkra daga, þegar þetta er ritað, en hefur þegar annast ráðningar í nokkra staði. Hún tekur enga greiðslu fyrir starf sitt, að því undanskyldu, að meðlimir F. í. H. verða að hafa greitt ársgjáld sitt til félagsins og utanfélags- menn verða að greiða 40,00 krónur á mánuði, sem er hið fasta gjald manna utan félagsins, er hljóðfæraleik annast. 28 ^azzíUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.