Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 29

Jazzblaðið - 01.12.1949, Blaðsíða 29
BANDARÍIÍIN Norman Granz hefur enn einu sinni lagt af stað með hljómleikaflokk sinn um Bandaríkin. Að þessu sinni leika í honum þeir Lester Young, Flip Phillips og Coleman Hawkins tenóristar. Roy Eldridge trompetleikari, Ray Brown bassaleikari, Hank Jones píanisti, Buddy Rich trommuleikari og hinn ungi trom- bónleikari Tommy Turlc og svo söng- konan Ella Fitzgerald. Fyrstu hljóm- leikarnir voru í Carnegie Hall í New York í byrjun október og heppnuðust þeir sérstaklega vel. Charlie Parker altó-saxafónleikari og hinn kanadíski píanóleikari Oscar Peterson léku sem gestir á þessum hljómleikum og segja bandarískir gagnrýnendur, að Peterson hafi verið maður kvöldsins. Hann hafði ekki leikið áður í New York, en eftir hljómleikana var honum strax boðin staða í næturklúbb í 52. stræti. Miles Davis trompetleikari hefur leik- ið með hljómsveit inn á tvær Capitol- plötur, sem eru með beztu jazzplötum: ársins. Þær heita: Jeru/Godchild og Boplicity/Israel. Blásturshljóðfærin eru trompet, trombón, franskt horn (wald horn) altó-sax, baritón-sax og túba. •— Ennfremur hefur Lennie Tristano leikið með lítilli hljómsveit inn á plötu hjá Capitol, sem er skínandi góð. Lögin heita Marionetto og Sax of a Kind. Sam Donahue og Alvino Ray hafa báðir lagt niður hinar stóru hljómsveit- ir sínar og byrjað með litla hljómsveit. Sam leikur á tenór og trompet, en Ray á guitar. June Christy söngkonan, er svo lengi söng með Stan Ken- ton hljómsveit- inni, hefur und- anfarið sungið með kvintet Buddy DeFran- co klarinettleik- ara. Kvintetinn er sagður mjög góður, sem mikið er að þakka hinum fágaða og tekniska leik Buddy. ENGLAND George Evans hinn ágæti útsetjari, byrjaði fyrir nokkru með stóra hljóm- sveit, en hann hefur ekki verið með hljómsveit undanfarið vegna veikinda. „Jazz Jamboree", sem árlega er hald- ið í Englandi, fór fram í byrjun októ- ber. Þar léku allar helztu hljómsveitir Englands. Ray Ellington kvintettinn hlaut mest lof hjá áheyrendum. Enn- fremur voru hljómleikar í London í október þar sem fremstu „amatör" hljómsveitir landsins léku og voru dóm- #a~lU;í 29

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.