Jazzblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 8
iih‘nnulur vn rliki qrnfinn: BUCK JUMPIN í útlöndum, þar sem hæfft er að ganga inn í hljóðfæraverzlanir og kaupa sér grammófónplötu eftir eigin smekk og við hæfilegu verði, hefur stundum fengizt plat- an „BUCK JUMPIN“ (Bluebird B11324), mcð Fats Waller and his Rhythm. 'Á plöt- unni stendur skrifað skýrum stöfum: Fats Waller leikur á píanóið. En sá sem ritaði, eða lét rita þau orð, hefur ekki athugað, að í staðinn fyrir þau hefði átt að standa þarna: Albert Cnaey leikur á guitar, því að í fyrsta lagi er alls engin píanósóló á 'plöt- unni, í öði-u lagi er öll platan eins og hún leggur sig ein guitarsóló leikin af Casey, og í þriðja lagi er A1 Casey einn mesti guitaristi, sem jazzinn hefur átt. En það hefur löngum verið óverðskuldað hlutskipti Casey’s, að njóta ekki ávaxtanna af dá- samlegum verkum sínum í þá átt að auka frægð hans og nafn sem hljóðfæraleikara. Kannske ski]>tir frægðin hann ekki svo miklu máli, en sú staðreynd, að hann skuli fyrir tveimur til þremur árum, hafa leikið á „smábúllu" með fremur lélegum píanó- leikara og ýmsum bassaleikurum fyrir minna kaup en dyravörðurinn í næstu búllu við hliðina hafði á kvöldi, hljómar dálítið einkennilega, þegar slíkur listamað- ur á í hlut. Og þegar hann lék á konsert AL CASEY Olafm* 4*. l*»rliallNMim endur s a, g 8 i með Fats Waller snemma á árinu 1942 og „átti konsertinn", eins og kallað er, fyrir leik sinn í laginu „Buck Jumpin", var ekki látið svo litið að kynna nafn A1 Caseys fyrir áheyrendum. ÆVIÁGIUP í stuttu máli er ævisaga A1 Casey’s svona: Hann er fæddur 15. september árið 1915 í Louisville, Kentucky. Faðir hans var trommuleikari þar á staðnum. *Átta ára gamall lærði A1 að leika á fiðlu, en hætti við það ná>n og tók að leika á ukulele eftir eyranu. Hann langaði til að læra á saxó- fón, en þegar hann kom til New York bauðst velviljaður frændi hans til að kosta hann í tíma í guitarleik, og tók hann því boði. Í veizlu hjá kunningjum fjölskyldunn- ar kynntist A1 píanóleikaranum fræga, Fats Waller. Fats leizt vel á piltinn og léku þeir saman inn á plötuna: „7 Wish I Where Twins“ og l)o Me a Favour", stuttu seinria. Þetta var áður en Casey hætti hljómlistarnámi sínu, en að því loknu réðst hann sem fastur maður til Fats Waller og lék með honurn u]>p frá því, að undanskildu árinU frá 1939—’40, þegar hann lék með Teddy Wilson hljómsveitinni. Þeir Fats og Casey voru beztu vini.r og samstilltir mjög. Úr einkalífi A1 Casey’s má geta þess að 8 jaULU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.