Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 8
Endurminningar frá Kansas City Eftir Count Basie Eftirfarandi grein, sem er pýdd úr „Esquire Jazz Book 19í7“ er skrifuS af einum þekktasta píanóleikara og hljómsveitar- stjóra Jazzins. 1 grein þessari segir liann á slcemmilegan liátt frá því, hvernig hann byrjaði að leika jazz, og þegar hann byrjaði með eigin hljómsveit, er síðar varð ein hin þekktasta. Það eru meira en tuttugu ár síðan ég leit Kansas City augum í fyrsta sinn. Ég hafði ferðast vestan frá New York með umferðaleikflokki og var frekar aumur píanóleikari. Hljómsveitin var aðeins aukaatriði og græddum við lítið en lentum aftur á móti í alls konar örð- ugleikum. Um það bil, sem við komum til Kansas City, vorum við ekki orðnir upp á marga fiska og leikflokkurinn fór á hausinn. Ég var svo blankur, að ég átti ekki fyrir fari heim. Ég sá strax, að ekki þýddi að sitja aðgerðarlaus og vorkenna sjálfum sér aðra stundina en ávita hina, fyrir að hafa farið að heiman frá Red Bank í New Jersey. Ég ráfaði um borg- ina og athugaði, hvort nokkurs staðar væri þörf fyrir píanóieikara, og þó undarlegt megi virðast, þá fann ég stað, þar sem ég var ráðinn til að Ieika und- ir þöglum kvikmyndum. Ekki get ég annað sagt, en að ég hafi fengið hald- góða reynslu þarna, því að ég lék undir alls konar kvikmyndum, allt frá hasar- fengnum kúrekamyndum til glæpa- mannamynda eða þá sykursætra ástar- mynda. Ég vann þarna í tæpt ár, og næsta ár (1928) fékk ég svo stöðu í hljómsveit, sem kallaðist „Blue Devils“. Stjórnandi hennar var náungi að nafni Walter Page, og lék hann í meh-a lagi vel á kontrabassa og gerir enn. Já, hinn sami Walter Page, sem leikur í hljómsveit- inni minni núna. Við Walter höfum leikið saman síðan. Hljómsveitin ferð- aðist alloft á milli Kansas City og Okla- homa City, og árið 1929 fengum við söngvara í hljómsveitina, sem var frá Oklahoma. Þetta var Jimmy Rushing, sem að mínum dómi á engan sinn jafn- ingja sem blues-söngvari. Á þessum árum var hljómsveit í Kansas City, sem var eiginlega einráð í jazzlífinu. Það var hljómsveit Benny Moten. Fáir utan borgarinnar vissu um þessa hljómsveit, því að þá var ekki um að ræða plötur, útvarp eða annað til að kynna hljómsveitina. Fólk varð að sjá hana til að heyra í henni. Hljóm- sveitin, sem ég var í leystist upp og nokkrir okkar, meðal annars Walter og ég fórum til Benny Moten. Ég lék „þriðja píanó“ í hljómsveitinni. Benny var auðvitað aðalpíanóleikarinn og Bus 8 ^azztfaSií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.