Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 4
CHARLES H. LONG skrifar þessa greln fyrlr Jazzblaðið um vinsælasta Dixieland hljómsveitarstjóra Engiands — H ARRY CHARLES H. LONG, tuttugu og sex ára gamall Englendlngur, hefur skrifað meðfylgj- andi grein fyrir Jazzblaðið, og munu greinar eftir hann birtast öðru hvoru. — Charles er bankamaður að at- vinnu, en hann hef- ur alltaf haft sér- staklega mikinn á- huga fyrir jazz- músík, þó að hann leiki ekki á neitt hljóðfæri. — Hann var í brezka flug- hernum í siðasta stríði, og er hann dvaldi um skeið í Noregi söng hann með Örlicks hljóm- sveitinni á „King’s Restaurant" í Oslo. — Þá skrifaði hann og nokkrar greinar fyrir norska jazzblaðið „Syn- kope“ og í enska blaðinu „Melody Maker" og ameríska blaðinu „Down Beat“ birtust greinar eftir hann um jazz í Noregi. — Aðaltómstunda- iðja hans er, að skrifast á við jazzáhugamenn hingað og þangað um heiminn. — Uppáhalds- hljómsveitir hans eru hljómsveit Ted Heat í Englandi og hljómsveit Stan Kenton í USA. Uppáhalds plata: „Concerto for clarinet" með Artie Shaw og uppáhaldssöngvarar hans eru hinn enski Benny Lee og ameríski Perry Como. Ritstj. Dixieland — endurborið lagfært og fágað Dixieland — líður nú aftur inn í jazzheiminn á vængjttm vinsældanna. Skartandi fínlegum nútíma útsetning- um, sniðnum fyrir hljómsveitatækni vorra daga, talar hin grófa og hása hljómlist tuttugasta tugs aldarinnar nú máli sínu til dansandi og hlustandi álieyrenda sextugasta tugsins. Og maðurinn, sem nú hefur þessa teg- und hljómlistar upp á arma sína, og gerir úr henni hættulegustu einvígis- áskorun á hinn nýja stíl stórra hljóm- sveita, sem enn hefur komið fram, er enginn annar en Harry Gold. Hinn fertugi Harry Gold, borinn og barnfæddur Lundúnabúi, er alls ekki hinn enski „konungur saxófónsins". —- Fjölmargir leika betur en hann, en ör- fáir af eins næmri tilfinningu — það gerir mismuninn. Harry er svo ólíkur hugmyndum flestra um hinn fullkomna hljómsveitarstjóra, sem framast er unnt — hann er afar feiminn, þögull og óframfærinn. Jafnvel það, hve hann lík- . ist Tommy Dorsey í útliti og fasi, not- ar hann sér alls ekkert. Tónlist sú, sem Harry og hljómsveit hans, „Pieces of Eight“, leika, er ávöxt- ur hinnar rótgrónu hugsjónar um yfir- burði hinnar samanþjöppuðu jazztón- listar litlu hljómsveitanna yfir þung- lamalegt og oft íburðarmikið swing stóru hljómsveitanna. Harry hefur tek- izt að losa sig alveg við hryssingslega frekju hins upprunalega Dixielands. Sjálfur segir hann sig og hljómsveit sína hvorki vera að reyna að skapa eitt- hvað nýtt, né ríghalda sér við gamla Dixieland-stílinn, eins og margar þei.rra 4 jazzlUuf

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.