Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 12
Skoöanakönnunin. í 5.—6. tbl. Jazzblaðsins var sérstakt eyðublað fyrir lesendur að fylla út, þar sem þeir létu í ljós álit sitt á efni og tilhögun blaðsins, bentu á nýjar leiðir o. s. frv. Blaðið þakkar öllum þeim, er sent hafa því lista og mega þeir reiða sig á, að farið verður eftir tillögum þeirra að svo miklu leyti sem kostur er á. Margar og mismunandi óskir hafa komið fram og skal hér minnst á þær helztu. Margir vilja, að gagnrýni um piötur verði tekin upp, en erfitt verður að koma því við, þar sem ekkert hefur komið til landsins af plötum undanfarin ár, að undanskilinni smásendingu, sem barst í sumar. Lista yfir gamlar og nýj- ar erlendar plötur vilja enn aðrir fá og verða þeir birtir öðru hvoru eins og að undanförnu. Allmargir vilja fá upplýs- ingar og myndir af hljómsveitum og hljóðfæraleikurum úti á landi, og verð- ur það einnig birt jöfnum höndum eins og að undanförnu. Óskir um myndir til birtingar eru margar, en þær verða all- ar teknar til greina, þó ekki verði hægt að birta þann mikla myndafjölda, sem lesendur óska eftir, nema með því að skipta þeim niður á allmörg hefti. — Blaðið þakkar þeim sérstaklega, er bent hafa á nýjar hugmyndir við form þess og.frágang, og má vænta þess, að með fyrsta tölublaði næsta árgangs taki blaðið nokkrum stakkaskiptum til hins betra, en það háir blaðinu að sjálfsögðu enn hvað það er lítið. Úr þessu verður aldrei hægt að bæta fyrr en lesenda- fjöldi blaðsins stækkar það mikið, að útgáfa þess geti borið sig. Þess vegna ætti það að vera kappsmál allra unnenda blaðsins að útvega því sem flesta nýja áskrifendur, og mun þá ekki líða á löngu áður en blaðið verður stærra og fjöl- breyttara. V erðlaunagrein. í 5.—6. tölublaði Jazzblaðsins var þess getið, að blaðið efndi til keppni um beztu greinarnar um jazz eða jazzleik- ara. Frestur til að skila greinunum átti að vera útrunninn 1. sept., en var síðan framlengdur til 1. okt. Aðeins ein grein barst blaðinu, en hún fjallaði því miður ekki um það efni, er tilskilið var, heldur var hún um vandamál og öng- þveiti það, er nú ríkir í sambandi við innflutning á hljóðfærum og nauðsyn- legum varalilutum til þeirra. Grein þessi kemur því ekki til greina í kepninni, en hins vegar verður hún birt í næsta blaði, með leyfi höfundar, því að hún er góð hugvekja til þeirra, sem með völd- in fara, og ætti um Ieið að ýta undir forráðamenn F. í. H. varðandi það að 12 ^aizlfaíiá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.