Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 17
parte’s retreat, Count every star og Goodnight Irene. SKANDINAVÍA ★ Fréttabréf frá Benny Aaslund. Rolf Erickson, sænski trompetleikarinn, sem leikið hefur með Bandarískum hljómsveitum undanfarið, er nýkominn heim til Svíþjóðar, þar sem hann mun leika i nokkra mánuði. — í athugun er, hvort hægt verður að fá bandaríska trommuleikarann Gene Krupa með hljómsveit sína til Skandinavíu. — Nokkrar plötur með sænskum jazzleik- urum hafa verið gefnar út í Brazilíu. -— Fyrir nokkru voru gefnar út tvær plötur í Noregi með norskri Be-bop hljómsveit, en þær voru brátt teknar úr umferð, því að sala á þeim var svo lítil. — King Cole tríóið lék í Stokk- hólmi í miðjum október. INNLENT ★ Haukur Morthens hefur sent ritstj. blaðsins bréf, þar sem hann segir m. a., að hann hafi hlustað á marga fræga söngvara, söngkonur og hljómsveitir í Englandi, og einnig komist í kynni við nokkra. — Hann söng í BBC fyrir nokkru, en ekkert hefur frétzt nánar um það. Þess má geta, að brezkir söngvarar telja það himnaríkissælu, að fá að syngja í BBC, enda fáir aðrir en þeir allra beztu, sem þar komast að, svo af þvi má marka, að söngur Hauks hefur likað vel, þegar hann var „prufaður“.— Strax og Haukur kemur heim mun blað- ið birta viðtal við hann. ★ Danslagasamkeppni. Efnt var til danslagasamkeppni í Góðtemplarahús- inu nú fyrir stuttu. Alls bárust 17 lög og voru þau leikin, og um þau kosið tvo sunnudaga í röð, og voru það einskonar undanrásir. Fyrstu þrjú lögin, sem kos- in voru sinn hvorn sunnudaginn mættu síðan til úrslita næsta sunnudag á eftir (15. okt.). — Valdimar Auðunsson átti lagið, er hlaut fyrstu verðlaun og heitir það „Ástartöfrar“. Helgi Ingimundar- son átti næsta lag og Jan Morávek það, er hlaut þriðju verðlaun. Þeir Eyþór Stefánsson, Valdimar og Guðmundur Norðdal áttu hin þrjú lögin. Veitt voru verðlaun fyrir „undanrásir" og voru það 200, 100 og 50 kr. Fyrir úrslit voru veittar 500, 300 og 200 krónur. ★ Eyþór Þorláks- son, bassa- og guit- arleikari, kom heim fyrir nokkrum vik- um frá námi í Eng- landi. Hann lagði aðallega stund á kontrabassanám, en fékk sér þó einnig nokkra tíma í guitarleik. — Hann lék íiokkrum sinnum með hljómsveitum í Manchester og London og komst í kynni við marga fremstu jazzleikara Breta. ★ Nótnaforlagið Tempó hefur nýlega sent frá sér þrjú danslög. Má þar fyrst nefna hin vinsælu lög „Cruising down the river“ og „My foolish heart“. Lög þessi eru bæði með íslenzkum texta eft- ir Eirík Karl Eiríksson og hafa þau hlotið nöfnin: „Eg líð með lygnum straumi" og „Glitra gullin ský“. Þriðja lagið er eftir Valdimar Auðunsson og hlaut það fyrstu verðlaun í danslaga- samkeppni SKT nú fyrir nokkru. Lagið heitir Ástartöfrar og er textinn við það einnig eftir E. K. E., en píanóútsetn- ingin er eftir Carl Billich. — Hljóðfæra- FRAMH. á bls. 19. 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.