Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Jazzblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Jazzblašiš

						Helgi Ingimundarson:
HUGLEIÐINGAR UM HUÓÐFÆRAINNFLUTNINGINN
Hérna um daginn var ég að blaða í
amerískum verðlista yfir hljóðfæri
og ég verð að viðurkenna, að ég hugs-
aði sem refurinn, sem sagði: ,,Þau eru
súr". Að vísu er þetta gamall verð-
listi, en það væri gaman, ef hljóðfæri
eins og þar var að finna væru á boð-
stólnum hér. Hugsið ykkur að ganga inn
í hljóðfæraverzlun hér á landi og geta
skoðað og keypt ný hljóðfæri af öllum
gerðum. — Nei, slíkt geta aðeins bjart-
sýnustu draumóramenn hugsað.
Maður gat orðið sárgramur við að
skoða þetta og vera búinn að spila eða
öllu heldur reyna að spila á hljóðfæri
yfir lengri tíma, sem að útliti líkist
einna helzt manni, sem lent hefur í bíl-
slysi og það miklu. Annar hver hlutur
heimatilbúinn og allt vafið í plástrum.
Það hefur komið sér vel, að maður
lærði „Hjálp í viðlögum" í gamla dajfa.
Eg ætla ekki að lýsa hljóðunum, sem
koma svo úr þessu, minnir mann helzt
á væl í gamalli, ryðgaðri loftvarnar-
flautu.
Eg veit að margir hljóðfæraleikarar
hafa ljótar sögur að segja um viður-
eign sína við að halda hljóðfærinu í
góðu lagi og það er áreiðanleg stað-
reynd, að í mörg ár hefur það háð
f jölda íslenzkra hljóðfæraleikara, að
innflutningur á hljóðfærum hefur al-
gjörlega — jæja, til að taka ekki of
djúpt í árina — að mestu verið stöðv-
aður. Þetta væri nú ekki svo bölvað, ef
hægt væri að halda við gömlum hljóð-
færum og kaupa varahluti í þáu, en það
er því miður næstum ómögulegt, því
að varahlutir sjást ekki frekar en hljóð-
færin í „hljóðfæra"-verzlunum bæjar-
ins. Þetta er mikið vandamál, sem ég
véit, að flestir hljóðfæraleikarar lands-
ins hafa átt við að stríða undanfarin
ár. Eina ráðið hefur oftast verið að
þekkja mann, sem þekkir mann, sem
siglir eða eitthvað svoleiðis, en það er
ekki nema einn af hundraði, sem hefur
þá aðstöðu.
Einhver smávegis innflutningsleyfi
hafa ,,hljóðfæra"-verzlanir bæjarins
fengið á seinniárum og flutt inn eitt-
hvað smádót. Sumt gott, sumt sæmilegt,
en mest bölvað rusl. Þeir, sem að hljóð-
færaverzlununum standa vita nefnilega,
að mesti businessinn er sá, að nota leyf-
in til að kaupa nógu mikið af smádrasli,
t. d. gamlar dægui'laganótur með lögum,
sem gengu fyrir tveim til þremur árum,
lélegar grammófónnálar, slæm saxófón-
og klarinetblöð, auman nótnapappír
o. s. frv. og svo að selja „fyrrverandi"
hljóðfæri  í  umboðssölu.
Sökin er þó ekki nema að örlitlu ráði
hjá „hljóðfæra"-verzlununum. Það er
gjaldeyrisvandamálið, sem á víst að eiga
alla sökina. Þessi grýla, sem nú er notuð
miskunnarlaust sem afsökun þess, að
lítið sem ekkert nauðsynlegt er flutt til
landsins. Maður gæti haldið vegna hins
stöðuga innflutnings á bílum, að hinir
l<ú       Aazzblaaio
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28