Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 20

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 20
EARL HINES Earl Hines fæddist í Pittsburgh, Pennsylvania 28. desember 1905. Móðir hans kenndi honum undirstöðuatriðin í píanóleik, en síðar naut hann góðrar kennslu hjá ágætum kennurum. Ekki eldri en þrettán ára var hann farinn að afla sér tekna heima í Pitts- burgh fyrir píanóleik. Nokkrum.árum síðar fluttist hann til Chicago, þar sem hann fékk strax atvinnu sem einleikari í næturklúbbum. Um það leyti var þekktasta hljóm- sveit borgarinnar undir stjórn Erskine Tate og réði hann Earl fljótt til sin. Þar var hann í eitt ár en fór síðan til Carroll Dickens og þaðan til klarinet- leikarans Jimmy Noone, sem stjórnaði hljómsveitinni í hinum fræga „Apex- klúbb“. Louis Armstrong, sem komið hafði til Chicago um svipað leyti og Hines, fékk hann til að leika inn á nokkrar plötur með sér á þessum árum. Plötur þessar þóttu þá og þykja enn, með því allra bezta, sem leikið hefur verið. Má þar helzt nefna „West end blues“, „Weather bird“, „A monday date“, „Squeeze me“, auk nokkra fleiri. Þegar Earl Hines hætti hjá Jimmy Noone var hann fenginn til að setja saman og stjórna hljómsveit fyrir hinn þekkta stað „Grand Terrace“ í Chicago. Honum tókst að ná í marga þekktustu jazzleikara landsins og lék hljómsveitin í „Grand Terrace“ í liðlega tíu ár, eða frá 1929—39. Hljómsveitin lék jafnframt mikið inn á plötur, og er leikur Hines, engu síður en á Armstrong plötunum talinn vera frábærilega góður. Þar á meðal eru lög- in hans „Rosetta“ og „Deep forrest", ennfremur „Boogie woogie on St. Louis blues“, „Angry“, „Piano man“, og að ógleymdum „A monday date“ og hið got nobody“, „Caution blues“ og hin fræga „57 varieties", sem hann lék einn inn á plötur um það bil sem hann stofn- aði hljómsveitina. Hines tók upp sérstakan stil í píanó- leik, er ekki hafði þekkst áður. Stíll var þá nefndur „nútíma píanóstíll" og var það vissulega þá, og eiginlega allt fram til þess, er be-bop stíllinn tók að ryðja sér til rúms. Stíll Hines, sem byggðist á tekniskum hlaupum og sköl- um í hægri hendi, sem oft bar keim af frösum í trompetsólóum, hlaut nafnið „the trompet style“. Hines hefur senni- lega orðið fyrir miklum áhrifum frá Louis við myndun þessa stíls og á plöt- unni „57 varieties" má greininlega heyra frasa, sem Louis notaði, en Hines segir sjálfur, að þetta sé þó meira frá eigin brjósti og hugmyndir að þessu séu frá því, áð hann lék lítið eitt á trompet sem unglingur. En það skiptir minnstu máli, hitt er þýðingarmeira, að margir fremstu jazzpíanóleikarar síð- ari tíma hafa tekið Hines sem fyrir- mynd, t. d. menn eins og Teddi Wilson, sem tók þó fljótt upp sjálfstæðan stíl FRAMHALD á bls. 25. 20 ja.dUii

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.